Avdívka alfarið í höndum Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2024 16:00 Avdívka hefur svo gott sem verið lögð í rúst. Getty/Kostiantyn Liberov Oleksandr Sirskí, nýr yfirmaður herafla Úkraínu, tilkynnti í gærkvöldi að hann hefði skipað úkraínskum hermönnum að hörfa alfarið frá borginni Avdívka og koma ætti upp nýjum og betri varnarlínum vestur af borginni. Herinn hefur haldið borginni gegn ofurafli frá því í október og er talið að Úkraínumenn hafi valdið gífurlegu mannfalli í hersveitum Rússa og kostað rússneska herinn fjölmarga skrið- og bryndreka. Sirskí sagði í yfirlýsingu sinni að hann hefði skipað hernum að hörfa áður en fjöldi hermanna yrðu umkringdir í borginni. Hann hrósaði hermönnum fyrir að hafa haldið borginni svo lengi gegn bestu hersveitum Rússa og hét því að úkraínski herinn myndi á endanum snúa aftur. Sirskí hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir þá ákvörðun hans fyrr í stríðinu að reyna að halda Bakhmut mun lengur en skynsamlegt þótti. Sú ákvörðun hans er talin hafa kostað marga úkraínska hermenn lífið. Aðstæður Úkraínumanna í og við Avdívka hafa versnað töluvert á undanförnum vikum og má það að miklu leyti rekja til skorts á skotfærum fyrir stórskotalið og loftvarnarkerfi. Miðað við fyrstu fregnir frá Austur-Úkraínu, virðist sem undanhaldið hafi gengið vel. Ukraine's retreat from Avdiivka, where troops said they were up against 7 Russian brigades, outnumbered 1 to 15. At Munich, Zelensky said troops were hamstrung by lack of weapons: Our dear friends are ... keeping Ukraine in an artificial deficit" Wounded now being treated: pic.twitter.com/HybbzVNEXx— Isobel Koshiw (@IKoshiw) February 17, 2024 Nú á eftir að koma í ljós hvort Rússar hafi getu til að nýta sér undanhald Úkraínumanna. Svo virðist sem að nýjar varnarlínur hafi ekki verið undirbúnar fyrir undanhaldið. Hafi Rússar varalið til að senda fram gegn Úkraínumönnum og samheldni og þjálfun til að skipuleggja slíka sókn strax eftir fall Avdívka, gæti það reynst Úkraínumönnum erfitt að stöðva þá. Hingað til hafa Rússar þó ekki sýnt fram á mikla getu til að nýta sér veikleika á vörnum Úkraínumanna með stuttum fyrirvara. Sprengjuregn Fregnir hafa borist af því að Rússar hafi notað mikið magn af stórum gömlum sprengjum sem búið var að bæta við vængjum og stéli á, ásamt staðsetningarbúnaði. Þessum sprengjum hefur verið varpað af flugvélum úr mikilli hæð en þaðan geta þær svifið í allt að hundrað kílómetra áður en þær lenda á jörðinni með tiltölulega mikilli nákvæmni. Úkraínskir hermenn segja að undanfarna daga hafi um sextíu slíkum sprengjum verið varpað á þá á dag í og við Avdívka, samkvæmt AP fréttaveitunni. Síðustu daga hafði Rússum vaxið ásmegin í Avdívka og varð ljóst í gær að Úkraínumenn voru að hörfa frá borginni. Avdívka er í jaðri Dónetsk-borgar og hefur verið lýst að hliðinu að borginni, sem er höfuðborg samnefnds héraðs og hefur verið í höndum Rússa frá 2014. Þá innlimuðu þeir Krímskaga ólöglega og studdu aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Þetta er fyrsta borgin í Úkraínu sem fellur í hendur Rússa frá því þeir lögðu rústir Bakhmut undir sig í maí í fyrra. Að öðru leyti hefur víglínan í Úkraínu ekki hreyfst mikið á undanförnum mánuðum, þrátt fyrir umfangsmiklar árásir Rússa. pic.twitter.com/22fNdUp6fw— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) February 16, 2024 Selenskí biður um aðstoð Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, varaði við því á öryggisráðstefnu í Munchen í morgun að skotfæraskortur Úkraínumanna ógnaði vörnum þeirra. Þeir þurfi meira af skotfærum fyrir stórskotalið og annarskonar langdræg vopn. „Úkraínumenn hafa sýnt að við getum sótt fram gegn Rússum. Við getum frelsað land okkar og Pútín getur tapað. Þetta hefur þegar gerst oftar en einu sinni á vígvellinum,“ sagði Selenskí. Hann sagði það hafa verið rétta ákvörðun að hörfa frá Avdívka og hún hefði bjargað mannslífum. Þá vísaði hann til þess að Rússar hefðu varið gífurlegum mannafla og miklum hergögnum í marga mánuði til að ná Avdívka. Það eina sem þeir hefðu áorkað væri að missa hermenn. „Við erum bara að bíða eftir vopnunum sem okkur skortir.“ Selenskí fór á föstudaginn til bæði Berlínar og Parísar þar sem hann skrifaði undir sitthvorn sáttmálann um hernaðaraðstoð til langs tíma. Í síðasta mánuði skrifaði hann undir sambærilegt samkomulag við yfirvöld í Bretlandi. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir „Ef þið borgið ekki, ætla ég ekki að verja ykkur“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, ítrekaði í gær að ef hann sneri aftur í Hvíta húsið, myndi hann ekki koma ríki í Atlantshafsbandalaginu til varnar í tilfelli árásar, nema þetta tiltekna ríki „borgaði“. 15. febrúar 2024 15:46 Yfirmaður Svartahafsflotans rekinn Viktor Sókolóv, yfirmaður Svartahafsflota Rússlands, er sagður hafa verið rekinn úr embætti. Er það í kjölfar þess að Úkraínumenn sökktu rússnesku herskipi með drónum undan ströndum Krímskaga. 15. febrúar 2024 15:01 Staða Úkraínu ekki jafn slæm og síðan í upphafi stríðs Staða Úkraínu í stríðinu gegn Rússlandi hefur ekki verið jafn slæm og síðan í febrúar 2022 þegar Rússar réðust inn í landið. Þetta segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og íbúi í Kænugarði. 15. febrúar 2024 12:52 Geta lagt hald á eigur fólks sem gagnrýnir innrásina Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði í morgun undir ný lög sem snúa að refsingu fólks sem dæmt er fyrir að segja „ósatt“ um rússneska herinn, vanvirða hann eða fyrir mótmæli eða aðgerðir sem sagðar eru ógna öryggi ríkisins. Auk þess að sekta fólk og dæma í fangelsi, getur ríkið nú lagt hald á eignir fólks. 14. febrúar 2024 12:07 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Sjá meira
Herinn hefur haldið borginni gegn ofurafli frá því í október og er talið að Úkraínumenn hafi valdið gífurlegu mannfalli í hersveitum Rússa og kostað rússneska herinn fjölmarga skrið- og bryndreka. Sirskí sagði í yfirlýsingu sinni að hann hefði skipað hernum að hörfa áður en fjöldi hermanna yrðu umkringdir í borginni. Hann hrósaði hermönnum fyrir að hafa haldið borginni svo lengi gegn bestu hersveitum Rússa og hét því að úkraínski herinn myndi á endanum snúa aftur. Sirskí hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir þá ákvörðun hans fyrr í stríðinu að reyna að halda Bakhmut mun lengur en skynsamlegt þótti. Sú ákvörðun hans er talin hafa kostað marga úkraínska hermenn lífið. Aðstæður Úkraínumanna í og við Avdívka hafa versnað töluvert á undanförnum vikum og má það að miklu leyti rekja til skorts á skotfærum fyrir stórskotalið og loftvarnarkerfi. Miðað við fyrstu fregnir frá Austur-Úkraínu, virðist sem undanhaldið hafi gengið vel. Ukraine's retreat from Avdiivka, where troops said they were up against 7 Russian brigades, outnumbered 1 to 15. At Munich, Zelensky said troops were hamstrung by lack of weapons: Our dear friends are ... keeping Ukraine in an artificial deficit" Wounded now being treated: pic.twitter.com/HybbzVNEXx— Isobel Koshiw (@IKoshiw) February 17, 2024 Nú á eftir að koma í ljós hvort Rússar hafi getu til að nýta sér undanhald Úkraínumanna. Svo virðist sem að nýjar varnarlínur hafi ekki verið undirbúnar fyrir undanhaldið. Hafi Rússar varalið til að senda fram gegn Úkraínumönnum og samheldni og þjálfun til að skipuleggja slíka sókn strax eftir fall Avdívka, gæti það reynst Úkraínumönnum erfitt að stöðva þá. Hingað til hafa Rússar þó ekki sýnt fram á mikla getu til að nýta sér veikleika á vörnum Úkraínumanna með stuttum fyrirvara. Sprengjuregn Fregnir hafa borist af því að Rússar hafi notað mikið magn af stórum gömlum sprengjum sem búið var að bæta við vængjum og stéli á, ásamt staðsetningarbúnaði. Þessum sprengjum hefur verið varpað af flugvélum úr mikilli hæð en þaðan geta þær svifið í allt að hundrað kílómetra áður en þær lenda á jörðinni með tiltölulega mikilli nákvæmni. Úkraínskir hermenn segja að undanfarna daga hafi um sextíu slíkum sprengjum verið varpað á þá á dag í og við Avdívka, samkvæmt AP fréttaveitunni. Síðustu daga hafði Rússum vaxið ásmegin í Avdívka og varð ljóst í gær að Úkraínumenn voru að hörfa frá borginni. Avdívka er í jaðri Dónetsk-borgar og hefur verið lýst að hliðinu að borginni, sem er höfuðborg samnefnds héraðs og hefur verið í höndum Rússa frá 2014. Þá innlimuðu þeir Krímskaga ólöglega og studdu aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Þetta er fyrsta borgin í Úkraínu sem fellur í hendur Rússa frá því þeir lögðu rústir Bakhmut undir sig í maí í fyrra. Að öðru leyti hefur víglínan í Úkraínu ekki hreyfst mikið á undanförnum mánuðum, þrátt fyrir umfangsmiklar árásir Rússa. pic.twitter.com/22fNdUp6fw— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) February 16, 2024 Selenskí biður um aðstoð Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, varaði við því á öryggisráðstefnu í Munchen í morgun að skotfæraskortur Úkraínumanna ógnaði vörnum þeirra. Þeir þurfi meira af skotfærum fyrir stórskotalið og annarskonar langdræg vopn. „Úkraínumenn hafa sýnt að við getum sótt fram gegn Rússum. Við getum frelsað land okkar og Pútín getur tapað. Þetta hefur þegar gerst oftar en einu sinni á vígvellinum,“ sagði Selenskí. Hann sagði það hafa verið rétta ákvörðun að hörfa frá Avdívka og hún hefði bjargað mannslífum. Þá vísaði hann til þess að Rússar hefðu varið gífurlegum mannafla og miklum hergögnum í marga mánuði til að ná Avdívka. Það eina sem þeir hefðu áorkað væri að missa hermenn. „Við erum bara að bíða eftir vopnunum sem okkur skortir.“ Selenskí fór á föstudaginn til bæði Berlínar og Parísar þar sem hann skrifaði undir sitthvorn sáttmálann um hernaðaraðstoð til langs tíma. Í síðasta mánuði skrifaði hann undir sambærilegt samkomulag við yfirvöld í Bretlandi.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir „Ef þið borgið ekki, ætla ég ekki að verja ykkur“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, ítrekaði í gær að ef hann sneri aftur í Hvíta húsið, myndi hann ekki koma ríki í Atlantshafsbandalaginu til varnar í tilfelli árásar, nema þetta tiltekna ríki „borgaði“. 15. febrúar 2024 15:46 Yfirmaður Svartahafsflotans rekinn Viktor Sókolóv, yfirmaður Svartahafsflota Rússlands, er sagður hafa verið rekinn úr embætti. Er það í kjölfar þess að Úkraínumenn sökktu rússnesku herskipi með drónum undan ströndum Krímskaga. 15. febrúar 2024 15:01 Staða Úkraínu ekki jafn slæm og síðan í upphafi stríðs Staða Úkraínu í stríðinu gegn Rússlandi hefur ekki verið jafn slæm og síðan í febrúar 2022 þegar Rússar réðust inn í landið. Þetta segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og íbúi í Kænugarði. 15. febrúar 2024 12:52 Geta lagt hald á eigur fólks sem gagnrýnir innrásina Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði í morgun undir ný lög sem snúa að refsingu fólks sem dæmt er fyrir að segja „ósatt“ um rússneska herinn, vanvirða hann eða fyrir mótmæli eða aðgerðir sem sagðar eru ógna öryggi ríkisins. Auk þess að sekta fólk og dæma í fangelsi, getur ríkið nú lagt hald á eignir fólks. 14. febrúar 2024 12:07 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Sjá meira
„Ef þið borgið ekki, ætla ég ekki að verja ykkur“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, ítrekaði í gær að ef hann sneri aftur í Hvíta húsið, myndi hann ekki koma ríki í Atlantshafsbandalaginu til varnar í tilfelli árásar, nema þetta tiltekna ríki „borgaði“. 15. febrúar 2024 15:46
Yfirmaður Svartahafsflotans rekinn Viktor Sókolóv, yfirmaður Svartahafsflota Rússlands, er sagður hafa verið rekinn úr embætti. Er það í kjölfar þess að Úkraínumenn sökktu rússnesku herskipi með drónum undan ströndum Krímskaga. 15. febrúar 2024 15:01
Staða Úkraínu ekki jafn slæm og síðan í upphafi stríðs Staða Úkraínu í stríðinu gegn Rússlandi hefur ekki verið jafn slæm og síðan í febrúar 2022 þegar Rússar réðust inn í landið. Þetta segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og íbúi í Kænugarði. 15. febrúar 2024 12:52
Geta lagt hald á eigur fólks sem gagnrýnir innrásina Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði í morgun undir ný lög sem snúa að refsingu fólks sem dæmt er fyrir að segja „ósatt“ um rússneska herinn, vanvirða hann eða fyrir mótmæli eða aðgerðir sem sagðar eru ógna öryggi ríkisins. Auk þess að sekta fólk og dæma í fangelsi, getur ríkið nú lagt hald á eignir fólks. 14. febrúar 2024 12:07