Sagði marbletti benda til að Navalní hefði verið haldið niðri Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2024 14:32 Minnisvarðar um Navlní hafa verið reistir víðsvegar um heiminn. Þessi er fyrir fram sendiráð Rússlands í Rúmeníu. AP/Vadim Ghirda Marblettir sem sagðir eru vera á líki Alexei Navalní benda til þess að hann hafi fengið einhvers konar flog þegar hann lést í fangelsi í norðarnverðri Síberíu á dögunum. Líkið var ekki flutt á þann stað sem lík fanga í fanganýlendunni IK-3 eru send. Þess í stað var lík Alexei Navalní flutt í líkhús sjúkrahúss í Salekhard í Síberíu þar sem lögregluþjónar stóðu vörð um það. Sjúkraflutningamaður sem blaðamaður Novaya Gazeta ræddi við sagði lík Navalnís hafa verið marið. Maðurinn taldi nokkuð víst að marblettirnir hefðu myndast við að Navalní hefði verið haldið niðri, líklega vegna einhverskonar flogs. Eins og bent er á í frétt NG segja sérfræðingar mikla vöðvakippi oft fylgifiska eitrunar, eins og eitrunar með Novichok taugaeitrinu. Þá sagði maðurinn einnig að marblettir bentu til þess að einhver hefði reynt endurlífgunartilraunir á Navalní. Heimildarmenn NG segja að enn hafi engin krufning verið framkvæmd og mögulega sé verið að bíða eftir sérfræðingum frá Moskvu. Fangelsismálayfirvöld í Rússlandi tilkynntu í fyrradag að Navalní hefði dáið eftir göngutúr í fanganýlendu í norðanverðri Síberíu. Hann var sagður hafa misst meðvitund eftir göngutúrinn og eiga endurlífgunartilraunir ekki að hafa borið árangur. Sjá einnig: Navalní sagður hafa dáið í fangelsi Navalní var 47 ára gamall og einn helsti pólitíski andstæðingur Vladimírs Pútin, forseta Rússlands. Hann hafði reynt að bjóða sig fram til forseta en var meinað það og hann stofnaði á árum áður samtök sem opinberuðu spillingu embættis- og stjórnmálamanna í Rússlandi. Árið 2020 var eitrað fyrir Navalní í Rússlandi með taugaeitrinu Novichok, sem þróað var af rússneska hernum. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi að útsendarar FSB, stofnuninni sem tók við af KGB, hefðu elt Navalní á þeim tíma þegar eitrað var fyrir honum. Rúmlega fjögur hundruð manns hafa verið handtekinn í Rússlandi fyrir mótmæli eða fyrir að leggja blóm á minnisvarða vegna dauða hans. Sjá einnig: Minnisvarðar um Navalní fjarlægðir og hundrað handteknir Júlía Navalní, eiginkona Alexei, birti í dag mynd af þeim tveimur á samfélagsmiðlum með textanum: „Ég elska þig“. View this post on Instagram A post shared by (@yulia_navalnaya) Rússland Mál Alexei Navalní Vladimír Pútín Tengdar fréttir Júlía Navalní segir að Pútín verði dreginn til ábyrgðar Júlía Navalní, eiginkona Alexei Navalní, sem sagður er hafa dáið í fangelsi í Síberíu í dag, segir að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, muni verða dreginn til ábyrgðar fyrir dauða eiginmanns hennar reynist satt að hann sé látinn. 16. febrúar 2024 16:00 Navalní heilsast vel og sendir hátíðarkveðjur Alexei Navalní leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi segist við góða heilsu eftir að hafa fundist í fanganýlendu í Síberíu eftir margra daga leit. Hann sendi fylgjendum sínum hátíðarkveðjur í tilkynningu á X í morgun. 26. desember 2023 13:57 Navalní horfinn úr fangelsi Alexei Navalní, pólitískur andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, missti af réttarhöldum í morgun, eftir að lögmenn hans höfðu ekki náð tali af honum í tæpa viku. Hann átti að sækja réttarhöldin gegnum fjarfundarbúnað en nú segja forsvarsmenn fanganýlendunnar þar sem hann hefur verið í afplánun að hann sé ekki lengur þar. 11. desember 2023 14:32 Navalní hlýtur Sakharov-verðlaunin Rússneski andófsmaðurinn Aleksei Navalní hlaut í dag hin árlegu Sakharov-verðlaun Evrópuþingsins fyrir framlag sitt til umbóta í rússneskum stjórnmálum. 20. október 2021 15:21 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Þess í stað var lík Alexei Navalní flutt í líkhús sjúkrahúss í Salekhard í Síberíu þar sem lögregluþjónar stóðu vörð um það. Sjúkraflutningamaður sem blaðamaður Novaya Gazeta ræddi við sagði lík Navalnís hafa verið marið. Maðurinn taldi nokkuð víst að marblettirnir hefðu myndast við að Navalní hefði verið haldið niðri, líklega vegna einhverskonar flogs. Eins og bent er á í frétt NG segja sérfræðingar mikla vöðvakippi oft fylgifiska eitrunar, eins og eitrunar með Novichok taugaeitrinu. Þá sagði maðurinn einnig að marblettir bentu til þess að einhver hefði reynt endurlífgunartilraunir á Navalní. Heimildarmenn NG segja að enn hafi engin krufning verið framkvæmd og mögulega sé verið að bíða eftir sérfræðingum frá Moskvu. Fangelsismálayfirvöld í Rússlandi tilkynntu í fyrradag að Navalní hefði dáið eftir göngutúr í fanganýlendu í norðanverðri Síberíu. Hann var sagður hafa misst meðvitund eftir göngutúrinn og eiga endurlífgunartilraunir ekki að hafa borið árangur. Sjá einnig: Navalní sagður hafa dáið í fangelsi Navalní var 47 ára gamall og einn helsti pólitíski andstæðingur Vladimírs Pútin, forseta Rússlands. Hann hafði reynt að bjóða sig fram til forseta en var meinað það og hann stofnaði á árum áður samtök sem opinberuðu spillingu embættis- og stjórnmálamanna í Rússlandi. Árið 2020 var eitrað fyrir Navalní í Rússlandi með taugaeitrinu Novichok, sem þróað var af rússneska hernum. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi að útsendarar FSB, stofnuninni sem tók við af KGB, hefðu elt Navalní á þeim tíma þegar eitrað var fyrir honum. Rúmlega fjögur hundruð manns hafa verið handtekinn í Rússlandi fyrir mótmæli eða fyrir að leggja blóm á minnisvarða vegna dauða hans. Sjá einnig: Minnisvarðar um Navalní fjarlægðir og hundrað handteknir Júlía Navalní, eiginkona Alexei, birti í dag mynd af þeim tveimur á samfélagsmiðlum með textanum: „Ég elska þig“. View this post on Instagram A post shared by (@yulia_navalnaya)
Rússland Mál Alexei Navalní Vladimír Pútín Tengdar fréttir Júlía Navalní segir að Pútín verði dreginn til ábyrgðar Júlía Navalní, eiginkona Alexei Navalní, sem sagður er hafa dáið í fangelsi í Síberíu í dag, segir að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, muni verða dreginn til ábyrgðar fyrir dauða eiginmanns hennar reynist satt að hann sé látinn. 16. febrúar 2024 16:00 Navalní heilsast vel og sendir hátíðarkveðjur Alexei Navalní leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi segist við góða heilsu eftir að hafa fundist í fanganýlendu í Síberíu eftir margra daga leit. Hann sendi fylgjendum sínum hátíðarkveðjur í tilkynningu á X í morgun. 26. desember 2023 13:57 Navalní horfinn úr fangelsi Alexei Navalní, pólitískur andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, missti af réttarhöldum í morgun, eftir að lögmenn hans höfðu ekki náð tali af honum í tæpa viku. Hann átti að sækja réttarhöldin gegnum fjarfundarbúnað en nú segja forsvarsmenn fanganýlendunnar þar sem hann hefur verið í afplánun að hann sé ekki lengur þar. 11. desember 2023 14:32 Navalní hlýtur Sakharov-verðlaunin Rússneski andófsmaðurinn Aleksei Navalní hlaut í dag hin árlegu Sakharov-verðlaun Evrópuþingsins fyrir framlag sitt til umbóta í rússneskum stjórnmálum. 20. október 2021 15:21 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Júlía Navalní segir að Pútín verði dreginn til ábyrgðar Júlía Navalní, eiginkona Alexei Navalní, sem sagður er hafa dáið í fangelsi í Síberíu í dag, segir að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, muni verða dreginn til ábyrgðar fyrir dauða eiginmanns hennar reynist satt að hann sé látinn. 16. febrúar 2024 16:00
Navalní heilsast vel og sendir hátíðarkveðjur Alexei Navalní leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi segist við góða heilsu eftir að hafa fundist í fanganýlendu í Síberíu eftir margra daga leit. Hann sendi fylgjendum sínum hátíðarkveðjur í tilkynningu á X í morgun. 26. desember 2023 13:57
Navalní horfinn úr fangelsi Alexei Navalní, pólitískur andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, missti af réttarhöldum í morgun, eftir að lögmenn hans höfðu ekki náð tali af honum í tæpa viku. Hann átti að sækja réttarhöldin gegnum fjarfundarbúnað en nú segja forsvarsmenn fanganýlendunnar þar sem hann hefur verið í afplánun að hann sé ekki lengur þar. 11. desember 2023 14:32
Navalní hlýtur Sakharov-verðlaunin Rússneski andófsmaðurinn Aleksei Navalní hlaut í dag hin árlegu Sakharov-verðlaun Evrópuþingsins fyrir framlag sitt til umbóta í rússneskum stjórnmálum. 20. október 2021 15:21