Spítalinn í Rafah yfirfullur og skortur á öllu Heimir Már Pétursson skrifar 30. janúar 2024 19:20 Rúmlega helmingur allra bygginga á Gaza hefur skemmst mikið eða gereyðilagst í árásum Ísraelsmanna undanfarna mánuði. AP/Fatima Shbair Íslenskur skurðhjúkrunarfræðingur sem starfaði á spítala á Gaza segir ástandið vægast sagt slæmt. Mikill skortur væri á lyfjum, áhöldum og mat og fjölmargir hafi misst jafnvel alla fjölskyldu sína. Elín Jakobína Oddsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur er nýkomin heim til Íslands eftir sex vikna starf á einu af fáum starfhæfum sjúkrahúsum á Gaza sem staðsett er í Rafahborg. Þangað hafa tugþúsundir ef ekki hundruð þúsunda manna flúið átökin á Gazasvæðinu. Elín Jakobía Oddsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur segir mjög algengt að fólk missi útlimi og brennist illa í árásunum á Gaza. Stöð 2/Steinigrímur Dúi „Ástandið er vægast sagt slæmt. Spítalasvæðið og spítalinn sjálfur er fullur af fólki. Það eru mörg þúsund manns sem búa á spítalasvæðinu. Allir gangar á spítalanum eru fullir af fólki. Fólk hefur leitað þarna í vernd og hreinlega hefur spítalann sem sitt heimili,“ segir Elín. Rúmlega helmingur allra bygginga á Gazaströndinni, sérstaklega í norðurhlutanum og á miðhlutanum, eru mikið skemmdar eða rústir einar eftir stöðugar loftárásir Ísraelsmanna í um þrjá mánuði. Rafah er í suðurhlutanum þar sem árásir hafa ekki verið eins miklar og því hefur fólk flúið þangað. „Þeir sem koma inn á skurðstofu til okkar; þar er mikið um beinbrot. Það er mikið um að fólk missi útlimi, fótleggi og handleggi og það er mjög mikið um slæma bruna sem við reynum að sinna eftir besta megni.“ Ein komma sjö milljónir íbúa Gaza, eða um 80 prósent þeirra, eru á vergangi vegna átakanna. Elín segir algengt að fólk hafi misst marga ástvini og jafnvel alla fjölskyldu sína í árásunum. Nú hafa tæplega 30 þúsund manns fallið og enn fleiri særst, þar af mjög margt ungt fólk en mikill meirihluti Palestínsku þjóðarinnar er undir þrítugu. Um 1,7 milljónir íbúa Gaza, eða 80 prósent allra íbúanna, eru á vergangi. Tugir þúsunda flýja suður á bóginn til Rafahborgar, eins og fólkið á þessari mynd.AP//Fatima Shbair Elín Jakobína starfar alla jafna á háskólasjúkrahúsinu í Lundi í Svíþjóð. Hún hefur farið á vegum Alþjóðarauðakrossins meðal annars til Suður-Súdan, Afganistans og Sýrlands. Ekki væri hægt að bera saman stöðuna á spítalanum í Rafah og á evrópskum sjúkrahúsum. „Það er mikill skortur á því sem þarf til að sinna þessum sjúklingum inni á Gaza. Þannig að við verðum að reyna að sinna sem flestum með tiltölulega litlu,“ segir Elín. Það væri skortur á lyfjum, lækninga áhöldum og mat en Ísraelsmenn takmörkuðu mjög umferð með hjálpargögn sem koma í gegn frá Egyptalandi. Því miður væri því ekki hægt að bjarga öllum. „Það er vægast sagt erfitt fyrir okkur. Við verðum alltaf að hafa plan B við höndina. Af því við höfum ekki það sem við myndum hafa hér á Landsspítalanum eða annars staðar. Vegna þess að hlutirnir klárast og ná ekki til okkar,“ segir Elín Jakobína Oddsdóttir. Átök í Ísrael og Palestínu Hjálparstarf Palestína Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Leysi Ísland ekki undan siðferðislegri skyldu að lagaleg skylda sé til staðar Alls 24 íslensk félagasamtök hvetja í yfirlýsingu íslensk stjórnvöld til „að leggja allt kapp á að tryggja tafarlausa brottför“ þeirra Palestínumanna sem hafa fengið veitt dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar. 30. janúar 2024 15:58 „Ásakanir á hendur örfáum starfsmönnum í mjög stórum starfsmannahópi“ Forsætisráðherra segir að ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna sé tímabundin. Greiðslum hafi verið frestað þar til samráð hefur verið haft við Norðurlöndin og stofnunin svarar erfiðum spurningum um ásakanir á hendur hluta starfsmanna hennar. 30. janúar 2024 12:18 Betra ef Bjarni hefði rætt hugmyndir sínar við nefndina Þingflokksformaður Vinstri grænna telur að betur hefði farið á því ef utanríkisráðherra hefði rætt hugmyndir um að frysta fjárframlög Íslands til Palestínuflóttamannaðstoðar Sameinuðu þjóðanna við utanríkismálanefnd þingsins, áður en ákvörðunin var tekin. 29. janúar 2024 22:22 Ekki sjálfgefið að Ísland dæli peningum til átakasvæða Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur fryst greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðuþjóðanna og leitast nú við að skýra hvað honum gengur til með það. 29. janúar 2024 12:10 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Sjá meira
Elín Jakobína Oddsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur er nýkomin heim til Íslands eftir sex vikna starf á einu af fáum starfhæfum sjúkrahúsum á Gaza sem staðsett er í Rafahborg. Þangað hafa tugþúsundir ef ekki hundruð þúsunda manna flúið átökin á Gazasvæðinu. Elín Jakobía Oddsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur segir mjög algengt að fólk missi útlimi og brennist illa í árásunum á Gaza. Stöð 2/Steinigrímur Dúi „Ástandið er vægast sagt slæmt. Spítalasvæðið og spítalinn sjálfur er fullur af fólki. Það eru mörg þúsund manns sem búa á spítalasvæðinu. Allir gangar á spítalanum eru fullir af fólki. Fólk hefur leitað þarna í vernd og hreinlega hefur spítalann sem sitt heimili,“ segir Elín. Rúmlega helmingur allra bygginga á Gazaströndinni, sérstaklega í norðurhlutanum og á miðhlutanum, eru mikið skemmdar eða rústir einar eftir stöðugar loftárásir Ísraelsmanna í um þrjá mánuði. Rafah er í suðurhlutanum þar sem árásir hafa ekki verið eins miklar og því hefur fólk flúið þangað. „Þeir sem koma inn á skurðstofu til okkar; þar er mikið um beinbrot. Það er mikið um að fólk missi útlimi, fótleggi og handleggi og það er mjög mikið um slæma bruna sem við reynum að sinna eftir besta megni.“ Ein komma sjö milljónir íbúa Gaza, eða um 80 prósent þeirra, eru á vergangi vegna átakanna. Elín segir algengt að fólk hafi misst marga ástvini og jafnvel alla fjölskyldu sína í árásunum. Nú hafa tæplega 30 þúsund manns fallið og enn fleiri særst, þar af mjög margt ungt fólk en mikill meirihluti Palestínsku þjóðarinnar er undir þrítugu. Um 1,7 milljónir íbúa Gaza, eða 80 prósent allra íbúanna, eru á vergangi. Tugir þúsunda flýja suður á bóginn til Rafahborgar, eins og fólkið á þessari mynd.AP//Fatima Shbair Elín Jakobína starfar alla jafna á háskólasjúkrahúsinu í Lundi í Svíþjóð. Hún hefur farið á vegum Alþjóðarauðakrossins meðal annars til Suður-Súdan, Afganistans og Sýrlands. Ekki væri hægt að bera saman stöðuna á spítalanum í Rafah og á evrópskum sjúkrahúsum. „Það er mikill skortur á því sem þarf til að sinna þessum sjúklingum inni á Gaza. Þannig að við verðum að reyna að sinna sem flestum með tiltölulega litlu,“ segir Elín. Það væri skortur á lyfjum, lækninga áhöldum og mat en Ísraelsmenn takmörkuðu mjög umferð með hjálpargögn sem koma í gegn frá Egyptalandi. Því miður væri því ekki hægt að bjarga öllum. „Það er vægast sagt erfitt fyrir okkur. Við verðum alltaf að hafa plan B við höndina. Af því við höfum ekki það sem við myndum hafa hér á Landsspítalanum eða annars staðar. Vegna þess að hlutirnir klárast og ná ekki til okkar,“ segir Elín Jakobína Oddsdóttir.
Átök í Ísrael og Palestínu Hjálparstarf Palestína Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Leysi Ísland ekki undan siðferðislegri skyldu að lagaleg skylda sé til staðar Alls 24 íslensk félagasamtök hvetja í yfirlýsingu íslensk stjórnvöld til „að leggja allt kapp á að tryggja tafarlausa brottför“ þeirra Palestínumanna sem hafa fengið veitt dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar. 30. janúar 2024 15:58 „Ásakanir á hendur örfáum starfsmönnum í mjög stórum starfsmannahópi“ Forsætisráðherra segir að ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna sé tímabundin. Greiðslum hafi verið frestað þar til samráð hefur verið haft við Norðurlöndin og stofnunin svarar erfiðum spurningum um ásakanir á hendur hluta starfsmanna hennar. 30. janúar 2024 12:18 Betra ef Bjarni hefði rætt hugmyndir sínar við nefndina Þingflokksformaður Vinstri grænna telur að betur hefði farið á því ef utanríkisráðherra hefði rætt hugmyndir um að frysta fjárframlög Íslands til Palestínuflóttamannaðstoðar Sameinuðu þjóðanna við utanríkismálanefnd þingsins, áður en ákvörðunin var tekin. 29. janúar 2024 22:22 Ekki sjálfgefið að Ísland dæli peningum til átakasvæða Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur fryst greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðuþjóðanna og leitast nú við að skýra hvað honum gengur til með það. 29. janúar 2024 12:10 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Sjá meira
Leysi Ísland ekki undan siðferðislegri skyldu að lagaleg skylda sé til staðar Alls 24 íslensk félagasamtök hvetja í yfirlýsingu íslensk stjórnvöld til „að leggja allt kapp á að tryggja tafarlausa brottför“ þeirra Palestínumanna sem hafa fengið veitt dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar. 30. janúar 2024 15:58
„Ásakanir á hendur örfáum starfsmönnum í mjög stórum starfsmannahópi“ Forsætisráðherra segir að ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna sé tímabundin. Greiðslum hafi verið frestað þar til samráð hefur verið haft við Norðurlöndin og stofnunin svarar erfiðum spurningum um ásakanir á hendur hluta starfsmanna hennar. 30. janúar 2024 12:18
Betra ef Bjarni hefði rætt hugmyndir sínar við nefndina Þingflokksformaður Vinstri grænna telur að betur hefði farið á því ef utanríkisráðherra hefði rætt hugmyndir um að frysta fjárframlög Íslands til Palestínuflóttamannaðstoðar Sameinuðu þjóðanna við utanríkismálanefnd þingsins, áður en ákvörðunin var tekin. 29. janúar 2024 22:22
Ekki sjálfgefið að Ísland dæli peningum til átakasvæða Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur fryst greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðuþjóðanna og leitast nú við að skýra hvað honum gengur til með það. 29. janúar 2024 12:10