Bjarni skipað 23 vinkonur í sendiherrastöður miðað við höfðatölu Bjarki Sigurðsson og Hólmfríður Gísladóttir skrifa 9. febrúar 2024 07:01 Úr Pallborðinu í gær. Frá vinstri: Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, og Nína Helgadóttir, teymisstjóri hjá Rauða krossinum. Vísir Heitar umræður sköpuðust um útlendingamál og stöðu fólks á Gasa, sem komið er með dvalarleyfi á Íslandi, í Pallborðinu á Vísi í gær. Samstaða náðist um fátt, fyrir utan að stytta þarf málsmeðferðartíma hjá hælisleitendum. Rætt var um álag á kerfið í heild sinni vegna fjölda hælisleitenda og flóttafólks. Nína Helgadóttir, teymisstjóri hjá Rauða krossinum, segir þennan hóp oft sagðan bera ábyrgð á álagi á kerfið, sem það geri ekki í raun. Til að mynda væri atvinnulífið að flytja fullt af erlendu vinnuafli hingað til lands. „Þessi hópur er að ósekju gerður að blóraböggli fyrir almenna álagið á kerfið. Teljum við að einhverju leyti. Móttaka flóttafólks skapar álag á afmarkaða hluta kerfisins eins og skólakerfin og slíkt. En það má líka setja það fram þannig að verklagið hérna við að taka á móti flóttafólki, það er kannski úr sér gengið,“ segir Nína. Hér fyrir neðan má sjá Pallborðið í heild sinni. Klippa: Pallborðið: Útlendingamálin í brennidepli Vilja bæði stytta málsmeðferðartímann Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, deildu hart en voru þó sammála um að það þyrfti að stytta málsmeðferðartíma hælisleitenda, þó af mismunandi ástæðum. „Arndís, sem er mjög áfram um að greiða leið þessa fólks inn til landsins almennt... Þá vill hún ekki að við einföldum kerfið, hún reynir að tala um að við séum alltaf að flækja það. Því einfaldleikinn í hennar huga er að hleypa þessu fólki inn. Þar erum við ekki sammála og við viljum reyna að færa málsmeðferðartímann, sérstaklega í þessum vafamálum sem eru fjölmörg, reyna að færa hann til miklu skemmri vegar svo þetta fólk fari út aftur,“ segir Jón. Vill ekki tala um hlutföll Jón nefndi ítrekað að Ísland tæki hlutfallslega á móti langflestum Palestínumönnum. Arndís gaf lítið fyrir þau rök. „Það er ofboðslega lítill fjöldi á bak við öll þessi hlutföll. Það var einhver brandari sem gekk á internetinu um það hversu margar vinkonur Bjarni Benediktsson hefði skipað í sendiherrastöður ef við færum miðað við höfðatölu. Mig minnir að það hafi verið 23 eða 28, sem sýnir fáránleikann í því að vera alltaf að tala um höfðatölu. Fólk kemur hingað því það telur sig geta fengið tækifæri. Breytingarnar sem er verið að gera á kerfinu snúast um það að fæla fólk frá,“ segir Arndís. Pallborðið Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Rætt var um álag á kerfið í heild sinni vegna fjölda hælisleitenda og flóttafólks. Nína Helgadóttir, teymisstjóri hjá Rauða krossinum, segir þennan hóp oft sagðan bera ábyrgð á álagi á kerfið, sem það geri ekki í raun. Til að mynda væri atvinnulífið að flytja fullt af erlendu vinnuafli hingað til lands. „Þessi hópur er að ósekju gerður að blóraböggli fyrir almenna álagið á kerfið. Teljum við að einhverju leyti. Móttaka flóttafólks skapar álag á afmarkaða hluta kerfisins eins og skólakerfin og slíkt. En það má líka setja það fram þannig að verklagið hérna við að taka á móti flóttafólki, það er kannski úr sér gengið,“ segir Nína. Hér fyrir neðan má sjá Pallborðið í heild sinni. Klippa: Pallborðið: Útlendingamálin í brennidepli Vilja bæði stytta málsmeðferðartímann Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, deildu hart en voru þó sammála um að það þyrfti að stytta málsmeðferðartíma hælisleitenda, þó af mismunandi ástæðum. „Arndís, sem er mjög áfram um að greiða leið þessa fólks inn til landsins almennt... Þá vill hún ekki að við einföldum kerfið, hún reynir að tala um að við séum alltaf að flækja það. Því einfaldleikinn í hennar huga er að hleypa þessu fólki inn. Þar erum við ekki sammála og við viljum reyna að færa málsmeðferðartímann, sérstaklega í þessum vafamálum sem eru fjölmörg, reyna að færa hann til miklu skemmri vegar svo þetta fólk fari út aftur,“ segir Jón. Vill ekki tala um hlutföll Jón nefndi ítrekað að Ísland tæki hlutfallslega á móti langflestum Palestínumönnum. Arndís gaf lítið fyrir þau rök. „Það er ofboðslega lítill fjöldi á bak við öll þessi hlutföll. Það var einhver brandari sem gekk á internetinu um það hversu margar vinkonur Bjarni Benediktsson hefði skipað í sendiherrastöður ef við færum miðað við höfðatölu. Mig minnir að það hafi verið 23 eða 28, sem sýnir fáránleikann í því að vera alltaf að tala um höfðatölu. Fólk kemur hingað því það telur sig geta fengið tækifæri. Breytingarnar sem er verið að gera á kerfinu snúast um það að fæla fólk frá,“ segir Arndís.
Pallborðið Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira