Enn án sigurs og gætu slegið martraðarmet Derby Sindri Sverrisson skrifar 12. febrúar 2024 14:31 Almería var til að mynda nálægt því að taka stig gegn toppliði Real Madrid en tapaði 3-2 eftir að hafa verið 2-0 yfir í hálfleik. Getty/Guillermo Martinez Ekkert lið í nokkurri af fimm bestu deildum Evrópu í fótbolta hefur átt eins skelfilega leiktíð og enska liðið Derby veturinn 2007-08. Það gæti hins vegar verið að breytast. Spænska liðið Almeria hefur nefnilega ekki enn unnið sigur í spænsku deildinni á þessari leiktíð, í 23 leikjum. Liðið er aðeins með sex stig og ef fram heldur sem horfir mun Almeria slá met Derby sem fékk aðeins ellefu stig í ensku úrvalsdeildinni á sínum tíma. Almeria fær nýtt tækifæri í kvöld til að landa sigri, þegar liðið tekur á móti Athletic Bilbao. Það er í raun merkilegt hve liðinu hefur vegnað illa miðað við frammistöðu liðsins í leikjum, sérstaklega gegn toppliðunum. Almeria komst til dæmis í 2-0 gegn Real Madrid en tapaði á marki á níundu mínútu uppbótartíma, eftir tvö mörk sem dæmd voru gild eftir skoðun á skjá. Liðið var einnig nálægt því að taka stig gegn Barcelona og Atlético Madrid. Ef horft væri til væntra marka (e. expected goals) þá ætti Almeria ekki einu sinni að vera í fallsæti, en liðið hefur farið svo illa með færin sín og fengið svo klaufaleg mörk á sig að það er heilum fjórtán stigum frá næsta örugga sæti. Almeria vann sig upp í efstu deild árið 2022 og forðaði sér frá falli á síðasta tímabili með því að gera 3-3 jafntefli við Espanyol í lokaumferðinni. Töpuðu gegn D-deildarliði í bikarnum Þjálfarinn Rubi hætti hins vegar óvænt eftir tímabilið og nýi þjálfarinn Vicente Moreno entist aðeins í sjö leiki áður en sádi-arabíski eigandinn Turki Al-Sheikh fékk nóg og rak hann. Þá var Almeria aðeins með tvö stig. Alberto Lasarte, þjálfari ungmennaliðsins, stýrði Almeria í einum leik og komst liðið þá í 3-0 gegn Granada, eftir þrennu framherjans Luis Suarez, en Granada jafnaði metin og Suarez meiddist og missti af næstu þremur mánuðum. Gaizka Garitano var svo ráðinn þjálfari liðsins í október og er enn við stjórnvölinn, en enn án sigurs. Liðið tapaði fyrstu sex leikjunum undir hans stjórn en mesta niðurlægingin var sjálfsagt 1-0 tapið gegn D-deildarliði Barbastro í bikarnum í desember. Eftir þrjá tapleiki í röð er erfitt að sjá að Almería rétti úr kútnum en nái liðið að landa sex stigum til viðbótar tekst því þó að minnsta kosti að forðast að bæta sextán ára gamalt martraðarmet Derby. Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira
Spænska liðið Almeria hefur nefnilega ekki enn unnið sigur í spænsku deildinni á þessari leiktíð, í 23 leikjum. Liðið er aðeins með sex stig og ef fram heldur sem horfir mun Almeria slá met Derby sem fékk aðeins ellefu stig í ensku úrvalsdeildinni á sínum tíma. Almeria fær nýtt tækifæri í kvöld til að landa sigri, þegar liðið tekur á móti Athletic Bilbao. Það er í raun merkilegt hve liðinu hefur vegnað illa miðað við frammistöðu liðsins í leikjum, sérstaklega gegn toppliðunum. Almeria komst til dæmis í 2-0 gegn Real Madrid en tapaði á marki á níundu mínútu uppbótartíma, eftir tvö mörk sem dæmd voru gild eftir skoðun á skjá. Liðið var einnig nálægt því að taka stig gegn Barcelona og Atlético Madrid. Ef horft væri til væntra marka (e. expected goals) þá ætti Almeria ekki einu sinni að vera í fallsæti, en liðið hefur farið svo illa með færin sín og fengið svo klaufaleg mörk á sig að það er heilum fjórtán stigum frá næsta örugga sæti. Almeria vann sig upp í efstu deild árið 2022 og forðaði sér frá falli á síðasta tímabili með því að gera 3-3 jafntefli við Espanyol í lokaumferðinni. Töpuðu gegn D-deildarliði í bikarnum Þjálfarinn Rubi hætti hins vegar óvænt eftir tímabilið og nýi þjálfarinn Vicente Moreno entist aðeins í sjö leiki áður en sádi-arabíski eigandinn Turki Al-Sheikh fékk nóg og rak hann. Þá var Almeria aðeins með tvö stig. Alberto Lasarte, þjálfari ungmennaliðsins, stýrði Almeria í einum leik og komst liðið þá í 3-0 gegn Granada, eftir þrennu framherjans Luis Suarez, en Granada jafnaði metin og Suarez meiddist og missti af næstu þremur mánuðum. Gaizka Garitano var svo ráðinn þjálfari liðsins í október og er enn við stjórnvölinn, en enn án sigurs. Liðið tapaði fyrstu sex leikjunum undir hans stjórn en mesta niðurlægingin var sjálfsagt 1-0 tapið gegn D-deildarliði Barbastro í bikarnum í desember. Eftir þrjá tapleiki í röð er erfitt að sjá að Almería rétti úr kútnum en nái liðið að landa sex stigum til viðbótar tekst því þó að minnsta kosti að forðast að bæta sextán ára gamalt martraðarmet Derby.
Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira