Útlendingur, um útlending, frá útlendingi, til útlendings Sabine Leskopf skrifar 19. febrúar 2024 08:31 Mikil umræða hefur verið um stefnu Samfylkingarinnar í því sem kallað er útlendingamálin, um breytingar eða mótun á stefnu flokksins. Ég er innflytjandi, eini kjörni fulltrúi Samfylkingarinnar í borgarstjórn sem er af erlendum uppruna og hef komið að þessari stefnumótun flokksins í öll þau 10 ár sem ég hef verið virk í honum og ég hef verið virk í málefnum innflytjenda í 20 ár. Tekið samtöl við jafnaðarfólk í flokknum, unnið í kosningum að ná til innflytjenda og og leitt stefnumótun og aðgerðir í þessum málaflokki hjá borginni. Ég hef líka talað allan þennan tíma við innflytjendur, nokkuð sem mér finnst lítið fyrir fara í umræðunni, en með störfum mínum í Alþjóðahúsi sáluga og sem formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna kynntist ég mörgum öðrum innflytjendum sem deildu sögum sínum með mér. Það gleymist oft að innflytjendur eru ekki bara útlendingar, heldur burðarstólpar vaxtar og velmegunar á Íslandi. En innflytjendur færa okkur svo miklu meira – list og matarmenningu, nýja þekkingu og einfaldlega litríkara líf. Og saga þeirra er svo miklu eldri en margir vilja vera láta núna, sem dæmi má nefna alla tónlistarmennina sem flúðu hingað á fjórða áratug síðustu aldar og voru svo undirstaða tónlistarlífs í landinu. Án þeirra og annarra listmanna væri Ísland miklu fátækara menningarlega. Samtal og samstaða Samfylkingin er lýðræðisflokkur og ég bæði fagna og krefst þess að við leggjum meiri áherslu á að ræða þessi mál betur, það eru og verða örugglega áfram alls konar mismunandi skoðanir en það sem við erum sammála um eins og fram hefur komið í eiginlega öllum viðtölum og færslum er: Íslenskt samfélag myndi einfaldlega hrynja án innflytjenda – það gildir fyrir ummönnunarstörfin, heilbrigðiskerfið, ferðaþjónustuna, en líka nýsköpun og háskólakerfið. Ísland er orðið fjölbreytt samfélag og við þurfum að standa miklu betur að inngildingu allra. Ef við jaðarsetjum fólk þá tapa öll á endanum. Við erum hluti af alþjóðlegu samfélagi, því fylgja skuldbindingar varðandi umsækjendur um alþjóðlega vernd og flóttafólk, en líka tækifæri, bæði fyrir þá 70.000 innflytjendur sem kjósa að eiga heima hér og þá 50.000 Íslendinga sem kjósa að eiga heima í útlöndum. Umgjörð, ákvarðanataka og ferlar í kringum móttöku umsækjenda um alþjóðlega vernd og flóttafólk er hins vegar verulega ábótavant. Um allt annað sem við þurfum að ræða er ég tilbúin að leggja mitt af mörkum. Og kannski væri einfaldlega best að greina virkilega á milli – tala um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd annars vegar og íbúa af erlendum uppruna hins vegar. Það er fólkið sem á heima hér, sama með hvaða hætti það kom hingað einhvern tíma – sem maki, sem flóttamaður, sem starfsmaður í ferðaþjónustu, sem sérfræðingur eða einfaldlega vegna þess að Ísland heillaði. Og þar er nóg af verkefnum: styðja við börn með annað móðurmál í skólakerfinu, gera fólkinu kleift að læra íslensku, vinna gegn launamun, fræða fólk um fjölbreytileikann og mannréttindi, bjóða viðeigandi þjónustu og tryggja gott samfélag þar sem allir fái að njóta sín til fulls og þeim er mætt af virðingu. Ekki svo flókið. Höfundurinn er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Samfylkingin Innflytjendamál Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið um stefnu Samfylkingarinnar í því sem kallað er útlendingamálin, um breytingar eða mótun á stefnu flokksins. Ég er innflytjandi, eini kjörni fulltrúi Samfylkingarinnar í borgarstjórn sem er af erlendum uppruna og hef komið að þessari stefnumótun flokksins í öll þau 10 ár sem ég hef verið virk í honum og ég hef verið virk í málefnum innflytjenda í 20 ár. Tekið samtöl við jafnaðarfólk í flokknum, unnið í kosningum að ná til innflytjenda og og leitt stefnumótun og aðgerðir í þessum málaflokki hjá borginni. Ég hef líka talað allan þennan tíma við innflytjendur, nokkuð sem mér finnst lítið fyrir fara í umræðunni, en með störfum mínum í Alþjóðahúsi sáluga og sem formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna kynntist ég mörgum öðrum innflytjendum sem deildu sögum sínum með mér. Það gleymist oft að innflytjendur eru ekki bara útlendingar, heldur burðarstólpar vaxtar og velmegunar á Íslandi. En innflytjendur færa okkur svo miklu meira – list og matarmenningu, nýja þekkingu og einfaldlega litríkara líf. Og saga þeirra er svo miklu eldri en margir vilja vera láta núna, sem dæmi má nefna alla tónlistarmennina sem flúðu hingað á fjórða áratug síðustu aldar og voru svo undirstaða tónlistarlífs í landinu. Án þeirra og annarra listmanna væri Ísland miklu fátækara menningarlega. Samtal og samstaða Samfylkingin er lýðræðisflokkur og ég bæði fagna og krefst þess að við leggjum meiri áherslu á að ræða þessi mál betur, það eru og verða örugglega áfram alls konar mismunandi skoðanir en það sem við erum sammála um eins og fram hefur komið í eiginlega öllum viðtölum og færslum er: Íslenskt samfélag myndi einfaldlega hrynja án innflytjenda – það gildir fyrir ummönnunarstörfin, heilbrigðiskerfið, ferðaþjónustuna, en líka nýsköpun og háskólakerfið. Ísland er orðið fjölbreytt samfélag og við þurfum að standa miklu betur að inngildingu allra. Ef við jaðarsetjum fólk þá tapa öll á endanum. Við erum hluti af alþjóðlegu samfélagi, því fylgja skuldbindingar varðandi umsækjendur um alþjóðlega vernd og flóttafólk, en líka tækifæri, bæði fyrir þá 70.000 innflytjendur sem kjósa að eiga heima hér og þá 50.000 Íslendinga sem kjósa að eiga heima í útlöndum. Umgjörð, ákvarðanataka og ferlar í kringum móttöku umsækjenda um alþjóðlega vernd og flóttafólk er hins vegar verulega ábótavant. Um allt annað sem við þurfum að ræða er ég tilbúin að leggja mitt af mörkum. Og kannski væri einfaldlega best að greina virkilega á milli – tala um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd annars vegar og íbúa af erlendum uppruna hins vegar. Það er fólkið sem á heima hér, sama með hvaða hætti það kom hingað einhvern tíma – sem maki, sem flóttamaður, sem starfsmaður í ferðaþjónustu, sem sérfræðingur eða einfaldlega vegna þess að Ísland heillaði. Og þar er nóg af verkefnum: styðja við börn með annað móðurmál í skólakerfinu, gera fólkinu kleift að læra íslensku, vinna gegn launamun, fræða fólk um fjölbreytileikann og mannréttindi, bjóða viðeigandi þjónustu og tryggja gott samfélag þar sem allir fái að njóta sín til fulls og þeim er mætt af virðingu. Ekki svo flókið. Höfundurinn er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun