Bað LGBTQ+ samfélagið afsökunar á áralöngum ofsóknum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. febrúar 2024 09:03 Þáttastjórnandinn Wojciech Szeląg baðst afsökunar á framgöngu ríkismiðilsins TVP gagnvart hinsegin fólki. Þáttastjórnandi hjá ríkismiðlinum TVP í Póllandi hefur beðist afsökunar á afstöðu og framkomu miðilsins í garð LGBTQ+ fólks síðustu ár. Ráðist var í umfangsmiklar breytingar á stjórn TVP þegar Donald Tusk varð forsætisráðherra í desember síðastliðnum. Wojciech Szeląg, sem hóf störf hjá TVP í janúar, hóf þátt sinn á sunnudag með því að ávarpa áhorfendur. Horfði hann beint í myndavélina og sagðist þurfa að segja nokkur orð. „Það hefur nú viðgengist í Póllandi í mörg ár að skammarlegum orðum hefur verið beint að einstaklingum vegna þess að þeir tóku sér það vald að ákveða sjálfir hverjir þeir eru og hverja þeir elska,“ sagði Szeląg. „LGBT+ samfélagið er ekki hugmyndafræði heldur fólk; nöfn, andlit, ættingjar og vinir.“ Szeląg snéri sér því næst að gestum þáttarins, sem báðir tilheyra hinsegin samfélaginu. „Allt þetta fólk á inni afsökunarbeiðni. Þetta er stundin sem ég biðst afsökunar.“ Today, first time in Polish TV, after 8 years of right-wing government, the LGBT+ activists appeared in live broadcast. I was seating there and heard journalist shaking voice. He made an apology after years of portraying LGBT-people a threat to Polish nation in the same studio. pic.twitter.com/kOjzKrRHPf— Bart Staszewski (@BartStaszewski) February 11, 2024 Annar gestanna, aðgerðasinninn og kvikmyndagerðamaðurinn Bart Staszewski, sagði afsökunarbeiðnina til marks um að tak stjórnmálaflokksins Laga og réttlætis á ríkismiðlinum heyrði sögunni til. „Í átta ár sýndu þeir hinsegin aðgerðasinna, og hinsegin samfélagið, sem ógn við pólsku þjóðina... nærðu fólkið á þessu hatri,“ sagði Staszewski. Hann sagðist í fyrstu hafa verið hræddur við að mæta í stúdíóið, þar sem byggingin væri táknræn fyrir þann áróður sem hinsegin fólk hefði búið við í mörg ár. „Fyrir suma er þetta ekkert en fyrir mig er þetta mikilsvert. Eftir að hafa verið ósýnilegur í átta ár; verið einhverns konar „minni“ ríkisborgari. Þetta kom bæði mér og Maja í opna skjöldu. Við vorum snortin,“ sagði Staszewski og vísaði til hins gestarins, trans aktívistans Maja Heban. Staszewski sagði afsökunarbeiðni Szeląg bæði nauðsynlega og táknræna; kaflaskil í sögunni. Pólland Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Wojciech Szeląg, sem hóf störf hjá TVP í janúar, hóf þátt sinn á sunnudag með því að ávarpa áhorfendur. Horfði hann beint í myndavélina og sagðist þurfa að segja nokkur orð. „Það hefur nú viðgengist í Póllandi í mörg ár að skammarlegum orðum hefur verið beint að einstaklingum vegna þess að þeir tóku sér það vald að ákveða sjálfir hverjir þeir eru og hverja þeir elska,“ sagði Szeląg. „LGBT+ samfélagið er ekki hugmyndafræði heldur fólk; nöfn, andlit, ættingjar og vinir.“ Szeląg snéri sér því næst að gestum þáttarins, sem báðir tilheyra hinsegin samfélaginu. „Allt þetta fólk á inni afsökunarbeiðni. Þetta er stundin sem ég biðst afsökunar.“ Today, first time in Polish TV, after 8 years of right-wing government, the LGBT+ activists appeared in live broadcast. I was seating there and heard journalist shaking voice. He made an apology after years of portraying LGBT-people a threat to Polish nation in the same studio. pic.twitter.com/kOjzKrRHPf— Bart Staszewski (@BartStaszewski) February 11, 2024 Annar gestanna, aðgerðasinninn og kvikmyndagerðamaðurinn Bart Staszewski, sagði afsökunarbeiðnina til marks um að tak stjórnmálaflokksins Laga og réttlætis á ríkismiðlinum heyrði sögunni til. „Í átta ár sýndu þeir hinsegin aðgerðasinna, og hinsegin samfélagið, sem ógn við pólsku þjóðina... nærðu fólkið á þessu hatri,“ sagði Staszewski. Hann sagðist í fyrstu hafa verið hræddur við að mæta í stúdíóið, þar sem byggingin væri táknræn fyrir þann áróður sem hinsegin fólk hefði búið við í mörg ár. „Fyrir suma er þetta ekkert en fyrir mig er þetta mikilsvert. Eftir að hafa verið ósýnilegur í átta ár; verið einhverns konar „minni“ ríkisborgari. Þetta kom bæði mér og Maja í opna skjöldu. Við vorum snortin,“ sagði Staszewski og vísaði til hins gestarins, trans aktívistans Maja Heban. Staszewski sagði afsökunarbeiðni Szeląg bæði nauðsynlega og táknræna; kaflaskil í sögunni.
Pólland Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“