Ekkert alvöru inngrip í frumvarpi um Airbnb Bjarki Sigurðsson skrifar 13. febrúar 2024 11:20 Dagbjört Hákonardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, vill að frumvarpið verði afturvirkt. Vísir Þingmaður segir frumvarp ráðherra um Airbnb íbúðir ekki leiðrétta þá vondu þróun sem hefur átt sér stað á fasteignamarkaði. Löggjafin verði að stíga lengra inn því annars er inngripið lítið sem ekkert til skamms tíma. Í gær mælti viðskiptaráðherra Lilja Alfreðsdóttir fyrir frumvarpi sem snýr að breytingum á lögum sem varða íbúðir í íbúðabyggð sem leigðar eru út í skammtímaleigu allan ársins hring, oft á vefsíðum á borð við Airbnb. Fari frumvarpið í gegn verður rekstrarleyfisskyld gististarfsemi að vera í atvinnuhúsnæði, en ekki íbúðarhúsnæði. Klippa: Bítið - Ósátt við Airbnb frumvarp Lilju Frumvarpið er hluti af mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar til að mæta eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði, meðal annars vegna Grindvíkinga sem margir leita sér nú að íbúðum. Ekki afturvirkt Dagbjört Hákonardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, ræddi þetta frumvarp í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún fagnar því að það eigi að taka á þessu máli. „Síðan sjáum við þetta frumvarp í gær. Þá tekur þetta frumvarp ekki til þeirra leyfa sem hafa verið gefin á markaði. Það er tekur bara til nýrra. Nota bene, fram að því að lögin verða samþykkt, sem við vitum ekkert hvenær verður. Nú er brunaútsala á því að fólk geti keypt sér íbúðir á kjörum og óska eftir leyfum. Fengið þá í rauninni útgefið leyfi fyrir heimagistingu eins og um venjulega íbúð sé að ræða,“ segir Dagbjört. Vill ganga lengra Því munu einnig engar íbúðir losna við samþykkt frumvarpsins. Þeir sem reka þessar íbúðir í dag munu ekki missa leyfi sitt til þess. „Af hverju er ekki verið að taka skrefið til fulls og gera lögin þannig úr garði gerð að þau geti falið í sér eitthvað alvöru inngrip inn í þessa þróun? Leiðrétting á því sem hefur átt sér stað, þar er vísað til þess að það megi ekki skerða stjórnarskrárvarin réttindi þeirra sem eru nú þegar á markaði. Þá langar mig að koma inn á það að löggjafinn, Alþingi, hefur bara mjög ríkar heimildir til þess að stíga inn og segja, við viljum gera leiðréttingar á þessu sviði,“ segir Dagbjört. Fasteignamarkaður Airbnb Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bítið Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Í gær mælti viðskiptaráðherra Lilja Alfreðsdóttir fyrir frumvarpi sem snýr að breytingum á lögum sem varða íbúðir í íbúðabyggð sem leigðar eru út í skammtímaleigu allan ársins hring, oft á vefsíðum á borð við Airbnb. Fari frumvarpið í gegn verður rekstrarleyfisskyld gististarfsemi að vera í atvinnuhúsnæði, en ekki íbúðarhúsnæði. Klippa: Bítið - Ósátt við Airbnb frumvarp Lilju Frumvarpið er hluti af mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar til að mæta eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði, meðal annars vegna Grindvíkinga sem margir leita sér nú að íbúðum. Ekki afturvirkt Dagbjört Hákonardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, ræddi þetta frumvarp í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún fagnar því að það eigi að taka á þessu máli. „Síðan sjáum við þetta frumvarp í gær. Þá tekur þetta frumvarp ekki til þeirra leyfa sem hafa verið gefin á markaði. Það er tekur bara til nýrra. Nota bene, fram að því að lögin verða samþykkt, sem við vitum ekkert hvenær verður. Nú er brunaútsala á því að fólk geti keypt sér íbúðir á kjörum og óska eftir leyfum. Fengið þá í rauninni útgefið leyfi fyrir heimagistingu eins og um venjulega íbúð sé að ræða,“ segir Dagbjört. Vill ganga lengra Því munu einnig engar íbúðir losna við samþykkt frumvarpsins. Þeir sem reka þessar íbúðir í dag munu ekki missa leyfi sitt til þess. „Af hverju er ekki verið að taka skrefið til fulls og gera lögin þannig úr garði gerð að þau geti falið í sér eitthvað alvöru inngrip inn í þessa þróun? Leiðrétting á því sem hefur átt sér stað, þar er vísað til þess að það megi ekki skerða stjórnarskrárvarin réttindi þeirra sem eru nú þegar á markaði. Þá langar mig að koma inn á það að löggjafinn, Alþingi, hefur bara mjög ríkar heimildir til þess að stíga inn og segja, við viljum gera leiðréttingar á þessu sviði,“ segir Dagbjört.
Fasteignamarkaður Airbnb Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bítið Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira