Heiðursstúkan: „Það galnasta sem ég hef séð í spurningakeppni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2024 08:01 Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson kepptu í því hvor þeirra veit meira um Super Bowl. Vísir Það er spenna í loftinu þessa dagana hjá áhugafólki um amerískan fótbolta og NFL deildina enda styttist í stærsta leik ársins í Bandaríkjunum en spilað verður um Ofurskálina á sunnudaginn kemur. Í tilefni af Super Bowl leiknum milli San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs í Las Vegas á sunnudagskvöldið þá var nýjasta Heiðursstúkan helguð Super Bowl leiknum. Heiðursstúkan er sportspurningaþáttur á Vísi í umsjón Jóhanns Fjalars Skaptasonar þar sem eitt þema er tekið fyrir í hverjum þætti. Í fimmta þætti af seríu tvö, sem sjá má hér að neðan, mættust þeir Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson, sem eru báðir sérfræðingar í Lokasókninni á Stöð 2 Sport 2. Eiríkur Stefán var ekki alveg sáttur með að Henry Birgir mætti til leiks með tilbúna afsökun enda þátturinn tekinn upp daginn eftir þorrablót hjá kappanum. „Nú er búið að setja upp einhverja afsökun fyrir þig. Ég var á þorrablóti í gær, ég er svo þreyttur. Þess vegna vann ég ekki. Þú ert byrjaður að raða inn afsökunum og fyrsta spurningin er ekki einu sinni komin,“ sagði Eiríkur Stefán. Það stóð ekki á svari hjá Henry Birgi. „Ég get tekið þrjú þorrablót í röð en samt pakkað þér saman,“ sagði Henry Birgir. Klippa: Heiðursstúkan: Hvað vita Henry Birgir og Eiríkur Stefán um Super Bowl? En hvað með þennan leik á milli San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs? „Það er erfitt að spá í þetta. Niners eru búnir að vera nokkurn veginn besta liðið í allan vetur. Ótrúlegt að Chiefs liðið sé komið alla þessa leið. Patrick Mahomes er einn mesti sigurvegari sem komið hefur fram. Er hægt að veðja gegn honum? Þetta er áhugavert á svo mörgum stigum. Ég er bara spenntur,“ sagði Henry. „Það er mjög erfitt að veðja á móti Mahomes. Þetta er svona Jordan móment sem við erum að upplifa með þennan gaur. Hann er búinn að fara í sex úrslitaleik í sinni deild í röð eða öll sín sex ár sem byrjunarliðsmaður. Það eru sumir af bestu leikstjórnendum sögunnar sem hafa aldrei farið í Super Bowl. hvað þá unnið hann. Ég hef einhverja tilfinningu fyrir Niners í þessum leik. Ég hef ekkert fyrir mér í því og það er óskynsamlegt að veðja á Niners af því að Mahomes er í hinu liðinu,“ sagði Eiríkur. Hér fyrir ofan má síðan sjá hvernig spurningakeppnina fór hjá þeim félögum. Þetta var æsispennandi keppni og vannst á skemmtilegum lokakafla. „Þetta er það galnasta sem ég hef séð í spurningakeppni,“ voru orð sem féllu þegar spennan var hvað mest. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30. NFL Ofurskálin Heiðursstúkan Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Sjá meira
Í tilefni af Super Bowl leiknum milli San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs í Las Vegas á sunnudagskvöldið þá var nýjasta Heiðursstúkan helguð Super Bowl leiknum. Heiðursstúkan er sportspurningaþáttur á Vísi í umsjón Jóhanns Fjalars Skaptasonar þar sem eitt þema er tekið fyrir í hverjum þætti. Í fimmta þætti af seríu tvö, sem sjá má hér að neðan, mættust þeir Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson, sem eru báðir sérfræðingar í Lokasókninni á Stöð 2 Sport 2. Eiríkur Stefán var ekki alveg sáttur með að Henry Birgir mætti til leiks með tilbúna afsökun enda þátturinn tekinn upp daginn eftir þorrablót hjá kappanum. „Nú er búið að setja upp einhverja afsökun fyrir þig. Ég var á þorrablóti í gær, ég er svo þreyttur. Þess vegna vann ég ekki. Þú ert byrjaður að raða inn afsökunum og fyrsta spurningin er ekki einu sinni komin,“ sagði Eiríkur Stefán. Það stóð ekki á svari hjá Henry Birgi. „Ég get tekið þrjú þorrablót í röð en samt pakkað þér saman,“ sagði Henry Birgir. Klippa: Heiðursstúkan: Hvað vita Henry Birgir og Eiríkur Stefán um Super Bowl? En hvað með þennan leik á milli San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs? „Það er erfitt að spá í þetta. Niners eru búnir að vera nokkurn veginn besta liðið í allan vetur. Ótrúlegt að Chiefs liðið sé komið alla þessa leið. Patrick Mahomes er einn mesti sigurvegari sem komið hefur fram. Er hægt að veðja gegn honum? Þetta er áhugavert á svo mörgum stigum. Ég er bara spenntur,“ sagði Henry. „Það er mjög erfitt að veðja á móti Mahomes. Þetta er svona Jordan móment sem við erum að upplifa með þennan gaur. Hann er búinn að fara í sex úrslitaleik í sinni deild í röð eða öll sín sex ár sem byrjunarliðsmaður. Það eru sumir af bestu leikstjórnendum sögunnar sem hafa aldrei farið í Super Bowl. hvað þá unnið hann. Ég hef einhverja tilfinningu fyrir Niners í þessum leik. Ég hef ekkert fyrir mér í því og það er óskynsamlegt að veðja á Niners af því að Mahomes er í hinu liðinu,“ sagði Eiríkur. Hér fyrir ofan má síðan sjá hvernig spurningakeppnina fór hjá þeim félögum. Þetta var æsispennandi keppni og vannst á skemmtilegum lokakafla. „Þetta er það galnasta sem ég hef séð í spurningakeppni,“ voru orð sem féllu þegar spennan var hvað mest. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30.
NFL Ofurskálin Heiðursstúkan Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Sjá meira