Miklar framkvæmdir í Hveragerði og allt að gerast Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. febrúar 2024 13:31 Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar fagnar allri uppbyggingu og framkvæmdum í Hveragerði enda segir hún einstaklega gott að búa í Hveragerði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er engin lognmolla í Hveragerði um þessar mundir því þar eru miklar framkvæmdir í gangi og mikið byggt. Til að mynda á að fara að byggja nýjan leikskóla og þá er verið að stækka grunnskólann og íþróttahúsið svo eitthvað sé nefnt. Það er allt að gerast í Hveragerði því þar eru miklar framkvæmdir í gangi enda mikil uppbygging í bæjarfélaginu á fjölmörgum sviðum eins og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar þekkir manna best. „Þetta er stækkandi bær, fjölmargir að byggja húsnæði og svo erum við líka í ýmsum framkvæmdum sveitarfélagið. Við erum að fara að byggja leikskóla, við erum að stækka grunnskólann og svo er búið að samþykkja að ráðast í gervigrasvöll upp í dal, keppnisvöll og svo erum við líka að stækka íþróttahúsið,” segir Jóhanna. Jóhanna Ýr segist vera mjög ánægð með allar þessar framkvæmdir í bæjarfélaginu og ekki síður hvað íbúum er að fjölga í Hveragerði. „Þetta er ótrúlega fallegt bæjarstæði og ef ég tala út frá sjálfri mér þá finnst mér bara mikil forréttindi í því að búa í svona fallegum bæ þar sem náttúran er allt í kring svona falleg. Að geta bara farið í gönguskóna eða strigaskóna og þú gengur í fimm mínútur og þá ertu bara komin í guðsgræna náttúruna.” Náttúran í kringum Hveragerðisbæ er einstaklega falleg.Aðsend Og er nægilegt lóðaframboð hjá ykkur? „Já, við eigum nokkrar lóðir á lausu eins og er. Við erum með lóðir við Varmánna, sem eru ákaflega fallegar lóðir, þar eru nokkrar lausar lóðir og svo erum við líka að skoða áframhaldandi uppbyggingu í Kambalandi,” segir Jóhanna Ýr, formaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar um leið og hún hvetur áhugasama á fá sér ísrúnt í Hveragerði og skoða bæjarfélagið og alla uppbyggingu sem á sér þar stað. Sundlaugin í Laugaskarði er ein af perlunum í Hveragerði, sem heimamenn og aðrir eru duglegir að nýta sér.Aðsend Hveragerði Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Það er allt að gerast í Hveragerði því þar eru miklar framkvæmdir í gangi enda mikil uppbygging í bæjarfélaginu á fjölmörgum sviðum eins og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar þekkir manna best. „Þetta er stækkandi bær, fjölmargir að byggja húsnæði og svo erum við líka í ýmsum framkvæmdum sveitarfélagið. Við erum að fara að byggja leikskóla, við erum að stækka grunnskólann og svo er búið að samþykkja að ráðast í gervigrasvöll upp í dal, keppnisvöll og svo erum við líka að stækka íþróttahúsið,” segir Jóhanna. Jóhanna Ýr segist vera mjög ánægð með allar þessar framkvæmdir í bæjarfélaginu og ekki síður hvað íbúum er að fjölga í Hveragerði. „Þetta er ótrúlega fallegt bæjarstæði og ef ég tala út frá sjálfri mér þá finnst mér bara mikil forréttindi í því að búa í svona fallegum bæ þar sem náttúran er allt í kring svona falleg. Að geta bara farið í gönguskóna eða strigaskóna og þú gengur í fimm mínútur og þá ertu bara komin í guðsgræna náttúruna.” Náttúran í kringum Hveragerðisbæ er einstaklega falleg.Aðsend Og er nægilegt lóðaframboð hjá ykkur? „Já, við eigum nokkrar lóðir á lausu eins og er. Við erum með lóðir við Varmánna, sem eru ákaflega fallegar lóðir, þar eru nokkrar lausar lóðir og svo erum við líka að skoða áframhaldandi uppbyggingu í Kambalandi,” segir Jóhanna Ýr, formaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar um leið og hún hvetur áhugasama á fá sér ísrúnt í Hveragerði og skoða bæjarfélagið og alla uppbyggingu sem á sér þar stað. Sundlaugin í Laugaskarði er ein af perlunum í Hveragerði, sem heimamenn og aðrir eru duglegir að nýta sér.Aðsend
Hveragerði Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira