„Ánægður með þessar stáltaugar í lokin“ Stefán Marteinn skrifar 7. febrúar 2024 22:13 Rúnar Ingi var ánægður með stáltaugarnar sem Njarðvíkingar sýndu í lokin. Vísir/Snædís Bára Njarðvík lagði Grindavík af velli með eins stigs mun 68-67 þegar liðin mættust í 17.umferð Subway deildar kvenna í kvöld. Lengst af leiknum leit út fyrir að sigurinn yrði nokkuð þægilegur fyrir Njarðvík en ótrúlegur endasprettur hjá Grindavík gerði leikinn virkilega spennandi undir lokin. „Við gerðum þetta rosalega erfitt fyrir okkur í seinni hálfleiknum heilt yfir. Ég tek kannski sök á partinum að ég hefði kannski átt að rótera aðeins örar, sagði rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur í viðtali við Vísi eftir leik. „Ég þurfti aðeins að rugla í róteringunum því Jana er hérna bara í engum takti við leikinn og í villu vandræðum þannig ég er með skrítnar róteringar og mér fannst bara nokkrir lykilleikmenn alveg vera búnir á því hérna þegar líða tók á fjórða leikhluta. En meinhollt að fá á sig svona áhlaup og vera einhvern veginn við það að kasta frá sér góðum leik en gera samt nóg og eiga nokkur stór play undir lok leiks og síðustu mínútuna til þess að ná í tvö stig.“ Rúnar Ingi var þó ekki alveg sammála því að það hafi verið kominn einhver værukærð í liðið en lið hans leiddi á köflum með 20 stigum. „Við kannski fórum að minnka aðeins boltahreyfinguna á fimm á fimm vörn eiginlega og það kannski hjálpar fólki oft að við vorum ekkert að skapa allt úr boltaflæði í fyrri hálfleik. Við vorum að fá mjög hraðar sóknir útaf við vorum að ná í stopp og við ætluðum að fara í sömu árásir á móti kannski meira skipulagðri Grindavíkur vörn þegar þær voru komnar allar tilbaka útaf því þær voru búnar að skora hinu megin. Þá hægist svolítið á sóknarleiknum og við fórum svolítið mikið að fara bara út í erfiða hluti og aftur þá er ég bara glaður að sjá það því núna eigum við það til á video og getum unnið með það og sjáum hvernig við þurfum að heyfa okkur á ákveðnum tímum og hvað við erum góðar í og hvað við erum lélegar í.“ Þegar mest á reyndi hjá Njarðvík var það Selena Lott sem steig fram á vítalínuna með leikinn undir og setti niður tvö vítaskot sem tryggðu Njarðvík sigurinn. „Skemmtilegt því bara hérna í gærkvöldi þá sátum við hérna og vorum að horfa á körfuboltaleik og vorum einmitt að tala um svona clutch víti og ég spurði hana: Hefur þú einhvertíman klikkað úr vítaskotum þegar það eru minni en fimm sekúndur eftir og þú ert einu eða tveimur undir?. Hún sagði nei ég hef aldrei klikkað og ég var bara já ókei, það er gott að vita af því og hún sagði svo ég var ekkert að bulla í þér í gær. Hún stóð við stóru orðin svo sannarlega og var bara frábær í kvöld en hún á ennþá eitthvað í land í leikformi. Hún var ekki búin að spila í tvo mánuði áður en hún kom hérna og það dró svolítið af henni í seinni hálfleik en ég er bara mjög ánægður með hana og þessar stáltaugar hérna í lokin.“ Subway-deild kvenna UMF Njarðvík UMF Grindavík Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
„Við gerðum þetta rosalega erfitt fyrir okkur í seinni hálfleiknum heilt yfir. Ég tek kannski sök á partinum að ég hefði kannski átt að rótera aðeins örar, sagði rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur í viðtali við Vísi eftir leik. „Ég þurfti aðeins að rugla í róteringunum því Jana er hérna bara í engum takti við leikinn og í villu vandræðum þannig ég er með skrítnar róteringar og mér fannst bara nokkrir lykilleikmenn alveg vera búnir á því hérna þegar líða tók á fjórða leikhluta. En meinhollt að fá á sig svona áhlaup og vera einhvern veginn við það að kasta frá sér góðum leik en gera samt nóg og eiga nokkur stór play undir lok leiks og síðustu mínútuna til þess að ná í tvö stig.“ Rúnar Ingi var þó ekki alveg sammála því að það hafi verið kominn einhver værukærð í liðið en lið hans leiddi á köflum með 20 stigum. „Við kannski fórum að minnka aðeins boltahreyfinguna á fimm á fimm vörn eiginlega og það kannski hjálpar fólki oft að við vorum ekkert að skapa allt úr boltaflæði í fyrri hálfleik. Við vorum að fá mjög hraðar sóknir útaf við vorum að ná í stopp og við ætluðum að fara í sömu árásir á móti kannski meira skipulagðri Grindavíkur vörn þegar þær voru komnar allar tilbaka útaf því þær voru búnar að skora hinu megin. Þá hægist svolítið á sóknarleiknum og við fórum svolítið mikið að fara bara út í erfiða hluti og aftur þá er ég bara glaður að sjá það því núna eigum við það til á video og getum unnið með það og sjáum hvernig við þurfum að heyfa okkur á ákveðnum tímum og hvað við erum góðar í og hvað við erum lélegar í.“ Þegar mest á reyndi hjá Njarðvík var það Selena Lott sem steig fram á vítalínuna með leikinn undir og setti niður tvö vítaskot sem tryggðu Njarðvík sigurinn. „Skemmtilegt því bara hérna í gærkvöldi þá sátum við hérna og vorum að horfa á körfuboltaleik og vorum einmitt að tala um svona clutch víti og ég spurði hana: Hefur þú einhvertíman klikkað úr vítaskotum þegar það eru minni en fimm sekúndur eftir og þú ert einu eða tveimur undir?. Hún sagði nei ég hef aldrei klikkað og ég var bara já ókei, það er gott að vita af því og hún sagði svo ég var ekkert að bulla í þér í gær. Hún stóð við stóru orðin svo sannarlega og var bara frábær í kvöld en hún á ennþá eitthvað í land í leikformi. Hún var ekki búin að spila í tvo mánuði áður en hún kom hérna og það dró svolítið af henni í seinni hálfleik en ég er bara mjög ánægður með hana og þessar stáltaugar hérna í lokin.“
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík UMF Grindavík Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira