Fólk hefur gengið örna sinna í garði Bjarna Jakob Bjarnar skrifar 14. febrúar 2024 11:12 Bæði Brynjar og Jón eru Bjarna þakklátir fyrir að standa í því að leiða Sjálfstæðisflokkinn, sem er ekkert grín ef marka má orð þeirra. vísir/vilhelm Jón Gunnarsson fyrrverandi dómsmálaráðherra og Brynjar Níelsson aðstoðarmaður hans voru gestir í hlaðvarpinu Chess after dark og þar upplýsti Jón um að Bjarni Benediktsson mætti sæta ótrúlegasta aðkasti í starfi. Þeir félagar voru að einhverju leyti að gera upp valdatíð sína en einnig var hugað að stöðu Sjálfstæðisflokksins í tali þeirra og þá stöðu Bjarna Benediktssonar formanns flokksins í því samhengi. Veist að konu Bjarna, börnum og bílar hans rispaðir Brynjar sagði það áhyggjuefni að öflugt fólk þori ekki inn í þessa ljónagryfju sem stjórnmál á Íslandi eru. Og það sé skiljanlegt. „Þegar ég ákvað að fara út í pólitík 2013 spurði kona mína: Ætlarðu lækka tekjurnar fjórfalt og verða fyrir aðkasti. Ertu geðveikur?“ Þá tók Jón til máls og sagði, af því að spurt væri sérstaklega um Bjarna, þá hefði hann ætíð dáðst að því hversu lengi hann hefur enst í þessu starfi. „Miðað við aðkastið sem hann hefur orðið fyrir. Og það vill svo til að við vorum að ræða þetta í dag. Fólk er að veitast að konunni hans úti í búð, börnunum hans. Fólk er að koma og ganga örna sinna á lóðinni heima hjá honum, rispa bílana hans,“ sagði Jón. Unglingsstúlkur pissa á hús og láta svívirðingar fylgja Brynjar skaut því inn í að formenn Sjálfstæðisflokksins hafi ætíð orðið fyrir aðkasti. Jón tók undir það. „Að menn skuli endast svona lengi í þessu, það er ekki annað hægt en dáðst að því.“ Því má svo við þetta bæta að í pistli Óla Björns Kárasonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins í Morgunblaðinu í dag eru svipaðar lýsingar. Þar segir hann að unglingsstúlkum finnist það eðlilegt og nauðsynlegt að útbúa myndband og birta á samfélagsmiðlum þar sem þær pissi utan í vegg stjórnmálamanns sem er þeim ekki þóknanlegur. „Og þær láti persónulegar svívirðingar fylgja.“ Sjálfstæðisflokkurinn Samfélagsmiðlar Garðabær Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Þeir félagar voru að einhverju leyti að gera upp valdatíð sína en einnig var hugað að stöðu Sjálfstæðisflokksins í tali þeirra og þá stöðu Bjarna Benediktssonar formanns flokksins í því samhengi. Veist að konu Bjarna, börnum og bílar hans rispaðir Brynjar sagði það áhyggjuefni að öflugt fólk þori ekki inn í þessa ljónagryfju sem stjórnmál á Íslandi eru. Og það sé skiljanlegt. „Þegar ég ákvað að fara út í pólitík 2013 spurði kona mína: Ætlarðu lækka tekjurnar fjórfalt og verða fyrir aðkasti. Ertu geðveikur?“ Þá tók Jón til máls og sagði, af því að spurt væri sérstaklega um Bjarna, þá hefði hann ætíð dáðst að því hversu lengi hann hefur enst í þessu starfi. „Miðað við aðkastið sem hann hefur orðið fyrir. Og það vill svo til að við vorum að ræða þetta í dag. Fólk er að veitast að konunni hans úti í búð, börnunum hans. Fólk er að koma og ganga örna sinna á lóðinni heima hjá honum, rispa bílana hans,“ sagði Jón. Unglingsstúlkur pissa á hús og láta svívirðingar fylgja Brynjar skaut því inn í að formenn Sjálfstæðisflokksins hafi ætíð orðið fyrir aðkasti. Jón tók undir það. „Að menn skuli endast svona lengi í þessu, það er ekki annað hægt en dáðst að því.“ Því má svo við þetta bæta að í pistli Óla Björns Kárasonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins í Morgunblaðinu í dag eru svipaðar lýsingar. Þar segir hann að unglingsstúlkum finnist það eðlilegt og nauðsynlegt að útbúa myndband og birta á samfélagsmiðlum þar sem þær pissi utan í vegg stjórnmálamanns sem er þeim ekki þóknanlegur. „Og þær láti persónulegar svívirðingar fylgja.“
Sjálfstæðisflokkurinn Samfélagsmiðlar Garðabær Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira