Hent úr keppni eftir að hafa skráð vitlaust skor Smári Jökull Jónsson skrifar 17. febrúar 2024 11:00 Spieth undirbýr teighödd á öðrum hring Genesis-mótsins í Kaliforníu í nótt. Vísir/Getty Tiger Woods hætti keppni á Genesis-mótinu á PGA-mótaröðinni í nótt vegna veikinda. Hann er þó ekki eina stórstjarnan sem nær ekki að klára mótið í Kaliforníu þessa helgina. Genesis-mótið á PGA-mótaröðinni er leikið á Riviera-sveitaklúbbnum um helgina og er Patrick Cantlay í forystu eftir fyrstu tvo hringina. Tiger Woods hætti keppni á miðjum öðrum hringnum vegna veikinda og þurfti að fá vökva í æð þegar hann kom aftur í félagshúsið. Woods er þó ekki sá eini sem lenti í vandræðum í Kaliforníu í gær. Jordan Spieth var í ágætri stöðu eftir fyrstu tvo hringina og skilaði inn skorkorti sínu að hringnum loknum. Í ljós kom hins vegar að Spieth hafði skráð vitlaust skor á kortið en þetta er í fyrsta sinn í 263 keppnum á PGA-mótaröðinni sem hann gerir þessi mistök. Samkvæmt reglum eru þeir kylfingar sem skrá vitlaust skor vísað úr keppni og fær Spieth því ekki að gera atlögu að sigri á mótinu um helgina. Spieth gekkst við mistökunum í innleggi á X í nótt og sagðist taka fulla ábyrgð. Today, I signed for an incorrect scorecard and stepped out of the scoring area, after thinking I went through all procedures to make sure it was correct. Rules are rules, and I take full responsibility. I love this tournament and golf course as much as any on @PGATOUR so it hurts — Jordan Spieth (@JordanSpieth) February 17, 2024 „Í dag skrifaði ég skorkort sem var vitlaust útfyllt og fór svo af mótssvæðinu, haldandi að ég hefði farið í gegnum hlutina vel og séð til þess að allt væri rétt gert. Reglur eru reglur og ég tek fulla ábyrgð,“ skrifaði Spieth og sagði sárt að geta ekki gert atlögu að sigri á mótinu um helgina. Golf Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Genesis-mótið á PGA-mótaröðinni er leikið á Riviera-sveitaklúbbnum um helgina og er Patrick Cantlay í forystu eftir fyrstu tvo hringina. Tiger Woods hætti keppni á miðjum öðrum hringnum vegna veikinda og þurfti að fá vökva í æð þegar hann kom aftur í félagshúsið. Woods er þó ekki sá eini sem lenti í vandræðum í Kaliforníu í gær. Jordan Spieth var í ágætri stöðu eftir fyrstu tvo hringina og skilaði inn skorkorti sínu að hringnum loknum. Í ljós kom hins vegar að Spieth hafði skráð vitlaust skor á kortið en þetta er í fyrsta sinn í 263 keppnum á PGA-mótaröðinni sem hann gerir þessi mistök. Samkvæmt reglum eru þeir kylfingar sem skrá vitlaust skor vísað úr keppni og fær Spieth því ekki að gera atlögu að sigri á mótinu um helgina. Spieth gekkst við mistökunum í innleggi á X í nótt og sagðist taka fulla ábyrgð. Today, I signed for an incorrect scorecard and stepped out of the scoring area, after thinking I went through all procedures to make sure it was correct. Rules are rules, and I take full responsibility. I love this tournament and golf course as much as any on @PGATOUR so it hurts — Jordan Spieth (@JordanSpieth) February 17, 2024 „Í dag skrifaði ég skorkort sem var vitlaust útfyllt og fór svo af mótssvæðinu, haldandi að ég hefði farið í gegnum hlutina vel og séð til þess að allt væri rétt gert. Reglur eru reglur og ég tek fulla ábyrgð,“ skrifaði Spieth og sagði sárt að geta ekki gert atlögu að sigri á mótinu um helgina.
Golf Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira