Kröfur fjármálaráðherra – ekki Óbyggðanefndar Páll Magnússon skrifar 13. febrúar 2024 19:00 Nú liggur það fyrir í viðtali á mbl.is í dag að fjármálaráðherra ætlar halda til streitu kröfu um að Vestmannaeyjabær afhendi ríkinu stóran hluta Heimaeyjar og allar úteyjarnar. Þessi kröfugerð varð ekki til hjá Óbyggðanefnd, eins og ráðherrann gefur til kynna, heldur í fjármálaráðuneytinu undir forræði ráðherrans. Ráðherrann gefur ekki mikið fyrir viðbrögð bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gær: „Þannig að þau sjónarmið sem þarna koma fram hafa komið fram hjá bændum… í meira en tuttugu ár“. Þetta lýsir nú ekki djúpum skilningi á málinu. Í fyrsta lagi deildu bændur aðallega við ríkið um eignarrétt á afréttum uppi á hálendi í óbyggðum Íslands. Þar er engu saman að jafna við 13 ferkílómetra þéttbýla eyju þar sem búa 4,600 manns. Krafa fjármálaráðherra nær m.a. yfir land þar sem núna standa yfir framkvæmdir upp á milljarðatugi í landeldi á laxi. Í öðru lagi liggur fyrir þinglýstur eignarréttur Vestmannaeyjabæjar á öllu þessu landi. Ríkið seldi Vestmannaeyjabæ þetta land á grundvelli sérstakra laga þar um 1960. Undir afsalið af hálfu ríkisins rituðu Bjarni Benediktsson, eldri, þáverandi dómsmálaráðherra, og Ingólfur Jónsson, þáverandi landbúnaðarráðherra, í águst 1960. Við þetta skapaðist stjórnarskrárvarinn eignarréttur Vestmannaeyjabæjar á þessu landi. Fjármálaráðherra segir í viðtalinu á mbl: „Ólíkir stjórnmálaflokkar hafa haft ólíkar skoðanir á því og kemur kannski ekki á óvart að Sjálfstæðisflokkurinn hefur almennt verið eignarréttarmegin.“ Einmitt. Þeim mun meira kemur það á óvart að varaformaður Sjálfstæðisflokksins skuli nú ætla að reka mál af hörku í því skyni að fá hnekkt þeim eignarrétti sem fyrrnefndir foringjar Sjálfstæðisflokksins afsöluðu Vestmannaeyjabæ 1960. Annars má draga svör fjármálaráðherra saman í fjögur orð: Þetta er bara svona. Svör þáverandi forsætisráðherra, sem bæjarstjórn Vestmannaeyja vitnaði til í gær í sambandi við skattlagningu blaðburðarbarna, voru líka fjögur orð: Svona gerir maður ekki. Fyrrtalda svarið gæti hafa komið frá skrifstofumanni í ráðuneyti – en hið síðartalda kom frá pólitískum leiðtoga. Þegar síðartalda svarið var gefið var fylgi Sjálfstæðisflokksins um 40%. Nú þegar fyrrtalda svarið er gefið er fylgi Sjálfstæðisflokksins um 17%. Kannski er eitthvað samhengi þarna á milli. Þessi kröfugerð er að frumkvæði fjármálaráðherra og hennar ráðuneytis. Ekki Óbyggðanefndar. Ráðherrann ber ábyrgð á þessu máli. Ekki Óbyggðanefnd. Það er á valdi ráðherrans að afturkalla þessar fáheyrðu kröfur – vonandi ber hún gæfu til þess. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Magnússon Vestmannaeyjar Jarða- og lóðamál Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Nú liggur það fyrir í viðtali á mbl.is í dag að fjármálaráðherra ætlar halda til streitu kröfu um að Vestmannaeyjabær afhendi ríkinu stóran hluta Heimaeyjar og allar úteyjarnar. Þessi kröfugerð varð ekki til hjá Óbyggðanefnd, eins og ráðherrann gefur til kynna, heldur í fjármálaráðuneytinu undir forræði ráðherrans. Ráðherrann gefur ekki mikið fyrir viðbrögð bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gær: „Þannig að þau sjónarmið sem þarna koma fram hafa komið fram hjá bændum… í meira en tuttugu ár“. Þetta lýsir nú ekki djúpum skilningi á málinu. Í fyrsta lagi deildu bændur aðallega við ríkið um eignarrétt á afréttum uppi á hálendi í óbyggðum Íslands. Þar er engu saman að jafna við 13 ferkílómetra þéttbýla eyju þar sem búa 4,600 manns. Krafa fjármálaráðherra nær m.a. yfir land þar sem núna standa yfir framkvæmdir upp á milljarðatugi í landeldi á laxi. Í öðru lagi liggur fyrir þinglýstur eignarréttur Vestmannaeyjabæjar á öllu þessu landi. Ríkið seldi Vestmannaeyjabæ þetta land á grundvelli sérstakra laga þar um 1960. Undir afsalið af hálfu ríkisins rituðu Bjarni Benediktsson, eldri, þáverandi dómsmálaráðherra, og Ingólfur Jónsson, þáverandi landbúnaðarráðherra, í águst 1960. Við þetta skapaðist stjórnarskrárvarinn eignarréttur Vestmannaeyjabæjar á þessu landi. Fjármálaráðherra segir í viðtalinu á mbl: „Ólíkir stjórnmálaflokkar hafa haft ólíkar skoðanir á því og kemur kannski ekki á óvart að Sjálfstæðisflokkurinn hefur almennt verið eignarréttarmegin.“ Einmitt. Þeim mun meira kemur það á óvart að varaformaður Sjálfstæðisflokksins skuli nú ætla að reka mál af hörku í því skyni að fá hnekkt þeim eignarrétti sem fyrrnefndir foringjar Sjálfstæðisflokksins afsöluðu Vestmannaeyjabæ 1960. Annars má draga svör fjármálaráðherra saman í fjögur orð: Þetta er bara svona. Svör þáverandi forsætisráðherra, sem bæjarstjórn Vestmannaeyja vitnaði til í gær í sambandi við skattlagningu blaðburðarbarna, voru líka fjögur orð: Svona gerir maður ekki. Fyrrtalda svarið gæti hafa komið frá skrifstofumanni í ráðuneyti – en hið síðartalda kom frá pólitískum leiðtoga. Þegar síðartalda svarið var gefið var fylgi Sjálfstæðisflokksins um 40%. Nú þegar fyrrtalda svarið er gefið er fylgi Sjálfstæðisflokksins um 17%. Kannski er eitthvað samhengi þarna á milli. Þessi kröfugerð er að frumkvæði fjármálaráðherra og hennar ráðuneytis. Ekki Óbyggðanefndar. Ráðherrann ber ábyrgð á þessu máli. Ekki Óbyggðanefnd. Það er á valdi ráðherrans að afturkalla þessar fáheyrðu kröfur – vonandi ber hún gæfu til þess. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun