Tökum höndum saman í baráttunni gegn krabbameinum Hulda Hjálmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2024 11:31 Fyrir 22 árum sat ég fyrir framan Guðmund lækni þar sem hann tilkynnti mér að ástæðan fyrir slappleika mínum og veikindum væri hvítblæði. Mín fyrsta hugsun á var að ég myndi missa hárið en svo varð ég hrædd við að deyja og sorgmædd að mögulega myndi ég aldrei verða gömul. En hér stend ég svo sannarlega á lífi eftir erfiða og krefjandi meðferð sem ég get ekki þakkað nógu mikið fyrir. Það hafa verið ýmsar áskoranir sem ég hef þurft að takast á við í kjölfar krabbameinsmeðferðarinnar það er svokallaðar síðbúnar afleiðingar. Í mínu tilviki var birtingarmynd þeirra minnisörðuleikar vegna tíðra svæfinga, námsörðuleikar og mikill kvíði. Á sínum tíma var þetta lítið þekkt og fá úrræði til að hjálpa manni að takst á við lífið eftir krabbameinsmeðferð með öllum þeim áskorunum sem því fylgir. Þótt ég ætli ekki að gera lítið úr minni eigin reynslu en þá hef ég fengið að kynnast því í gegnum störf mín hjá Kraft, stuðningsfélagi hvað síðbúnar afleiðingar geta verið alvarlegar og skerðandi fyrir lífsgæði fólks . Hér áður fyrr var fókusinn á að bjarga mannslífum þegar fólk greindist með krabbamein en í dag með bættum lyfjum og meiri vitneskju á meðferð við krabbameinum er sífellt stærri hópur sem lifir eftir krabbamein. Fjöldi þeirri sem að læknast eða lifa lengi með krabbamein eykst því stöðugt og þurfum við að hjálpa þessum hópi að lifa með síðbúnum afleiðingum meðferðarinnar og tryggja heilbrigðisþjónustu sem getur sinnt þessum vaxandi hópi. En reiknað er með því að lifendur verði tæplega 23.000 árið 2030 og er ört vaxandi hópur, sem betur fer. Þótt að margt hafi breyst á þessum 22 árum þar sem vitneskja um síðbúnar afleiðingar hefur aukist til muna og endurhæfingarúrræði fyrir krabbameinsgreinda hefur stórbatnað er ljóst að enn er langt í land varðandi viðeigandi eftirfylgni varðandi síðbúnar afleiðingar og að heilbrigðiskerfið getið þjónustað og annað þessum mikla fjölda sem lifir eftir krabbamein Á Alþjóðdegi gegn krabbameinum vakti landlæknir einmitt athygli á þeim áskorunum sem stöndum frammi fyrir varðandi fjölgun þeirra sem að greinast með krabbamein og þeirra sem að læknast. En samkvæmt nýjustu tölum frá Krabbameinsfélaginu mun aukning á greiningum krabbameina aukast um ríflega 50% til ársins 2040 eða um 3000 manns munu greinast til samanburðar við þá 1900 sem greindust árið 2022. Í ljósi þessara staðreynda skiptir miklu máli að heilbrigðisyfirvöld móti sér skýra stefnu og aðgerðaáætlun í þessum málaflokki. Fyrsta skrefið að mínu mati er að við séum með öfluga og virka krabbameinsáætlun að leiðarljósi. Krabbameinsáætlun er aðgerðaráætlun stjórnvalda í málaflokknum og skiptir máli að aðgerðirnar séu samhæfðar og markvissar til að árangur náist. Því er mjög ánægjulegt að sú vinna sé hafinn innan heilbrigðisráðuneytisins með spítalanum og viðeigandi hugsmunasamtökum. Miklu máli skiptir að allir hagsmunaaðilar stilli saman strengi og úr verði leiðarvísir hvernig við getum með bestum hætti mætt þörfum ört stækkandi hóps krabbameinsgreindra. Kraftur á fulltrúa í umræddum vinnuhóp og munum við leggja okkur fram við að tekið verði tillit til sjónarmiða og áskorana sem ungt fólks sem greinst hefur með krabbamein stendur frammi fyrir. Jafnframt undirstrika ég þá miklu þörf að stærra húsnæði verði tryggt fyrir dagdeild blóð- og krabbameinslækninga sem er fyrir löngu búinn að sprengja utan af sér sem Krabbameinsfélagið hefur margoft vakið athygli á og hversu brýnt sé að bregðast við hið fyrsta. Það er hagsmunamál fyrir okkur öll að við náum árangri í þessum mikilvæga málaflokki. Krabbamein er því miður eitthvað sem alltof margir þekkja af eigin raun eða sem aðstandendur. En einn af hverjum þremur greinist með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni og gera má ráð fyrir að hinir tveir verði aðstandendur. Þetta varðar því okkur öll og nú er nauðsyn að við tökum höndum saman í baráttunni gegn krabbameinum. Höfundur er framkvæmdastjóri Kraft. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir 22 árum sat ég fyrir framan Guðmund lækni þar sem hann tilkynnti mér að ástæðan fyrir slappleika mínum og veikindum væri hvítblæði. Mín fyrsta hugsun á var að ég myndi missa hárið en svo varð ég hrædd við að deyja og sorgmædd að mögulega myndi ég aldrei verða gömul. En hér stend ég svo sannarlega á lífi eftir erfiða og krefjandi meðferð sem ég get ekki þakkað nógu mikið fyrir. Það hafa verið ýmsar áskoranir sem ég hef þurft að takast á við í kjölfar krabbameinsmeðferðarinnar það er svokallaðar síðbúnar afleiðingar. Í mínu tilviki var birtingarmynd þeirra minnisörðuleikar vegna tíðra svæfinga, námsörðuleikar og mikill kvíði. Á sínum tíma var þetta lítið þekkt og fá úrræði til að hjálpa manni að takst á við lífið eftir krabbameinsmeðferð með öllum þeim áskorunum sem því fylgir. Þótt ég ætli ekki að gera lítið úr minni eigin reynslu en þá hef ég fengið að kynnast því í gegnum störf mín hjá Kraft, stuðningsfélagi hvað síðbúnar afleiðingar geta verið alvarlegar og skerðandi fyrir lífsgæði fólks . Hér áður fyrr var fókusinn á að bjarga mannslífum þegar fólk greindist með krabbamein en í dag með bættum lyfjum og meiri vitneskju á meðferð við krabbameinum er sífellt stærri hópur sem lifir eftir krabbamein. Fjöldi þeirri sem að læknast eða lifa lengi með krabbamein eykst því stöðugt og þurfum við að hjálpa þessum hópi að lifa með síðbúnum afleiðingum meðferðarinnar og tryggja heilbrigðisþjónustu sem getur sinnt þessum vaxandi hópi. En reiknað er með því að lifendur verði tæplega 23.000 árið 2030 og er ört vaxandi hópur, sem betur fer. Þótt að margt hafi breyst á þessum 22 árum þar sem vitneskja um síðbúnar afleiðingar hefur aukist til muna og endurhæfingarúrræði fyrir krabbameinsgreinda hefur stórbatnað er ljóst að enn er langt í land varðandi viðeigandi eftirfylgni varðandi síðbúnar afleiðingar og að heilbrigðiskerfið getið þjónustað og annað þessum mikla fjölda sem lifir eftir krabbamein Á Alþjóðdegi gegn krabbameinum vakti landlæknir einmitt athygli á þeim áskorunum sem stöndum frammi fyrir varðandi fjölgun þeirra sem að greinast með krabbamein og þeirra sem að læknast. En samkvæmt nýjustu tölum frá Krabbameinsfélaginu mun aukning á greiningum krabbameina aukast um ríflega 50% til ársins 2040 eða um 3000 manns munu greinast til samanburðar við þá 1900 sem greindust árið 2022. Í ljósi þessara staðreynda skiptir miklu máli að heilbrigðisyfirvöld móti sér skýra stefnu og aðgerðaáætlun í þessum málaflokki. Fyrsta skrefið að mínu mati er að við séum með öfluga og virka krabbameinsáætlun að leiðarljósi. Krabbameinsáætlun er aðgerðaráætlun stjórnvalda í málaflokknum og skiptir máli að aðgerðirnar séu samhæfðar og markvissar til að árangur náist. Því er mjög ánægjulegt að sú vinna sé hafinn innan heilbrigðisráðuneytisins með spítalanum og viðeigandi hugsmunasamtökum. Miklu máli skiptir að allir hagsmunaaðilar stilli saman strengi og úr verði leiðarvísir hvernig við getum með bestum hætti mætt þörfum ört stækkandi hóps krabbameinsgreindra. Kraftur á fulltrúa í umræddum vinnuhóp og munum við leggja okkur fram við að tekið verði tillit til sjónarmiða og áskorana sem ungt fólks sem greinst hefur með krabbamein stendur frammi fyrir. Jafnframt undirstrika ég þá miklu þörf að stærra húsnæði verði tryggt fyrir dagdeild blóð- og krabbameinslækninga sem er fyrir löngu búinn að sprengja utan af sér sem Krabbameinsfélagið hefur margoft vakið athygli á og hversu brýnt sé að bregðast við hið fyrsta. Það er hagsmunamál fyrir okkur öll að við náum árangri í þessum mikilvæga málaflokki. Krabbamein er því miður eitthvað sem alltof margir þekkja af eigin raun eða sem aðstandendur. En einn af hverjum þremur greinist með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni og gera má ráð fyrir að hinir tveir verði aðstandendur. Þetta varðar því okkur öll og nú er nauðsyn að við tökum höndum saman í baráttunni gegn krabbameinum. Höfundur er framkvæmdastjóri Kraft.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar