Liðsstjóri Red Bull yfirheyrður vegna ásakana um óviðeigandi hegðun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. febrúar 2024 11:31 Christian Horner hefur notið mikillar velgengni sem liðsstjóri Red Bull í Formúlu 1. getty/Clive Rose Christian Horner, liðsstjóri Red Bull í Formúlu 1, verður yfirheyrður vegna ásakana um óviðeigandi hegðun á föstudaginn. Á mánudaginn bárust fréttir af því að óviðeigandi hegðun Horners í garð starfsmanns Red Bull sé til rannsóknar. Red Bull sagðist taka ásakanirnar mjög alvarlega og hóf rannsókn á þeim. Í samtali við De Telegraaf í Hollandi hafnaði Horner ásökununum. Red Bull hefur ekki gefið út hvað felst nákvæmlega í þeim en enskir fjölmiðlar greina frá því að þær snúi að óviðeigandi og stjórnsamri hegðun Honers í garð kvenkyns starfsmanns. Utanaðkomandi aðili sér um rannsóknina á hegðun Horners og á föstudaginn verður hann yfirheyrður. Horner hefur verið liðsstjóri hjá Red Bull síðan liðið byrjaði að keppa í Formúlu 1 2005. Síðan þá hefur liðið sjö sinnum orðið heimsmeistari ökuþóra og sex sinnum heimsmeistari bílasmiða. Á síðasta tímabili vann Red Bull 21 af 22 keppnum og Max Verstappen varð heimsmeistari með miklum yfirburðum. Næsta tímabil í Formúlu 1 hefst 2. mars. Akstursíþróttir Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Á mánudaginn bárust fréttir af því að óviðeigandi hegðun Horners í garð starfsmanns Red Bull sé til rannsóknar. Red Bull sagðist taka ásakanirnar mjög alvarlega og hóf rannsókn á þeim. Í samtali við De Telegraaf í Hollandi hafnaði Horner ásökununum. Red Bull hefur ekki gefið út hvað felst nákvæmlega í þeim en enskir fjölmiðlar greina frá því að þær snúi að óviðeigandi og stjórnsamri hegðun Honers í garð kvenkyns starfsmanns. Utanaðkomandi aðili sér um rannsóknina á hegðun Horners og á föstudaginn verður hann yfirheyrður. Horner hefur verið liðsstjóri hjá Red Bull síðan liðið byrjaði að keppa í Formúlu 1 2005. Síðan þá hefur liðið sjö sinnum orðið heimsmeistari ökuþóra og sex sinnum heimsmeistari bílasmiða. Á síðasta tímabili vann Red Bull 21 af 22 keppnum og Max Verstappen varð heimsmeistari með miklum yfirburðum. Næsta tímabil í Formúlu 1 hefst 2. mars.
Akstursíþróttir Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira