Spilar ekki með Kielce meðan rannsókn á nauðgun stendur yfir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. febrúar 2024 17:00 Benoit Kounkoud kom til Kielce fyrir tæpum tveimur árum. getty/Marius Becker Benoit Kounkoud spilar ekki með pólska handboltaliðinu Kielce meðan frönsk yfirvöld eru með mál hans til rannsóknar. Kounkoud var handtekinn á skemmtistað í París, rúmum sólarhring eftir að hann varð Evrópumeistari með franska landsliðinu. Hann var sakaður um að hafa reynt að nauðga ungri konu á skemmtistaðnum. Kounkoud var yfirheyrður þegar runnið hafði af honum og svo sleppt úr haldi í kjölfarið. Rannsókn á málinu heldur hins vegar áfram og lögregla reynir meðal annars að safna fleiri vitnisburðum. Kounkoud leikur með pólska meistaraliðinu Kielce. Eftir að hann var handtekinn sendi félagið frá sér yfirlýsingu að það tæki málið alvarlega og fordæmdi allt ofbeldi. Brugðist yrði við með viðeigandi hætti um leið og opinberar upplýsingar um málið lægju fyrir en að svo stöddu komnu máli myndi félagið ekki tjá sig frekar. Kielce sendi hins vegar frá sér stutta yfirlýsingu á samfélagsmiðlum í dag þar sem fram kom að Kounkoud myndi ekki spila með liðinu á meðan rannsókn á máli hans stæði yfir hjá frönskum yfirvöldum. KS Iskra Kielce S.A. informuje, e Benoit Kounkoud zosta odsuni ty od reprezentowania barw klubu w meczach naszej dru yny do czasu wyja nienia sprawy przez w adze francuskie.— Industria Kielce (@kielcehandball) February 2, 2024 Kounkoud kom til Kielce frá Paris Saint-Germain sumarið 2022. Þar leikur hann með íslenska landsliðsmanninum Hauki Þrastarsyni. Kounkoud var notaður sparlega á Evrópumótinu í Þýskalandi þar sem hann skoraði fimm mörk í jafn mörgum leikjum. EM 2024 í handbolta Franski handboltinn Pólski handboltinn Frakkland Kynferðisofbeldi Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Kounkoud var handtekinn á skemmtistað í París, rúmum sólarhring eftir að hann varð Evrópumeistari með franska landsliðinu. Hann var sakaður um að hafa reynt að nauðga ungri konu á skemmtistaðnum. Kounkoud var yfirheyrður þegar runnið hafði af honum og svo sleppt úr haldi í kjölfarið. Rannsókn á málinu heldur hins vegar áfram og lögregla reynir meðal annars að safna fleiri vitnisburðum. Kounkoud leikur með pólska meistaraliðinu Kielce. Eftir að hann var handtekinn sendi félagið frá sér yfirlýsingu að það tæki málið alvarlega og fordæmdi allt ofbeldi. Brugðist yrði við með viðeigandi hætti um leið og opinberar upplýsingar um málið lægju fyrir en að svo stöddu komnu máli myndi félagið ekki tjá sig frekar. Kielce sendi hins vegar frá sér stutta yfirlýsingu á samfélagsmiðlum í dag þar sem fram kom að Kounkoud myndi ekki spila með liðinu á meðan rannsókn á máli hans stæði yfir hjá frönskum yfirvöldum. KS Iskra Kielce S.A. informuje, e Benoit Kounkoud zosta odsuni ty od reprezentowania barw klubu w meczach naszej dru yny do czasu wyja nienia sprawy przez w adze francuskie.— Industria Kielce (@kielcehandball) February 2, 2024 Kounkoud kom til Kielce frá Paris Saint-Germain sumarið 2022. Þar leikur hann með íslenska landsliðsmanninum Hauki Þrastarsyni. Kounkoud var notaður sparlega á Evrópumótinu í Þýskalandi þar sem hann skoraði fimm mörk í jafn mörgum leikjum.
EM 2024 í handbolta Franski handboltinn Pólski handboltinn Frakkland Kynferðisofbeldi Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira