Doc Rivers þjálfar stjörnuliðið gegn vilja sínum Siggeir Ævarsson skrifar 4. febrúar 2024 23:00 Doc Rivers er ekki sáttur með að fá að þjálfa Stjörnuliðið vísir/Getty NBA-deildin hefur tilkynnt um þjálfara stjörnuliða austur- og vesturstrandar en stjörnuleikurinn fer fram þann 18. febrúar næstkomandi. Doc Rivers mun þjálfa lið austurstrandarinnar og hefur sú ákvörun vakið töluverða athygli. Rivers tók við liði Milwaukee Bucks nokkuð óvænt þann 23. janúar en Adrian Griffin var með 30 sigra í 43 leikjum á tímabilinu og í 2. sæti austurdeilarinnar á eftir Boston Celtics. Þegar þjálfarar stjörnuliðanna eru valdir er sá háttur hafður á að þeir þjálfarar sem eru með bestan árangur á hvorri strönd eru sjálfkrafa valdir til starfa. Sú undantekning er þó gerð að enginn fær að þjálfa tvö ár í röð. Er sú regla kennd við hinn goðsagnakennda þjálfara Pat Riley sem átti tilkall til að þjálfa lið vesturstrandarinnar átta sinnum á níu tímabilum á 9. áratugnum þegar hann þjálfaði Lakers. Þar sem Joe Mazzulla, þjálfari Boston Celtics, þjálfaði lið austurstrandarinnar í fyrra, er þjálfari Bucks næstur í goggunaröðinni. Rivers hefur stýrt liði Bucks í þremur leikjum og unnið einn. Þessi ákvörðun hefur vakið töluverða athygli og er Rivers sjálfur ekki sáttur og sagði að þetta væri algjörlega fáránlegt. „Tja, Adrian mun fá eitthvað að peningunum, það er nokkuð ljóst, og hring. Þetta er ansi sérstakt. Mér finnst að það ætti að vera einhver regla að einhver annar en ég geri þetta.“ Maybe I ll send my staff and I ll go on vacation Doc Rivers was just as stunned as the rest of us finding out he d be coaching the All-Star Game pic.twitter.com/KQu5BxjHVR— Barstool Sports (@barstoolsports) February 4, 2024 Rivers landaði sínum fyrsta sigri með Bucks þegar liðið lagði Dallas Mavericks, 129-117, síðustu nótt. Sá sigur gerði það að verkum að Rivers tryggði sér þjálfarasætið hjá stjörnuliðinu. Sérfræðingarnir í Inside the NBA fóru yfir möguleikana fyrir leikinn og var greinilega skemmt yfir þessari sérkennilegu stöðu. Inside the NBA joking about if Doc Rivers coaches the All Star Game while being 0-2 pic.twitter.com/EeoiIPeblK https://t.co/nD0aWIIFA8— Alex (@Dubs408) February 2, 2024 Körfubolti NBA Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Sjá meira
Rivers tók við liði Milwaukee Bucks nokkuð óvænt þann 23. janúar en Adrian Griffin var með 30 sigra í 43 leikjum á tímabilinu og í 2. sæti austurdeilarinnar á eftir Boston Celtics. Þegar þjálfarar stjörnuliðanna eru valdir er sá háttur hafður á að þeir þjálfarar sem eru með bestan árangur á hvorri strönd eru sjálfkrafa valdir til starfa. Sú undantekning er þó gerð að enginn fær að þjálfa tvö ár í röð. Er sú regla kennd við hinn goðsagnakennda þjálfara Pat Riley sem átti tilkall til að þjálfa lið vesturstrandarinnar átta sinnum á níu tímabilum á 9. áratugnum þegar hann þjálfaði Lakers. Þar sem Joe Mazzulla, þjálfari Boston Celtics, þjálfaði lið austurstrandarinnar í fyrra, er þjálfari Bucks næstur í goggunaröðinni. Rivers hefur stýrt liði Bucks í þremur leikjum og unnið einn. Þessi ákvörðun hefur vakið töluverða athygli og er Rivers sjálfur ekki sáttur og sagði að þetta væri algjörlega fáránlegt. „Tja, Adrian mun fá eitthvað að peningunum, það er nokkuð ljóst, og hring. Þetta er ansi sérstakt. Mér finnst að það ætti að vera einhver regla að einhver annar en ég geri þetta.“ Maybe I ll send my staff and I ll go on vacation Doc Rivers was just as stunned as the rest of us finding out he d be coaching the All-Star Game pic.twitter.com/KQu5BxjHVR— Barstool Sports (@barstoolsports) February 4, 2024 Rivers landaði sínum fyrsta sigri með Bucks þegar liðið lagði Dallas Mavericks, 129-117, síðustu nótt. Sá sigur gerði það að verkum að Rivers tryggði sér þjálfarasætið hjá stjörnuliðinu. Sérfræðingarnir í Inside the NBA fóru yfir möguleikana fyrir leikinn og var greinilega skemmt yfir þessari sérkennilegu stöðu. Inside the NBA joking about if Doc Rivers coaches the All Star Game while being 0-2 pic.twitter.com/EeoiIPeblK https://t.co/nD0aWIIFA8— Alex (@Dubs408) February 2, 2024
Körfubolti NBA Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Sjá meira