Garðabær og ásýnd spillingar Harpa Þorsteinsdóttir og Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifa 13. febrúar 2024 10:31 Á bæjarstjórnarfundi 1. febrúar síðastliðinn samþykkti bæjarstjórn Garðabæjar að ráða Lúðvík Örn Steinarsson í stöðu sviðsstjóra fjármála og stjórnsýslu. Hann verður því einn æðsti embættismaður sveitarfélagsins. Um ráðninguna hefur verið fjallað í fjölmiðlum, en kannski sérstaklega þá staðreynd að minnihlutinn í heild sinni taldi sig ekki geta samþykkt hana. Við, bæjarfulltrúar Garðabæjarlistans, höfum farið varlega í að draga hæfni þess einstaklings sem um ræðir í efa. Hann mun að öllum líkindum standa sig vel í starfi, enda var hann metinn hæfur. Það sem er okkur hins vegar hjartans mál er að traust íbúa til stjórnsýslunnar sé með hæsta móti, og enn frekar að það sé hafið yfir allan vafa að pólitískir hagsmunir ráði ekki för við ráðningu í eitt æðsta embætti Garðabæjar. Í þessu tilviki kom það í hlut formanns bæjarráðs, þeirrar sem skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, að meta einstakling sem gegnir trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, er formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins, situr fyrir hönd Sjálfstæðisflokks í skipulagsnefnd ásamt því að vera mjög tengdur bæjarstjóra. Bæjarráð var aldrei upplýst formlega um það hver þessi tengsl voru. Á bæjarstjórnarfundi kom svo í ljós að gert var ráð fyrir því að allir bæjarfulltrúar þekktu alla á umsækjendalistanum eða myndu gera sér far um að afla upplýsinga um þau á vefnum, samfélagsmiðlum eða eftir öðrum leiðum. Það er algjörlega ljóst að pólitískir hagsmunir og tengingar geta skapað ásýnd sem grefur undan trausti á einstaklingi, starfsgrein eða ferli. Við teljum að hægt hefði verið að draga úr átökum með sannprófun eða mati þriðja aðila og auknu gagnsæi á síðasta þriðjungi ráðningarferlisins, t.d. að fjölskipaðri nefnd yrði falið að velja á milli tveggja jafnhæfra einstaklinga. Í það minnsta hefði okkur þótt viðeigandi að formaður bæjarráðs hefði borið ábyrgð á því að greina að fullu frá þeim hagsmunum sem gætu orkað tvímælis við framkvæmd ráðningar. Við ráðninguna og framkvæmdina alla var augljóslega litið fram hjá því hvernig þetta lítur út fyrir hinn almenna íbúa, eða að minnsta kosti þá íbúa sem eru ekki inni í Sjálfstæðisbúbblunni í Garðabæ. Við trúum því alveg að sú sem stóð frammi fyrir að velja á milli tveggja jafnhæfra einstaklinga hafi talið sig geta sinnt skyldum sínum á hlutlausan hátt. Það kemur því (miður) í okkar hlut að benda á hið augljósa: Hér eru fyrir hendi aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni formanns bæjarráðs í efa. Í besta falli er hér um að ræða ásýnd spillingar. Eitt er þó skýrt og það er skortur fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á þeim eiginleika að geta sett sig í spor fólks sem tilheyrir ekki valdaklíku bæjarins. Það endurspeglast í viðmóti þeirra og viðbrögðum við gagnrýni á vandræðalegu verklagi meirihlutans á lokametrunum við þessa mikilvægu ráðningu. Svona mál verður að vinna þannig að traust fólks til bæjarins aukist, en ekki öfugt. Garðbæingar eiga betra skilið. Höfundar eru bæjarfulltrúar Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Harpa Þorsteinsdóttir Þorbjörg Þorvaldsdóttir Garðabær Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Skoðun Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Sjá meira
Á bæjarstjórnarfundi 1. febrúar síðastliðinn samþykkti bæjarstjórn Garðabæjar að ráða Lúðvík Örn Steinarsson í stöðu sviðsstjóra fjármála og stjórnsýslu. Hann verður því einn æðsti embættismaður sveitarfélagsins. Um ráðninguna hefur verið fjallað í fjölmiðlum, en kannski sérstaklega þá staðreynd að minnihlutinn í heild sinni taldi sig ekki geta samþykkt hana. Við, bæjarfulltrúar Garðabæjarlistans, höfum farið varlega í að draga hæfni þess einstaklings sem um ræðir í efa. Hann mun að öllum líkindum standa sig vel í starfi, enda var hann metinn hæfur. Það sem er okkur hins vegar hjartans mál er að traust íbúa til stjórnsýslunnar sé með hæsta móti, og enn frekar að það sé hafið yfir allan vafa að pólitískir hagsmunir ráði ekki för við ráðningu í eitt æðsta embætti Garðabæjar. Í þessu tilviki kom það í hlut formanns bæjarráðs, þeirrar sem skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, að meta einstakling sem gegnir trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, er formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins, situr fyrir hönd Sjálfstæðisflokks í skipulagsnefnd ásamt því að vera mjög tengdur bæjarstjóra. Bæjarráð var aldrei upplýst formlega um það hver þessi tengsl voru. Á bæjarstjórnarfundi kom svo í ljós að gert var ráð fyrir því að allir bæjarfulltrúar þekktu alla á umsækjendalistanum eða myndu gera sér far um að afla upplýsinga um þau á vefnum, samfélagsmiðlum eða eftir öðrum leiðum. Það er algjörlega ljóst að pólitískir hagsmunir og tengingar geta skapað ásýnd sem grefur undan trausti á einstaklingi, starfsgrein eða ferli. Við teljum að hægt hefði verið að draga úr átökum með sannprófun eða mati þriðja aðila og auknu gagnsæi á síðasta þriðjungi ráðningarferlisins, t.d. að fjölskipaðri nefnd yrði falið að velja á milli tveggja jafnhæfra einstaklinga. Í það minnsta hefði okkur þótt viðeigandi að formaður bæjarráðs hefði borið ábyrgð á því að greina að fullu frá þeim hagsmunum sem gætu orkað tvímælis við framkvæmd ráðningar. Við ráðninguna og framkvæmdina alla var augljóslega litið fram hjá því hvernig þetta lítur út fyrir hinn almenna íbúa, eða að minnsta kosti þá íbúa sem eru ekki inni í Sjálfstæðisbúbblunni í Garðabæ. Við trúum því alveg að sú sem stóð frammi fyrir að velja á milli tveggja jafnhæfra einstaklinga hafi talið sig geta sinnt skyldum sínum á hlutlausan hátt. Það kemur því (miður) í okkar hlut að benda á hið augljósa: Hér eru fyrir hendi aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni formanns bæjarráðs í efa. Í besta falli er hér um að ræða ásýnd spillingar. Eitt er þó skýrt og það er skortur fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á þeim eiginleika að geta sett sig í spor fólks sem tilheyrir ekki valdaklíku bæjarins. Það endurspeglast í viðmóti þeirra og viðbrögðum við gagnrýni á vandræðalegu verklagi meirihlutans á lokametrunum við þessa mikilvægu ráðningu. Svona mál verður að vinna þannig að traust fólks til bæjarins aukist, en ekki öfugt. Garðbæingar eiga betra skilið. Höfundar eru bæjarfulltrúar Garðabæjarlistans.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun