Fólk slökkvi á rafmagnsofnum meðan önnur orkufrek raftæki eru notuð Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. febrúar 2024 18:16 Upplýsingafundur Almannavarna vegna stöðunnar á Suðurnesjum fór fram í dag. Vísir/Ívar Fannar Vonast er til þess að rafmagn og heitt vatn verði komið aftur á öll Suðurnes eftir viku. Unnið er að því að byggja nýja heitavatnslögn eftir að hraun flæddi yfir hjáveitulögn í núliðnu eldgosi. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna sem fór fram klukkan fimm. Á fundinum komu fram Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- orku- og loftlagsráðherra, Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS Orku og Páll Erland forstjóri HS Veitna. Eftir að í ljós kom að hjáveitulögn meðfram Njarðvíkuræðinni fór í sundur undir miðju hrauni í gærkvöldi var ljóst að afleiðingar fyrir íbúa á Reykjanesinu yrðu miklar á næstu dögum. Á fundinum var farið yfir stöðuna, hvað verið er að gera og hvað er fram undan. Hjördís benti á nýtt þjónustuver vegna ástandsins á Suðurnesjum, hægt er að hringja í síma 444 2590 vakni spurningar um heitavatnsleysið. Páll Erland forstjóri HS Veitna sagði svörtustu sviðsmyndina hafa ræst þegar heitt vatn fór af öllum Suðurnesjum vegna hamfaranna, og það þegar kuldatíð gengur yfir. Hann brýndi mikilvægi þess að íbúar Suðurnesja haldi samtakamættinum áfram og reyni að komast hjá því að nota heimilistæki sem noti mikið rafmagn. Mikilvægast sé að fólk hlaði rafbíla sína ekki á heimilinu heldur frekar á hleðslustöðvum sem opnar eru almenningi. Á vef Almannavarna hafa upplýsingar um ástandið og fyrirmæli um notkun rafmagns á Suðurnesjum verið birt. Í spurningatíma í lok fundarins spurði Margrét Björk fréttamaður okkar hve lengi búast má við að ástandið vari. Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS orku sagði líklegt að ástandið myndi vara um viku. Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri Almannavarna gaf þó þann fyrirvara að ekki væri hægt að fullyrða um það. Fréttin hefur verið uppfærð. Grindavík Almannavarnir Orkumál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna sem fór fram klukkan fimm. Á fundinum komu fram Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- orku- og loftlagsráðherra, Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS Orku og Páll Erland forstjóri HS Veitna. Eftir að í ljós kom að hjáveitulögn meðfram Njarðvíkuræðinni fór í sundur undir miðju hrauni í gærkvöldi var ljóst að afleiðingar fyrir íbúa á Reykjanesinu yrðu miklar á næstu dögum. Á fundinum var farið yfir stöðuna, hvað verið er að gera og hvað er fram undan. Hjördís benti á nýtt þjónustuver vegna ástandsins á Suðurnesjum, hægt er að hringja í síma 444 2590 vakni spurningar um heitavatnsleysið. Páll Erland forstjóri HS Veitna sagði svörtustu sviðsmyndina hafa ræst þegar heitt vatn fór af öllum Suðurnesjum vegna hamfaranna, og það þegar kuldatíð gengur yfir. Hann brýndi mikilvægi þess að íbúar Suðurnesja haldi samtakamættinum áfram og reyni að komast hjá því að nota heimilistæki sem noti mikið rafmagn. Mikilvægast sé að fólk hlaði rafbíla sína ekki á heimilinu heldur frekar á hleðslustöðvum sem opnar eru almenningi. Á vef Almannavarna hafa upplýsingar um ástandið og fyrirmæli um notkun rafmagns á Suðurnesjum verið birt. Í spurningatíma í lok fundarins spurði Margrét Björk fréttamaður okkar hve lengi búast má við að ástandið vari. Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS orku sagði líklegt að ástandið myndi vara um viku. Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri Almannavarna gaf þó þann fyrirvara að ekki væri hægt að fullyrða um það. Fréttin hefur verið uppfærð.
Grindavík Almannavarnir Orkumál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira