De Bruyne að nálgast sitt besta: „Á enn eftir að spila níutíu mínútur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. febrúar 2024 22:31 Kevin De Bruyne er hægt og rólega að komast aftur í sitt besta form. Mateusz Slodkowski/Getty Images Belgíski miðjumaðurinn Kevin De Bruyne skoraði eitt og lagði upp tvö er Manchester City vann 3-1 sigur gegn FCK í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. „Þetta var erfitt. Við höfum spilað hérna nokkrum sinnum áður og andrúmsloftið er magnað. Við þurftum að bera virðingu fyrir þeim,“ sagði De Bruyne í leikslok. „Við byrjuðum mjög velþ Svo gerðum við ein mistök og þeir nýttu sér það, en mér fannst við spila mjög vel. Við náðum að koma þriðja markinu inn og það gefur okkur smá forskot.“ „Við reynum að halda mistökunum í lágmarki og í seinni háfleik höfðum við fulla stjórn á leiknum. Þeir breyttu í fimm manna varnarlínu en við náðum samt að skapa færi og gerðum það sem við þurftum að gera.“ De Bruyne er hægt og rólega að komast í sitt besta form eftir að hafa verið að glíma við löng og erfið meiðsli. Það er þó ekki endilega að sjá að hann hafi misst af miklum fótbolta því hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp önnur sex í fimm leikjum eftir að hann snéri aftur. „Ég er bara að reyna að spila vel. Þetta eru búnir að vera langir fimm eða sex mánuðir en ég er bara glaður að vera mættur aftur til að geta hjálpað liðinu og reynt að gera mitt besta.“ „Mér líður vel. Ég þarf klárlega nokkra leiki í viðbót og fleiri mínútur. Ég á enn eftir að spila níutíu mínútur eftir meiðslin, en ég er að komast þangað. Mér líður vel og er að ná að spila á nokkuð háum gæðum þannig ég er glaður.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Meistararnir fara með forystuna á sinn heimavöll Evrópumeistarar Manchester City unnu 3-1 sigur er liðið heimsótti FC Kaupmannahöfn í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 13. febrúar 2024 21:57 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
„Þetta var erfitt. Við höfum spilað hérna nokkrum sinnum áður og andrúmsloftið er magnað. Við þurftum að bera virðingu fyrir þeim,“ sagði De Bruyne í leikslok. „Við byrjuðum mjög velþ Svo gerðum við ein mistök og þeir nýttu sér það, en mér fannst við spila mjög vel. Við náðum að koma þriðja markinu inn og það gefur okkur smá forskot.“ „Við reynum að halda mistökunum í lágmarki og í seinni háfleik höfðum við fulla stjórn á leiknum. Þeir breyttu í fimm manna varnarlínu en við náðum samt að skapa færi og gerðum það sem við þurftum að gera.“ De Bruyne er hægt og rólega að komast í sitt besta form eftir að hafa verið að glíma við löng og erfið meiðsli. Það er þó ekki endilega að sjá að hann hafi misst af miklum fótbolta því hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp önnur sex í fimm leikjum eftir að hann snéri aftur. „Ég er bara að reyna að spila vel. Þetta eru búnir að vera langir fimm eða sex mánuðir en ég er bara glaður að vera mættur aftur til að geta hjálpað liðinu og reynt að gera mitt besta.“ „Mér líður vel. Ég þarf klárlega nokkra leiki í viðbót og fleiri mínútur. Ég á enn eftir að spila níutíu mínútur eftir meiðslin, en ég er að komast þangað. Mér líður vel og er að ná að spila á nokkuð háum gæðum þannig ég er glaður.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Meistararnir fara með forystuna á sinn heimavöll Evrópumeistarar Manchester City unnu 3-1 sigur er liðið heimsótti FC Kaupmannahöfn í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 13. febrúar 2024 21:57 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Meistararnir fara með forystuna á sinn heimavöll Evrópumeistarar Manchester City unnu 3-1 sigur er liðið heimsótti FC Kaupmannahöfn í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 13. febrúar 2024 21:57