Häcken í átta liða úrslit og Chelsea vann stórsigur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. janúar 2024 19:40 Chelsea vann stórsigur er liðið tryggði sér sigur í D-riðli Meistaradeildar Evrópu. Franco Arland/Getty Images Sænska félagið Häcken tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu er liðið vann 1-0 útisigur gegn Real Madrid í D-riðli í kvöld. Á sama tíma vann Chelsea 4-0 stórsigur gegn Paris FC á útivelli. Chelsea hafði þegar tryggt sér sæti í átta liða úrslitum keppninnar og Real Madrid átti ekki möguleika að komast ofar en fjórða og neðsta sæti riðilsins. Það voru því aðeins Häcken og Paris FC sem höfðu að einhverju að keppa. Ljóst var að Häcken þurfti sigur gegn Real Madrid til að gulltryggja sér sæti í átta liða úrslitum og það var Rasul Kafaji Rosa sem tryggði liðinu sigur með marki á 63. mínútu. Niðurstaðan því 1-0 sigur Häcken og liðið þar með á leið í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu á kostnað Paris FC sem situr eftir með sárt ennið. HACKEN TAKE THE LEAD!! 💥Rusul Kafaji finishes the move with a bullet header. 😮💨Watch the UWCL LIVE for FREE on DAZN 👉 https://t.co/XeMu5oLS64#NewDealforWomensFootball #UWCLonDAZN pic.twitter.com/TxazBiyPnY— DAZN Football (@DAZNFootball) January 30, 2024 Til að bæta gráu ofan á svart fyrir Paris FC mátti liðið þola 4-0 tap á heimavelli gegn Chelsea. Fran Kirby kom gestunum yfir strax á tíundu mínútu áður en Mia Fishel tvöfaldaði forystu liðsins átta mínútum fyrir hálfleikshléið. Bæði mörkin voru skoruð eftir stoðsendingu frá Jelena Cankovic. Norsku landsliðskonurnar Guro Reiten og Maren Mjelde bættu svo sínu markinu hvor við í síðari hálfleik og þar við sat. Chelsea endar því á toppi D-riðils með 14 stig, þremur stigum meira en Häcken sem hafnaði í öðru sæti. Paris FC nældi í sjö stig og endar í þriðja sæti, en Real Madrid rekur lestina með aðeins eitt stig. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Fleiri fréttir Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Sjá meira
Chelsea hafði þegar tryggt sér sæti í átta liða úrslitum keppninnar og Real Madrid átti ekki möguleika að komast ofar en fjórða og neðsta sæti riðilsins. Það voru því aðeins Häcken og Paris FC sem höfðu að einhverju að keppa. Ljóst var að Häcken þurfti sigur gegn Real Madrid til að gulltryggja sér sæti í átta liða úrslitum og það var Rasul Kafaji Rosa sem tryggði liðinu sigur með marki á 63. mínútu. Niðurstaðan því 1-0 sigur Häcken og liðið þar með á leið í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu á kostnað Paris FC sem situr eftir með sárt ennið. HACKEN TAKE THE LEAD!! 💥Rusul Kafaji finishes the move with a bullet header. 😮💨Watch the UWCL LIVE for FREE on DAZN 👉 https://t.co/XeMu5oLS64#NewDealforWomensFootball #UWCLonDAZN pic.twitter.com/TxazBiyPnY— DAZN Football (@DAZNFootball) January 30, 2024 Til að bæta gráu ofan á svart fyrir Paris FC mátti liðið þola 4-0 tap á heimavelli gegn Chelsea. Fran Kirby kom gestunum yfir strax á tíundu mínútu áður en Mia Fishel tvöfaldaði forystu liðsins átta mínútum fyrir hálfleikshléið. Bæði mörkin voru skoruð eftir stoðsendingu frá Jelena Cankovic. Norsku landsliðskonurnar Guro Reiten og Maren Mjelde bættu svo sínu markinu hvor við í síðari hálfleik og þar við sat. Chelsea endar því á toppi D-riðils með 14 stig, þremur stigum meira en Häcken sem hafnaði í öðru sæti. Paris FC nældi í sjö stig og endar í þriðja sæti, en Real Madrid rekur lestina með aðeins eitt stig.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Fleiri fréttir Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Sjá meira