Hatrið mun ekki sigra Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 29. janúar 2024 07:31 Fyrir tæpum fimm árum stigu íslenskir Eurovision-farar á svið og sungu lagið „Hatrið mun sigra“. Niðurdrepandi titli lagsins fylgir lagatexti sem virðist ekki fjalla um nokkurn skapaðan hlut. Hver er sá sem hatar? Hverjir eru hinir hötuðu? Það hatur sem hefur verið mest áberandi undanfarin ár, áratugi og árhundruð er án vafa Gyðingahatur. Fangelsanir, pyntingar og aftökur voru yfir löng tímabil nánast daglegt brauð. Og hvergi tók Gyðingahatrið á sig ógeðfelldari mynd en í helförinni. Þótt íslenska orðið helför sé ekki bein þýðing á enska orðinu Holocaust er það engu að síður mjög viðeigandi. Margra ára löng útrýmingarherferð þýskra nasista gegn Gyðingum líktist einna helst för til helvítis. Beinn samanburður á helförinni við aðra sögulega atburði er vafasamur, sérstaklega samanburður við samtímaatburði. Við höfum enn ekki séð nokkuð sem jafnast á við einbeittan brotavilja nasista í viðleitni þeirra til að útrýma Gyðingaþjóðinni. Í hugum Gyðinga gæti helförin allt eins hafa átt sér stað í gær. Áfall helfararinnar hvílir enn í brjósti þeirra Gyðinga sem fæðast í dag. Þótt næstum áttatíu ár séu liðin frá lokum helfararinnar, fer því fjarri að Gyðingar séu loks óhultir. Það vakti nýlega heimsathygli þegar rektorar þriggja virtra háskóla mættu í dómssal og fullyrtu að það væri „spurning um samhengi“ hvort áköll um þjóðarmorð á Gyðingum féllu undir hatursorðræðu. Þess má geta að slík áköll heyrast reglulega á fjöldamótmælum. Engu að síður hafa almennir fjölmiðlar staðið sig illa í að varpa ljósi á Gyðingahatur og fordæma það með afgerandi hætti. Líklega er ástæðan sú að helstu Gyðingahatarar okkar tíma eru ekki Vesturlandabúar heldur herskáir íslamistar. Sjálf slagorð þeirra og stofnsáttmálar bera vitni um það. Í því samhengi má nefna slagorð Hútahreyfingarinnar sem inniheldur yfirlýsinguna, „Bölvun yfir Gyðingana.“ Auk þess má nefna stofnsáttmála Hamassamtakanna, en þar má finna orðin, „Þjónn Allah, það er Gyðingur á bak við mig, komdu og dreptu hann.“ Hér er ekki hægt að grípa í gömlu tugguna um að „eins manns hryðjuverkamaður sé annars manns frelsishetja“. Ofangreind samtök eru hryðjuverkasamtök sem eru bókstaflega grundvölluð á hatri. Hatri á þeim sem voga sér að skera sig úr og vera ólíkir öðrum. Hatri á Gyðingum. En hatrið mun ekki sigra. Gyðingaþjóðin mun ekki líða undir lok. Gyðingaþjóðin er sterk og getur staðið af sér allar þrengingar. Eftir krossferðirnar, eftir pogromin, eftir gúlögin, eftir jihödin og já, jafnvel eftir helförina, er Gyðingaþjóðin hér enn og hún mun vera hér áfram um ókomna tíð. Þessi grein er tileinkuð þeim sex milljónum Gyðinga sem voru myrtir í Helförinni. Höfundur er stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi og meðlimur Menningarfélags Gyðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir tæpum fimm árum stigu íslenskir Eurovision-farar á svið og sungu lagið „Hatrið mun sigra“. Niðurdrepandi titli lagsins fylgir lagatexti sem virðist ekki fjalla um nokkurn skapaðan hlut. Hver er sá sem hatar? Hverjir eru hinir hötuðu? Það hatur sem hefur verið mest áberandi undanfarin ár, áratugi og árhundruð er án vafa Gyðingahatur. Fangelsanir, pyntingar og aftökur voru yfir löng tímabil nánast daglegt brauð. Og hvergi tók Gyðingahatrið á sig ógeðfelldari mynd en í helförinni. Þótt íslenska orðið helför sé ekki bein þýðing á enska orðinu Holocaust er það engu að síður mjög viðeigandi. Margra ára löng útrýmingarherferð þýskra nasista gegn Gyðingum líktist einna helst för til helvítis. Beinn samanburður á helförinni við aðra sögulega atburði er vafasamur, sérstaklega samanburður við samtímaatburði. Við höfum enn ekki séð nokkuð sem jafnast á við einbeittan brotavilja nasista í viðleitni þeirra til að útrýma Gyðingaþjóðinni. Í hugum Gyðinga gæti helförin allt eins hafa átt sér stað í gær. Áfall helfararinnar hvílir enn í brjósti þeirra Gyðinga sem fæðast í dag. Þótt næstum áttatíu ár séu liðin frá lokum helfararinnar, fer því fjarri að Gyðingar séu loks óhultir. Það vakti nýlega heimsathygli þegar rektorar þriggja virtra háskóla mættu í dómssal og fullyrtu að það væri „spurning um samhengi“ hvort áköll um þjóðarmorð á Gyðingum féllu undir hatursorðræðu. Þess má geta að slík áköll heyrast reglulega á fjöldamótmælum. Engu að síður hafa almennir fjölmiðlar staðið sig illa í að varpa ljósi á Gyðingahatur og fordæma það með afgerandi hætti. Líklega er ástæðan sú að helstu Gyðingahatarar okkar tíma eru ekki Vesturlandabúar heldur herskáir íslamistar. Sjálf slagorð þeirra og stofnsáttmálar bera vitni um það. Í því samhengi má nefna slagorð Hútahreyfingarinnar sem inniheldur yfirlýsinguna, „Bölvun yfir Gyðingana.“ Auk þess má nefna stofnsáttmála Hamassamtakanna, en þar má finna orðin, „Þjónn Allah, það er Gyðingur á bak við mig, komdu og dreptu hann.“ Hér er ekki hægt að grípa í gömlu tugguna um að „eins manns hryðjuverkamaður sé annars manns frelsishetja“. Ofangreind samtök eru hryðjuverkasamtök sem eru bókstaflega grundvölluð á hatri. Hatri á þeim sem voga sér að skera sig úr og vera ólíkir öðrum. Hatri á Gyðingum. En hatrið mun ekki sigra. Gyðingaþjóðin mun ekki líða undir lok. Gyðingaþjóðin er sterk og getur staðið af sér allar þrengingar. Eftir krossferðirnar, eftir pogromin, eftir gúlögin, eftir jihödin og já, jafnvel eftir helförina, er Gyðingaþjóðin hér enn og hún mun vera hér áfram um ókomna tíð. Þessi grein er tileinkuð þeim sex milljónum Gyðinga sem voru myrtir í Helförinni. Höfundur er stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi og meðlimur Menningarfélags Gyðinga.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun