Grindvíkingar komist vonandi sem fyrst heim að sækja verðmæti Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. janúar 2024 20:49 Víðir segir veður hafa sett strik í reikningin en að vinna haldi áfram. Stöð 2 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir unnið að því að gefa Grindvíkingum búsettum vestan Víkurbrautarinnar kost á því að komast heim til sín sem fyrst að sækja verðmæti. Verið er að fylla í sprungun og meta hættu þeirra með hjálp jarðsjáa en að vinnan hafi tafist vegna óveðurs undanfarna daga. Víðir segist vilja nýta helgina í þá vinnu og að áætlun um aðgerðir vestanmegin við Víkurbrautina verði kynnt á morgun. Austurhluti bæjarins erfiðara verkefni Svæðið austan við Víkurbraut er töluvert meira sprungið og því mun taka lengri tíma að koma því í það lag að hægt sé að hleypa íbúum þess í húsin sín en að áætlun fyrir austurhluta bæjarins sé í bígerð. „Hættan vegna jarðfalls, opnun nýrra sprungna er ennþá metin í hæsta flokki. Það sem við erum mest búin að vera að vinna að undanfarna daga er að fylla í þær sprungur og skanna þær með jarðsjám. Og reyna að leggja mat á það hvaða svæði svæði séu öruggari en önnur og þannig undirbúa það að leyfa Grindvíkingum að koma heim og vitja eigna sinna,“ segir Víðir í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Veður setur strik í reikninginn Hann segir veðrið ekki hafa verið með sér í liði síðustu daga og að spárnar líti heldur ekki vel út um helgina en að vonandi verði hægt að nýta helgina vel. „Það er spáð talsverðum vindi og úrkomu þannig það verður aðeins að koma inn í þetta líka hvort þetta sé raunverulega framkvæmanlegt en við sjáum það betur á morgun,“ segir Víðir. Víðir segist skilja vel að fólk vilji ólmt komast heim til sín. Rafmagns- og hitaleysi í bænum valdi fólki áhyggjum ásamt því að Grindvíkingar vilja koma búslóð sinni fyrir í nýjum heimilum sínum utan bæjarins. „Vonandi náum við að koma öllum þeim sem búa vestan Víkurbrautarinnar heim á stuttum tíma og það þýðir það að hver og einn fær kannski fjóra klukkutíma heima hjá sér,“ bætir Víðir við. Grindavík Almannavarnir Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira
Verið er að fylla í sprungun og meta hættu þeirra með hjálp jarðsjáa en að vinnan hafi tafist vegna óveðurs undanfarna daga. Víðir segist vilja nýta helgina í þá vinnu og að áætlun um aðgerðir vestanmegin við Víkurbrautina verði kynnt á morgun. Austurhluti bæjarins erfiðara verkefni Svæðið austan við Víkurbraut er töluvert meira sprungið og því mun taka lengri tíma að koma því í það lag að hægt sé að hleypa íbúum þess í húsin sín en að áætlun fyrir austurhluta bæjarins sé í bígerð. „Hættan vegna jarðfalls, opnun nýrra sprungna er ennþá metin í hæsta flokki. Það sem við erum mest búin að vera að vinna að undanfarna daga er að fylla í þær sprungur og skanna þær með jarðsjám. Og reyna að leggja mat á það hvaða svæði svæði séu öruggari en önnur og þannig undirbúa það að leyfa Grindvíkingum að koma heim og vitja eigna sinna,“ segir Víðir í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Veður setur strik í reikninginn Hann segir veðrið ekki hafa verið með sér í liði síðustu daga og að spárnar líti heldur ekki vel út um helgina en að vonandi verði hægt að nýta helgina vel. „Það er spáð talsverðum vindi og úrkomu þannig það verður aðeins að koma inn í þetta líka hvort þetta sé raunverulega framkvæmanlegt en við sjáum það betur á morgun,“ segir Víðir. Víðir segist skilja vel að fólk vilji ólmt komast heim til sín. Rafmagns- og hitaleysi í bænum valdi fólki áhyggjum ásamt því að Grindvíkingar vilja koma búslóð sinni fyrir í nýjum heimilum sínum utan bæjarins. „Vonandi náum við að koma öllum þeim sem búa vestan Víkurbrautarinnar heim á stuttum tíma og það þýðir það að hver og einn fær kannski fjóra klukkutíma heima hjá sér,“ bætir Víðir við.
Grindavík Almannavarnir Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira