Pallborðið: Veðurstofan sökuð um að brjóta lög og deila ekki gögnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. janúar 2024 11:03 Gestir Pallborðsins eru Haraldur Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, Ingvar Kristinsson, framkvæmdastjóri athuguna- og upplýsingatæknisviðs Veðurstofu Íslands og Dr. Ólafur Rögnvaldsson, stofnandi og eigandi Belgings. Vísir/Vilhelm Veðurstofa Íslands safnar gríðarlegu magni gagna um veðurfar, jarðhræringar, vatnafar og loftslag, svo eitthvað sé nefnt. Sérfræðingar segja stofnunina hins vegar trega til að deila umræddum gögnum. Vinnubrögð Veðurstofunnar hvað þetta varðar verða til umræðu í Pallborðinu í dag, sem sýnt verður í beinni útsendingu klukkan 14 á Vísi og Stöð 2 Vísi. Í lögum um Veðurstofu Íslands nr. 70/2008 er stofnuninni meðal annars skylt að annast skráningu, varðveislu og miðlun gagna á starfssviði stofnunarinnar og bæta þjónustu hennar og auka hæfni hennar til að „láta í té upplýsingar í þágu atvinnulífs, öryggismála, sjálfbærrar nýtingar auðlinda og annarra þarfa landsmanna“. Þá segir: „Gögn sem Veðurstofa Íslands aflar fyrir opinbert fé af fjárlögum skulu vera aðgengileg öllum án gjaldtöku enda brjóti afhending þeirra ekki gegn lögvernduðum rétti þriðja aðila eða fari gegn reglum um gjaldtöku sem settar eru af eiganda gagna. Þó er heimilt að innheimta afgreiðslukostnað, sbr. 1. mgr. 4. gr.“ Sérfræðingar sem fréttastofa hefur rætt við segja Veðurstofuna ekki sinna þessari skyldu og nú síðast greindi Haraldur Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, frá því að stofnunin hefði klippt á aðgengi HÍ að gögnunum. Þá gagnrýndi nafni hans Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur Veðurstofuna í fyrra í pistli undir fyrirsögninni „Skorpuhreyfingar í jörðu og óstjórn á yfirborði“. „Jarðeðlisfræðileg gögn hafa ekki verið gerð jafn aðgengileg og ekki dreift á sama hátt og veðurgögnum. Vefsíður Veðurstofunnar á þessu sviði eru afleitar, illa haldið við, sumt efni er síðan 2008 og hefur ekki verið uppfært síðan og svo mætti lengi telja. Slík gagnastefna þrengir til dæmis þann hóp jarðvísindamanna sem búa yfir þekkingu og túlkun á gögnum,“ sagði Haraldur. Hann segir einnig að leit að GPS gögnum á vefsíðu Veðurstofunnar skili tíu ára skilaboðum um að upplýsingar séu úreltar, að aðgengi að gögnum hafi verið takmarkaðar eða að ekki sé óhætt að nota gögnin nema í samráði við starfsmenn stofnunarinnar. Fjallað verður um málið í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14 í dag. Gestir Pallborðsins verða Haraldur Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, Dr. Ólafur Rögnvaldsson, stofnandi og eigandi Belgings, og Ingvar Kristinsson, framkvæmdastjóri athuguna- og upplýsingatæknisviðs Veðurstofu Íslands. Sjá má Pallborðið í heild sinni í spilaranum að neðan. Pallborðið Veður Háskólar Eldgos og jarðhræringar Stjórnsýsla Skóla - og menntamál Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira
Vinnubrögð Veðurstofunnar hvað þetta varðar verða til umræðu í Pallborðinu í dag, sem sýnt verður í beinni útsendingu klukkan 14 á Vísi og Stöð 2 Vísi. Í lögum um Veðurstofu Íslands nr. 70/2008 er stofnuninni meðal annars skylt að annast skráningu, varðveislu og miðlun gagna á starfssviði stofnunarinnar og bæta þjónustu hennar og auka hæfni hennar til að „láta í té upplýsingar í þágu atvinnulífs, öryggismála, sjálfbærrar nýtingar auðlinda og annarra þarfa landsmanna“. Þá segir: „Gögn sem Veðurstofa Íslands aflar fyrir opinbert fé af fjárlögum skulu vera aðgengileg öllum án gjaldtöku enda brjóti afhending þeirra ekki gegn lögvernduðum rétti þriðja aðila eða fari gegn reglum um gjaldtöku sem settar eru af eiganda gagna. Þó er heimilt að innheimta afgreiðslukostnað, sbr. 1. mgr. 4. gr.“ Sérfræðingar sem fréttastofa hefur rætt við segja Veðurstofuna ekki sinna þessari skyldu og nú síðast greindi Haraldur Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, frá því að stofnunin hefði klippt á aðgengi HÍ að gögnunum. Þá gagnrýndi nafni hans Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur Veðurstofuna í fyrra í pistli undir fyrirsögninni „Skorpuhreyfingar í jörðu og óstjórn á yfirborði“. „Jarðeðlisfræðileg gögn hafa ekki verið gerð jafn aðgengileg og ekki dreift á sama hátt og veðurgögnum. Vefsíður Veðurstofunnar á þessu sviði eru afleitar, illa haldið við, sumt efni er síðan 2008 og hefur ekki verið uppfært síðan og svo mætti lengi telja. Slík gagnastefna þrengir til dæmis þann hóp jarðvísindamanna sem búa yfir þekkingu og túlkun á gögnum,“ sagði Haraldur. Hann segir einnig að leit að GPS gögnum á vefsíðu Veðurstofunnar skili tíu ára skilaboðum um að upplýsingar séu úreltar, að aðgengi að gögnum hafi verið takmarkaðar eða að ekki sé óhætt að nota gögnin nema í samráði við starfsmenn stofnunarinnar. Fjallað verður um málið í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14 í dag. Gestir Pallborðsins verða Haraldur Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, Dr. Ólafur Rögnvaldsson, stofnandi og eigandi Belgings, og Ingvar Kristinsson, framkvæmdastjóri athuguna- og upplýsingatæknisviðs Veðurstofu Íslands. Sjá má Pallborðið í heild sinni í spilaranum að neðan.
Pallborðið Veður Háskólar Eldgos og jarðhræringar Stjórnsýsla Skóla - og menntamál Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira