Harðneitaði að ræða um Mbappé Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2024 13:46 Kylian Mbappé ætlar að kveðja PSG í sumar og ekkert virðist geta breytt því. Getty/Christian Liewig Luis Enrique, knattspyrnustjóri Paris Saint-Germain, neitaði að tjá sig um yfirvofandi brottför sinnar helstu stórstjörnu, Kylian Mbappé, næsta sumar. Mbappé hefur tilkynnt PSG að hann muni yfirgefa félagið í sumar, eftir að samningur hans rennur út, og búist er við því að hann gangi í raðir Real Madrid. „Nei, ég get ekkert sagt. Aðilarnir sem um ræðir hafa ekkert sagt opinberla. Kylian Mbappé hefur ekkert sagt opinberlega. Þegar báðir aðilar hafa tjáð sig þá mun ég segja mína skoðun,“ sagði Enrique á blaðamannafundi í dag. Blaðamaðurinn virti Fabrizio Romano segir að Mbappé vilji ekki einu sinni sjá tilboð frá PSG því hann sé staðráðinn í að fara frá félaginu. Franska félagið hafi undirbúið sig fyrir brottför hans síðan í desember og ætli í staðinn að kaupa toppframherja, toppmiðjumann og toppmiðvörð í sumar. Arteta vill að Arsenal sé með í umræðunni Þó að flest virðist benda til þess að Mbappé fari til Real Madrid þá hefur hann einnig verið sagður opinn fyrir því að fara til Arsenal. Would you be interested in Kylian Mbappé even if we already know where he s going?Arteta: You know?! . When there is a player of that calibre, we always have to be in that conversation, but as you said, it looks in a different way . pic.twitter.com/531UmNpoVa— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 16, 2024 Mikel Arteta, stjóri Arsenal, fékk þá spurningu á blaðamannafundi í dag hvort að hann hefði áhuga á að fá Mbappé, jafnvel þó að allir vissu hvert hann væri að fara: „Vitið þið það?“ spurði Arteta léttur. „Þegar um er að ræða leikmann í þessum gæðaflokki þá eigum við alltaf að vera í umræðunni, en eins og þið segið þá virðist þetta stefna í aðra átt,“ sagði Arteta sem var svo spurður frekar út í það hvort Arsenal gæti verið með í umræðunni um Mbappé. „Af hverju ekki? Ef við viljum verða besta liðið þá þurfum við mestu hæfileikabúntin og bestu leikmennina. Ég kem ekki að þessu. Kannski Edu og eigendurnir en ég er ekki með í samtölunum fyrr en í lokin,“ sagði Arteta. Franski boltinn Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Mbappé hefur tilkynnt PSG að hann muni yfirgefa félagið í sumar, eftir að samningur hans rennur út, og búist er við því að hann gangi í raðir Real Madrid. „Nei, ég get ekkert sagt. Aðilarnir sem um ræðir hafa ekkert sagt opinberla. Kylian Mbappé hefur ekkert sagt opinberlega. Þegar báðir aðilar hafa tjáð sig þá mun ég segja mína skoðun,“ sagði Enrique á blaðamannafundi í dag. Blaðamaðurinn virti Fabrizio Romano segir að Mbappé vilji ekki einu sinni sjá tilboð frá PSG því hann sé staðráðinn í að fara frá félaginu. Franska félagið hafi undirbúið sig fyrir brottför hans síðan í desember og ætli í staðinn að kaupa toppframherja, toppmiðjumann og toppmiðvörð í sumar. Arteta vill að Arsenal sé með í umræðunni Þó að flest virðist benda til þess að Mbappé fari til Real Madrid þá hefur hann einnig verið sagður opinn fyrir því að fara til Arsenal. Would you be interested in Kylian Mbappé even if we already know where he s going?Arteta: You know?! . When there is a player of that calibre, we always have to be in that conversation, but as you said, it looks in a different way . pic.twitter.com/531UmNpoVa— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 16, 2024 Mikel Arteta, stjóri Arsenal, fékk þá spurningu á blaðamannafundi í dag hvort að hann hefði áhuga á að fá Mbappé, jafnvel þó að allir vissu hvert hann væri að fara: „Vitið þið það?“ spurði Arteta léttur. „Þegar um er að ræða leikmann í þessum gæðaflokki þá eigum við alltaf að vera í umræðunni, en eins og þið segið þá virðist þetta stefna í aðra átt,“ sagði Arteta sem var svo spurður frekar út í það hvort Arsenal gæti verið með í umræðunni um Mbappé. „Af hverju ekki? Ef við viljum verða besta liðið þá þurfum við mestu hæfileikabúntin og bestu leikmennina. Ég kem ekki að þessu. Kannski Edu og eigendurnir en ég er ekki með í samtölunum fyrr en í lokin,“ sagði Arteta.
Franski boltinn Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira