Grindvíkingar komist vonandi sem fyrst heim að sækja verðmæti Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. janúar 2024 20:49 Víðir segir veður hafa sett strik í reikningin en að vinna haldi áfram. Stöð 2 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir unnið að því að gefa Grindvíkingum búsettum vestan Víkurbrautarinnar kost á því að komast heim til sín sem fyrst að sækja verðmæti. Verið er að fylla í sprungun og meta hættu þeirra með hjálp jarðsjáa en að vinnan hafi tafist vegna óveðurs undanfarna daga. Víðir segist vilja nýta helgina í þá vinnu og að áætlun um aðgerðir vestanmegin við Víkurbrautina verði kynnt á morgun. Austurhluti bæjarins erfiðara verkefni Svæðið austan við Víkurbraut er töluvert meira sprungið og því mun taka lengri tíma að koma því í það lag að hægt sé að hleypa íbúum þess í húsin sín en að áætlun fyrir austurhluta bæjarins sé í bígerð. „Hættan vegna jarðfalls, opnun nýrra sprungna er ennþá metin í hæsta flokki. Það sem við erum mest búin að vera að vinna að undanfarna daga er að fylla í þær sprungur og skanna þær með jarðsjám. Og reyna að leggja mat á það hvaða svæði svæði séu öruggari en önnur og þannig undirbúa það að leyfa Grindvíkingum að koma heim og vitja eigna sinna,“ segir Víðir í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Veður setur strik í reikninginn Hann segir veðrið ekki hafa verið með sér í liði síðustu daga og að spárnar líti heldur ekki vel út um helgina en að vonandi verði hægt að nýta helgina vel. „Það er spáð talsverðum vindi og úrkomu þannig það verður aðeins að koma inn í þetta líka hvort þetta sé raunverulega framkvæmanlegt en við sjáum það betur á morgun,“ segir Víðir. Víðir segist skilja vel að fólk vilji ólmt komast heim til sín. Rafmagns- og hitaleysi í bænum valdi fólki áhyggjum ásamt því að Grindvíkingar vilja koma búslóð sinni fyrir í nýjum heimilum sínum utan bæjarins. „Vonandi náum við að koma öllum þeim sem búa vestan Víkurbrautarinnar heim á stuttum tíma og það þýðir það að hver og einn fær kannski fjóra klukkutíma heima hjá sér,“ bætir Víðir við. Grindavík Almannavarnir Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Verið er að fylla í sprungun og meta hættu þeirra með hjálp jarðsjáa en að vinnan hafi tafist vegna óveðurs undanfarna daga. Víðir segist vilja nýta helgina í þá vinnu og að áætlun um aðgerðir vestanmegin við Víkurbrautina verði kynnt á morgun. Austurhluti bæjarins erfiðara verkefni Svæðið austan við Víkurbraut er töluvert meira sprungið og því mun taka lengri tíma að koma því í það lag að hægt sé að hleypa íbúum þess í húsin sín en að áætlun fyrir austurhluta bæjarins sé í bígerð. „Hættan vegna jarðfalls, opnun nýrra sprungna er ennþá metin í hæsta flokki. Það sem við erum mest búin að vera að vinna að undanfarna daga er að fylla í þær sprungur og skanna þær með jarðsjám. Og reyna að leggja mat á það hvaða svæði svæði séu öruggari en önnur og þannig undirbúa það að leyfa Grindvíkingum að koma heim og vitja eigna sinna,“ segir Víðir í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Veður setur strik í reikninginn Hann segir veðrið ekki hafa verið með sér í liði síðustu daga og að spárnar líti heldur ekki vel út um helgina en að vonandi verði hægt að nýta helgina vel. „Það er spáð talsverðum vindi og úrkomu þannig það verður aðeins að koma inn í þetta líka hvort þetta sé raunverulega framkvæmanlegt en við sjáum það betur á morgun,“ segir Víðir. Víðir segist skilja vel að fólk vilji ólmt komast heim til sín. Rafmagns- og hitaleysi í bænum valdi fólki áhyggjum ásamt því að Grindvíkingar vilja koma búslóð sinni fyrir í nýjum heimilum sínum utan bæjarins. „Vonandi náum við að koma öllum þeim sem búa vestan Víkurbrautarinnar heim á stuttum tíma og það þýðir það að hver og einn fær kannski fjóra klukkutíma heima hjá sér,“ bætir Víðir við.
Grindavík Almannavarnir Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira