Jon Stewart snýr aftur: „Hvað erum við að gera?“ Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2024 11:25 Jon Stewart hóf fyrsta þátt sinn á því að útskýra af hverju hann hefði snúið aftur. Sjónvarpsmaðurinn Jon Stewart sneri aftur í sett The Daily Show í gærkvöldi, í fyrsta sinn frá því hann hætti árið 2015. Fyrir það hafði hann og rithöfundar hans á sextán árum gert þáttinn að ákveðnu stórveldi á sviði pólitískrar satíru. Tilkynnt var í síðasta mánuði að Stewart myndi stýra þáttunum á mánudögum, fram að forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem fara fram í nóvember og kemur hann einnig að því að framleiða þættina. Eftir að hann hætti tók Trevor Noah við stjórn Daily Show. Noah hætti svo í desember og síðan þá hafa fjölmargir gestastjórnendur haldið á spöðunum á þáttunum. Stewart hóf fyrsta þátt sinn á því að útskýra af hverju hann hefði snúið aftur. Hann sagðist hafa framið mikið af glæpum á undanförnum árum og honum skildist að þáttastjórnendur fengju friðhelgi. Þá sagðist hann ætla að tala um margt á árinu, eins og kosningarnar, Kína, gervigreind og svo mögulega einhver „létt mál“ eins og málefni Ísrael og Palestínu. Stewart byrjaði á því að ræða undarlegar samsæriskenningar hægri manna vestanhafs um Super Bowl og Taylor Swift, áður en hann skaut sér í að ræða kosningarnar og þá Joe Biden og Donald Trump. Fjallaði hann meðal annars um aldur þeirra og vitsmuni, eins og mikið hefur verið rætt um á undanförnum vikum. Samhliða því gerði Stewart einnig grín að sjálfum sér og aldri sínum. Meðal þeirra sem störfuðu fyrir Stewart í Daily Show í gegnum árin voru Stephen Colbert, John Oliver, Steve Carell, Ed Helms, Jessica Williams, Samantha Bee og Hasan Minhaj. Stewart var einnig með innslag með núverandi starfsmönnum þáttarins, þar sem þau gerðu grín að kosningaumfjöllun bandarískra fjölmiðla. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Bíó og sjónvarp Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Fleiri fréttir „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Sjá meira
Tilkynnt var í síðasta mánuði að Stewart myndi stýra þáttunum á mánudögum, fram að forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem fara fram í nóvember og kemur hann einnig að því að framleiða þættina. Eftir að hann hætti tók Trevor Noah við stjórn Daily Show. Noah hætti svo í desember og síðan þá hafa fjölmargir gestastjórnendur haldið á spöðunum á þáttunum. Stewart hóf fyrsta þátt sinn á því að útskýra af hverju hann hefði snúið aftur. Hann sagðist hafa framið mikið af glæpum á undanförnum árum og honum skildist að þáttastjórnendur fengju friðhelgi. Þá sagðist hann ætla að tala um margt á árinu, eins og kosningarnar, Kína, gervigreind og svo mögulega einhver „létt mál“ eins og málefni Ísrael og Palestínu. Stewart byrjaði á því að ræða undarlegar samsæriskenningar hægri manna vestanhafs um Super Bowl og Taylor Swift, áður en hann skaut sér í að ræða kosningarnar og þá Joe Biden og Donald Trump. Fjallaði hann meðal annars um aldur þeirra og vitsmuni, eins og mikið hefur verið rætt um á undanförnum vikum. Samhliða því gerði Stewart einnig grín að sjálfum sér og aldri sínum. Meðal þeirra sem störfuðu fyrir Stewart í Daily Show í gegnum árin voru Stephen Colbert, John Oliver, Steve Carell, Ed Helms, Jessica Williams, Samantha Bee og Hasan Minhaj. Stewart var einnig með innslag með núverandi starfsmönnum þáttarins, þar sem þau gerðu grín að kosningaumfjöllun bandarískra fjölmiðla.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Bíó og sjónvarp Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Fleiri fréttir „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Sjá meira