Formaður og ritari Félags leiðsögumanna segja af sér Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. janúar 2024 21:14 Jóna Fanney Friðriksdóttir, formaður Leiðsagnar og Dóra Magnúsdóttir, ritari félagsins, hafa sagt af sér. Formaður og ritari Leiðsagnar - Félags Leiðsögumanna, Jóna Fanney Friðriksdóttir og Dóra Magnúsdóttir, hafa sagt af sér vegna þeirrar ólgu sem hefur geisað innan stjórnar félagsins frá því í október þegar stjórnarmeðlimir kröfðust afsagnar formanns. Þetta segir í lokaðri Facebook-færslu Jónu Fanneyjar Friðriksdóttur, fráfarandi formanns. „Mikið er búið að ganga á, við tvær erum þó eldri en tvævetra og höfum brallað ýmislegt í lífinu en ALDREI á ævinni höfum við upplifað önnur eins ófaglegheit, rógburð, rætni og óvirðingu gagnvart öðru fólki líkt og fyrirfinnst innan stjórn félags leiðsögumanna. Þar er lyginn sannleikurinn, rætnin daglegt brauð og óvirðingin slík að okkur setti hljóða í fyrstu,“ segir í færslunni. Jóna Fanney segir að þær neiti að vinna áfram með fólki innan stjórnar sem hafi beitt „blekkingum, grófum rógburði og andlegu ofbeldi“ gagnvart samstarfsfólki sínu. Einstakt tækifæri eyðilagt með skrílslátum Mest svíði þó fyrir þær að upplifa hvernig stjórnarmeðlimir hafi virt að vettugi hagsmuni félagsmanna og lýðræðislega uppbyggingu félagsins. „Steininn tók úr þegar þessir einstaklingar höfnuðu því að setja erjur og ágreining til hliðar fram yfir gerð kjarasamnings 2024 í því augnamiði að bjarga bandalagi við VR,“ segir í færslunni. Jóna segir að þær tvær hafi átt frumkvæði og unnið að því að koma á bandalagi milli Leiðsagnar og VR. Það bandalag hafi verið handsalað í sumar og segir hafi falist í því að VR myndi ekki undirrita samninga við SA fyrr en fulltrúar í viðræðunefnd Leiðsagnar væru sáttir við kjör leiðsögumanna. „Þetta einstaka tækifæri með VR var eyðilagt með skrílslátum þeirra sem enn vilja ekki una niðurstöðum kosninga, að ég hafi fellt sitjandi formann þeirra,“ segir Jóna Segir stjórnarmenn stunda andlegt ofbeldi Undir lok færslunnar segir Jóna að hún hafi verið borin þungum ásökunum í nokkra mánuði án nokkurra röksemda og útskýringa. „Þannig vinnur þetta fólk, það kann ekki að sinna félagsstötfum með sóma. Þau hafa engar lausnir við málefni en setja heykvíslana hátt á loft þegar aðrir koma með lausnir,“ segir hún. „Það er með bæði trega og eftirsjá gagnvart félögum í Leiðsögn sem ég segi mig frá formannsstarfinu innar stjórnar félagsins. Ég var full eldmóðs eftir kosningarnar í maí sl. En þegar andleg heilsa er byrjuð að gefa aðeins eftir og stungur heykvíslanna farnar að meiða er ljóst að það er aðeins ein leið fær. Við neitum að starfa með fólki sem stundar andlegt ofbeldi!“ segir að lokum í færslunni. Borin þungum sökum Ásakanirnar sem Jóna vísar til komu fram á stjórnarfundi Leiðsagnar þann 31. október síðastliðinn. Tveir stjórnarmenn og þrír varamenn í stjórn félagsins lögðu þá fram bókun þar sem þeir kröfðu hana um afsögn vegna „óásættanlegrar framgöngu“. Stjórnarmennirnir sögðu hana hafa sýnt óvirðingu fyrir góðri stjórnsýslu, týnt bókun um alvarlegt eineltismál, hrakið burt starfsmann félagsins, gefið stjórn rangar upplýsingar um fjármál félagsins og ráðið sig sjálfa og varaformann á skrifstofu félagsins sem starfsfólk. Afsagnarkrafan var ekki studd af Jónu Fanneyju, Dóru og Guðnýju Margréti Emilsdóttur, gjaldkera, sem vísuðu ásökununum á bug. Í bókun sem þær skrifuðu sagði að með „dylgjum sé ætlunin að viðhalda stöðnun, óeiningu og koma í veg fyrir framfarir innan félagsins.“ Ekki náðist í Jónu Fanneyju Friðriksdóttur við skrif fréttarinnar. Félagasamtök Stéttarfélög Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Sorgleg“ staða uppi hjá leiðsögumönnum Formaður Leiðsagnar - félags leiðsögumanna segir sorglega stöðu uppi hjá félaginu eftir að fimm stjórnar- og varastjórnarmenn kröfðust afsagnar hennar á síðasta stjórnarfundi. Stjórnarmaður segir uppreisn gegn formanni ekki persónulega. Hún hafi einfaldlega misst traust félagsmanna til þess að starfa fyrir félagið. 1. nóvember 2023 15:05 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Þetta segir í lokaðri Facebook-færslu Jónu Fanneyjar Friðriksdóttur, fráfarandi formanns. „Mikið er búið að ganga á, við tvær erum þó eldri en tvævetra og höfum brallað ýmislegt í lífinu en ALDREI á ævinni höfum við upplifað önnur eins ófaglegheit, rógburð, rætni og óvirðingu gagnvart öðru fólki líkt og fyrirfinnst innan stjórn félags leiðsögumanna. Þar er lyginn sannleikurinn, rætnin daglegt brauð og óvirðingin slík að okkur setti hljóða í fyrstu,“ segir í færslunni. Jóna Fanney segir að þær neiti að vinna áfram með fólki innan stjórnar sem hafi beitt „blekkingum, grófum rógburði og andlegu ofbeldi“ gagnvart samstarfsfólki sínu. Einstakt tækifæri eyðilagt með skrílslátum Mest svíði þó fyrir þær að upplifa hvernig stjórnarmeðlimir hafi virt að vettugi hagsmuni félagsmanna og lýðræðislega uppbyggingu félagsins. „Steininn tók úr þegar þessir einstaklingar höfnuðu því að setja erjur og ágreining til hliðar fram yfir gerð kjarasamnings 2024 í því augnamiði að bjarga bandalagi við VR,“ segir í færslunni. Jóna segir að þær tvær hafi átt frumkvæði og unnið að því að koma á bandalagi milli Leiðsagnar og VR. Það bandalag hafi verið handsalað í sumar og segir hafi falist í því að VR myndi ekki undirrita samninga við SA fyrr en fulltrúar í viðræðunefnd Leiðsagnar væru sáttir við kjör leiðsögumanna. „Þetta einstaka tækifæri með VR var eyðilagt með skrílslátum þeirra sem enn vilja ekki una niðurstöðum kosninga, að ég hafi fellt sitjandi formann þeirra,“ segir Jóna Segir stjórnarmenn stunda andlegt ofbeldi Undir lok færslunnar segir Jóna að hún hafi verið borin þungum ásökunum í nokkra mánuði án nokkurra röksemda og útskýringa. „Þannig vinnur þetta fólk, það kann ekki að sinna félagsstötfum með sóma. Þau hafa engar lausnir við málefni en setja heykvíslana hátt á loft þegar aðrir koma með lausnir,“ segir hún. „Það er með bæði trega og eftirsjá gagnvart félögum í Leiðsögn sem ég segi mig frá formannsstarfinu innar stjórnar félagsins. Ég var full eldmóðs eftir kosningarnar í maí sl. En þegar andleg heilsa er byrjuð að gefa aðeins eftir og stungur heykvíslanna farnar að meiða er ljóst að það er aðeins ein leið fær. Við neitum að starfa með fólki sem stundar andlegt ofbeldi!“ segir að lokum í færslunni. Borin þungum sökum Ásakanirnar sem Jóna vísar til komu fram á stjórnarfundi Leiðsagnar þann 31. október síðastliðinn. Tveir stjórnarmenn og þrír varamenn í stjórn félagsins lögðu þá fram bókun þar sem þeir kröfðu hana um afsögn vegna „óásættanlegrar framgöngu“. Stjórnarmennirnir sögðu hana hafa sýnt óvirðingu fyrir góðri stjórnsýslu, týnt bókun um alvarlegt eineltismál, hrakið burt starfsmann félagsins, gefið stjórn rangar upplýsingar um fjármál félagsins og ráðið sig sjálfa og varaformann á skrifstofu félagsins sem starfsfólk. Afsagnarkrafan var ekki studd af Jónu Fanneyju, Dóru og Guðnýju Margréti Emilsdóttur, gjaldkera, sem vísuðu ásökununum á bug. Í bókun sem þær skrifuðu sagði að með „dylgjum sé ætlunin að viðhalda stöðnun, óeiningu og koma í veg fyrir framfarir innan félagsins.“ Ekki náðist í Jónu Fanneyju Friðriksdóttur við skrif fréttarinnar.
Félagasamtök Stéttarfélög Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Sorgleg“ staða uppi hjá leiðsögumönnum Formaður Leiðsagnar - félags leiðsögumanna segir sorglega stöðu uppi hjá félaginu eftir að fimm stjórnar- og varastjórnarmenn kröfðust afsagnar hennar á síðasta stjórnarfundi. Stjórnarmaður segir uppreisn gegn formanni ekki persónulega. Hún hafi einfaldlega misst traust félagsmanna til þess að starfa fyrir félagið. 1. nóvember 2023 15:05 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
„Sorgleg“ staða uppi hjá leiðsögumönnum Formaður Leiðsagnar - félags leiðsögumanna segir sorglega stöðu uppi hjá félaginu eftir að fimm stjórnar- og varastjórnarmenn kröfðust afsagnar hennar á síðasta stjórnarfundi. Stjórnarmaður segir uppreisn gegn formanni ekki persónulega. Hún hafi einfaldlega misst traust félagsmanna til þess að starfa fyrir félagið. 1. nóvember 2023 15:05