Færri gæðastundir, fleiri vinnustundir Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar 18. febrúar 2024 08:01 Við gerð spurningakannana er mikilvægt að spurningar séu ekki leiðandi, það er að segja orðaðar þannig að aðeins sé hægt að túlka niðurstöðurnar á einn veg. Það er alveg sama hvort sá sem er spurður að því hvort hann sé hættur að berja konuna sína svari játandi eða neitandi - í báðum tilfellum felur svarið í sér að hann hann hafi einhvern tímann gert það. Nýleg könnun sem foreldrar leikskólabarna í Kópavogi fengu senda var gott dæmi um leiðandi spurningakönnun. Allar spurningarnar voru jákvæðar staðhæfingar sem foreldrar áttu svo að svara hversu sammála eða ósammála þeir væru. Til dæmis var fólk beðið um að merkja við hversu sammála eða ósammála það væri fullyrðingunni um að breytingarnar hafi leitt til aukningar gæðastunda barnsins með fjölskyldu sinni. Aðeins 26% svarenda segjast sammála en 43% ósammála. Við vitum aftur á móti ekkert um það hvort þessi 43% eigi við að gæðastundum hafi fækkað hjá þeim, eða hvort tíðni þeirra sé óbreytt. Í öllu falli er mjög vafasamt að túlka niðurstöðurnar þannig að áhrifin séu jákvæð fyrir gæðastundir. Ásdís fullyrðir að dregið hafi úr álagi og áreiti á börn eftir breytingarnar. Engu að síður eru aðeins 25,5% svarenda sem segjast sammála fullyrðingunni að breytingin hafi haft jákvæð áhrif á líðan barnsins, á meðan 75% svarenda segjast ósammála eða óviss. Við vitum ekki nema breytingin hafi jafnvel haft neikvæð áhrif á líðan barnsins þeirra. Þá segir Ásdís jafnframt að meirihluti foreldra telji sveigjanlega dvalartímann jákvæðan fyrir skipulag fjölskyldunnar. Raunin er sú að undir helmingur svarenda segir áhrifin jákvæð, 21% segja hvorki né og 30% segist ósammála fullyrðingunni að áhrifin séu jákvæð fyrir skipulag fjölskyldunnar. Þá vekur athygli að aðeins 21% svarenda segja breytinguna hafa haft jákvæð fjárhagsleg áhrif á fjölskylduna, 19% hvorki né en 60% svarenda eru ósammála fullyrðingunni um að breytingin hafi haft jákvæð fjárhagsleg áhrif fyrir fjölskylduna. „Breytingarnar hafa skilað góðum árangri. Ekki hefur þurft að loka leikskólum vegna manneklu” segir jafnframt í fréttatilkynningunni. Það er ekkert skrýtið, þar sem samhliða gjaldskrárbreytingunum var lögð alveg sérstök áhersla á að koma í veg fyrir það að senda þyrfti börn heim vegna lokana á innleiðingartímanum. Þannig var starfsfólk af menntasviði bæjarskrifstofanna sent til þess að hlaupa í skarðið og leysa af þegar starfsfólk vantaði til vinnu í leikskólunum. Niðurstöður könnunarinnar má sjá hér: http://tinyurl.com/kopkonnun Höfundur er bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Kópavogur Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Við gerð spurningakannana er mikilvægt að spurningar séu ekki leiðandi, það er að segja orðaðar þannig að aðeins sé hægt að túlka niðurstöðurnar á einn veg. Það er alveg sama hvort sá sem er spurður að því hvort hann sé hættur að berja konuna sína svari játandi eða neitandi - í báðum tilfellum felur svarið í sér að hann hann hafi einhvern tímann gert það. Nýleg könnun sem foreldrar leikskólabarna í Kópavogi fengu senda var gott dæmi um leiðandi spurningakönnun. Allar spurningarnar voru jákvæðar staðhæfingar sem foreldrar áttu svo að svara hversu sammála eða ósammála þeir væru. Til dæmis var fólk beðið um að merkja við hversu sammála eða ósammála það væri fullyrðingunni um að breytingarnar hafi leitt til aukningar gæðastunda barnsins með fjölskyldu sinni. Aðeins 26% svarenda segjast sammála en 43% ósammála. Við vitum aftur á móti ekkert um það hvort þessi 43% eigi við að gæðastundum hafi fækkað hjá þeim, eða hvort tíðni þeirra sé óbreytt. Í öllu falli er mjög vafasamt að túlka niðurstöðurnar þannig að áhrifin séu jákvæð fyrir gæðastundir. Ásdís fullyrðir að dregið hafi úr álagi og áreiti á börn eftir breytingarnar. Engu að síður eru aðeins 25,5% svarenda sem segjast sammála fullyrðingunni að breytingin hafi haft jákvæð áhrif á líðan barnsins, á meðan 75% svarenda segjast ósammála eða óviss. Við vitum ekki nema breytingin hafi jafnvel haft neikvæð áhrif á líðan barnsins þeirra. Þá segir Ásdís jafnframt að meirihluti foreldra telji sveigjanlega dvalartímann jákvæðan fyrir skipulag fjölskyldunnar. Raunin er sú að undir helmingur svarenda segir áhrifin jákvæð, 21% segja hvorki né og 30% segist ósammála fullyrðingunni að áhrifin séu jákvæð fyrir skipulag fjölskyldunnar. Þá vekur athygli að aðeins 21% svarenda segja breytinguna hafa haft jákvæð fjárhagsleg áhrif á fjölskylduna, 19% hvorki né en 60% svarenda eru ósammála fullyrðingunni um að breytingin hafi haft jákvæð fjárhagsleg áhrif fyrir fjölskylduna. „Breytingarnar hafa skilað góðum árangri. Ekki hefur þurft að loka leikskólum vegna manneklu” segir jafnframt í fréttatilkynningunni. Það er ekkert skrýtið, þar sem samhliða gjaldskrárbreytingunum var lögð alveg sérstök áhersla á að koma í veg fyrir það að senda þyrfti börn heim vegna lokana á innleiðingartímanum. Þannig var starfsfólk af menntasviði bæjarskrifstofanna sent til þess að hlaupa í skarðið og leysa af þegar starfsfólk vantaði til vinnu í leikskólunum. Niðurstöður könnunarinnar má sjá hér: http://tinyurl.com/kopkonnun Höfundur er bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun