Eir hakkaður í spað af óprúttnum þrjótum Jakob Bjarnar skrifar 8. febrúar 2024 15:08 Eiríkur með kaffibolla úti í Róm og fylgist með, sér til hrellingar, vefinn sinn í tómu tjóni. Og traffíkin inn á vefinn að fjara út. Eiríkur Jónsson blaðamaður hefur haldið úti fréttavef nú í rúmlega 12 ár – þar sem sagðar eru fréttir af ýmsu kostulegu úr daglega lífinu. Frá því fyrir áramót hefur hins vegar einhver óværa komist í kerfið hjá honum sem hleypti öllu í hnút. „Þetta er bara árás. Það kom alltaf upp einhver auglýsing frá vefmálafyrirtæki í Hull eða Grimsby. Þetta var skelfilegt, þetta var komið svo djúpt að það var ekki hægt að hreinsa þetta. Þeir voru komnir inn í kjarnann þannig að það þurfti að búa til nýjan vef. Allt farið. En það skiptir engu máli, það þarf ekkert að geyma þetta, þetta er ekki minnisvarði um mig,“ segir Eiríkur í samtali við Vísi. Svona hefur staðan verið frá því fyrir áramót. Og stöðugt hefur umferðin farið minnkandi. Þeir sem reyndu að komast inn á vefinn í gegnum síma gátu það ekki og hurfu því úr menginu. Og hinir, sem fóru í gegnum tölvu þurftu að berjast inn á vefinn. „Þetta hefur verið svona síðan fyrir áramót. Þetta er eins og að eiga vörubíl, keyra vörubíl í Grindavík og svo er hann allt í einu horfinn. það er ekkert grín, hvorki fyrir Grindavík né bílstjórann,“ segir Eiríkur og reynir að finna einhverja líkingu sem lýsir þessum hremmingum vel. En nú er búið að laga vefinn og Eiríkur heldur sínu striki. Um tíma mátti Eiríkur svara fólki sem hringdi lon og don og taldi sig eiga fullan rétt á að komast inn á vefinn. En Eiríkur svaraði öllum á sama hátt: Ertu búinn að borga áskriftina? Hann hefur nú smíðað nýtt slagorð: Fréttir fyrir fólk, ný forsíða daglega í bráðum 12 ár. Frítt inn! Fjölmiðlar Tölvuárásir Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
„Þetta er bara árás. Það kom alltaf upp einhver auglýsing frá vefmálafyrirtæki í Hull eða Grimsby. Þetta var skelfilegt, þetta var komið svo djúpt að það var ekki hægt að hreinsa þetta. Þeir voru komnir inn í kjarnann þannig að það þurfti að búa til nýjan vef. Allt farið. En það skiptir engu máli, það þarf ekkert að geyma þetta, þetta er ekki minnisvarði um mig,“ segir Eiríkur í samtali við Vísi. Svona hefur staðan verið frá því fyrir áramót. Og stöðugt hefur umferðin farið minnkandi. Þeir sem reyndu að komast inn á vefinn í gegnum síma gátu það ekki og hurfu því úr menginu. Og hinir, sem fóru í gegnum tölvu þurftu að berjast inn á vefinn. „Þetta hefur verið svona síðan fyrir áramót. Þetta er eins og að eiga vörubíl, keyra vörubíl í Grindavík og svo er hann allt í einu horfinn. það er ekkert grín, hvorki fyrir Grindavík né bílstjórann,“ segir Eiríkur og reynir að finna einhverja líkingu sem lýsir þessum hremmingum vel. En nú er búið að laga vefinn og Eiríkur heldur sínu striki. Um tíma mátti Eiríkur svara fólki sem hringdi lon og don og taldi sig eiga fullan rétt á að komast inn á vefinn. En Eiríkur svaraði öllum á sama hátt: Ertu búinn að borga áskriftina? Hann hefur nú smíðað nýtt slagorð: Fréttir fyrir fólk, ný forsíða daglega í bráðum 12 ár. Frítt inn!
Fjölmiðlar Tölvuárásir Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira