Gengið of nærri björgunarsveitum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. febrúar 2024 11:50 Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, starfaði lengi sem stjórnandi Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar og var fulltrúi Íslands við stórslysastofnun Sameinuðu þjóðanna. vísir/egill Gengið hefur verið of nærri björgunarsveitum og efla þarf aðra viðbragðsaðila í almannavarnakerfinu, að mati þingmanns Pírata. Sérstök umræða um almannavarnir og áfallaþol Íslands fer fram á Alþingi í dag. Umræðan er að beiðni Gísla Rafns Ólafssonar þingmanns Pírata og forsætisráðherra verður til andsvara. Gísli Rafn hefur víðtæka reynslu af málefninu en hann var meðal ananrs stjórnandi íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar og sat í nefnd utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna um alþjóðlegt hjálparstarf. Með áfallaþoli er átt við það hvernig samfélag getur tekist á við áföll sem dynja yfir, hvort sem horft er til forvarna, viðbragðsáætlana eða viðbragðs. Hætta á að fólk brenni út Gísli bendir á að viðbragðsgeta Íslendinga sé byggð á tiltölulega fámennum hóp og að hratt hafi verið gengið á hann á síðustu árum. „Og þegar við erum með áföll sem eiga sér stað yfir miklu lengri tíma en við höfum átt að venjast göngum við einfaldlega mjög hratt inn á allt þetta viðbragð. Við eigum á hættu að fólk hreinlega brenni út, bæði þeir sem eru að vinna við þetta og að þeir sem eru að vinna sem sjálfboðaliðar hætti að geta tekið þátt þar sem þeir eru búnir að ganga of langt á velvild atvinnurekenda og fjölskyldunnar,“ segir Gísli. Teikn virðast á lofti um nákvæmlega þetta en á föstudag sendu almannavarnir frá sér tilkynningu þar sem sagði að í fyrsta sinn í sögunni valdi langvarandi álag á björgunarsveitir því að ekki sé unnt að mæta að fullu óskum viðbragðsaðila um aðstoð. Þá vísaði lögreglustjórinn á Suðurnesjum til svipaðra ástæðana þegar Grindavíkurbær var opnaður yfir hátíðirnar og sagði erfitt að manna vaktir. „Það er því miður þannig að þegar eldgosin voru við Fagradalsfjall að þá vorum við allt of dugleg við að ganga á björgunarsveitir í stað þess að ráða landverði strax til þess að sinna fólki. Það voru aðallega ferðamnen sem voru að fara þarna upp og niður og skoða eldgosið og það þurfti kannski ekki að ganga svona svakalega nærri björgunarsveitarmönnum sem voru nýttir í það allt saman.“ Efla þurfi viðbragðsaðila sem vinni við almannavarnir, þar á meðal lögreglu, sjúkralið og landhelgisgæslu til þess að mæta áföllum sem fjölgi líklega á næstu árum miðað við eldsumbrotin á Reykjanesskaga. „Ég vona að við opnum upp umræðu sem eykur áfallaþol okkar til lengri tíma þar sem við finnum öll að við þurfum að leggja áherslu á þetta á þessum erfiðu tímum,“ segir Gísli. Almannavarnir Alþingi Píratar Lögreglan Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Umræðan er að beiðni Gísla Rafns Ólafssonar þingmanns Pírata og forsætisráðherra verður til andsvara. Gísli Rafn hefur víðtæka reynslu af málefninu en hann var meðal ananrs stjórnandi íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar og sat í nefnd utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna um alþjóðlegt hjálparstarf. Með áfallaþoli er átt við það hvernig samfélag getur tekist á við áföll sem dynja yfir, hvort sem horft er til forvarna, viðbragðsáætlana eða viðbragðs. Hætta á að fólk brenni út Gísli bendir á að viðbragðsgeta Íslendinga sé byggð á tiltölulega fámennum hóp og að hratt hafi verið gengið á hann á síðustu árum. „Og þegar við erum með áföll sem eiga sér stað yfir miklu lengri tíma en við höfum átt að venjast göngum við einfaldlega mjög hratt inn á allt þetta viðbragð. Við eigum á hættu að fólk hreinlega brenni út, bæði þeir sem eru að vinna við þetta og að þeir sem eru að vinna sem sjálfboðaliðar hætti að geta tekið þátt þar sem þeir eru búnir að ganga of langt á velvild atvinnurekenda og fjölskyldunnar,“ segir Gísli. Teikn virðast á lofti um nákvæmlega þetta en á föstudag sendu almannavarnir frá sér tilkynningu þar sem sagði að í fyrsta sinn í sögunni valdi langvarandi álag á björgunarsveitir því að ekki sé unnt að mæta að fullu óskum viðbragðsaðila um aðstoð. Þá vísaði lögreglustjórinn á Suðurnesjum til svipaðra ástæðana þegar Grindavíkurbær var opnaður yfir hátíðirnar og sagði erfitt að manna vaktir. „Það er því miður þannig að þegar eldgosin voru við Fagradalsfjall að þá vorum við allt of dugleg við að ganga á björgunarsveitir í stað þess að ráða landverði strax til þess að sinna fólki. Það voru aðallega ferðamnen sem voru að fara þarna upp og niður og skoða eldgosið og það þurfti kannski ekki að ganga svona svakalega nærri björgunarsveitarmönnum sem voru nýttir í það allt saman.“ Efla þurfi viðbragðsaðila sem vinni við almannavarnir, þar á meðal lögreglu, sjúkralið og landhelgisgæslu til þess að mæta áföllum sem fjölgi líklega á næstu árum miðað við eldsumbrotin á Reykjanesskaga. „Ég vona að við opnum upp umræðu sem eykur áfallaþol okkar til lengri tíma þar sem við finnum öll að við þurfum að leggja áherslu á þetta á þessum erfiðu tímum,“ segir Gísli.
Almannavarnir Alþingi Píratar Lögreglan Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira