Messi vippaði yfir meiddan mann Sindri Sverrisson skrifar 22. febrúar 2024 07:31 Lionel Messi og félagar í Inter Miami hófu leiktíðina á sigri. Getty/Megan Briggs Lionel Messi var í sviðsljósinu þegar Inter Miami hóf nýja leiktíð í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta á því að vinna 2-0 sigur gegn Real Salt Lake í gærkvöld. Messi lagði upp fyrra mark leiksins fyrir Robert Taylor á 39. mínútu, þó að Zac MacMath væri reyndar afar nálægt því að verja skotið úr þröngu færi. The first goal of the 2024 MLS season belongs to Robert Taylor Lionel Messi plays Taylor through Real Salt Lake's defense and the Finnish forward squeezes one past Zac MacMath. @MLS pic.twitter.com/l6qk7UXpXB— The Athletic Soccer (@TheAthleticSCCR) February 22, 2024 Gömlu Barcelona-samherjarnir Messi og Luis Suárez hjálpuðust svo að við að leggja upp seinna markið fyrir Diego Gomez tæpum tíu mínútum fyrir leikslok. Dynamic combination from Messi and Suárez sets up Inter Miami's second goal, finished by Diego Gómez #beINSPORTS Via: @MLS pic.twitter.com/nBo7xtaNyk— beIN SPORTS USA (@beINSPORTSUSA) February 22, 2024 Það sem vakti hins vegar ekki síður athygli er þegar hinn 36 ára Messi sýndi töfrana í tánum undir lok fyrri hálfleiks, og vippaði boltanum snyrtilega yfir leikmann sem lá í vítateigsboga Real Salt Lake. Skotið sem á eftir fylgdi fór hins vegar beint í varnarmann eins og sjá má. Messi really chipped a player who was down injured pic.twitter.com/BN3fpsDjxy— B/R Football (@brfootball) February 22, 2024 Koma Messi til Miami síðasta sumar vakti auðvitað mikla athygli og hann vann norður-ameríska deildabikarinn með liðinu, en gengið í MLS-deildinni var afar dapurt og Inter Miami endaði í 14. og næstneðsta sæti, langt frá úrslitakeppninni. Nú hefur hinn 37 ára gamli Suárez bæst í hópinn, sem og þeir Sergio Busquets og Jordi Alba, sem allir léku með Barcelona líkt og Messi, og liðið því orðið að meistarakandídötum. David Beckham er einn af eigendum Inter Miami og næsti leikur liðsins er gegn gamla félaginu hans, LA Galaxy, á útivelli á sunnudaginn. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira
Messi lagði upp fyrra mark leiksins fyrir Robert Taylor á 39. mínútu, þó að Zac MacMath væri reyndar afar nálægt því að verja skotið úr þröngu færi. The first goal of the 2024 MLS season belongs to Robert Taylor Lionel Messi plays Taylor through Real Salt Lake's defense and the Finnish forward squeezes one past Zac MacMath. @MLS pic.twitter.com/l6qk7UXpXB— The Athletic Soccer (@TheAthleticSCCR) February 22, 2024 Gömlu Barcelona-samherjarnir Messi og Luis Suárez hjálpuðust svo að við að leggja upp seinna markið fyrir Diego Gomez tæpum tíu mínútum fyrir leikslok. Dynamic combination from Messi and Suárez sets up Inter Miami's second goal, finished by Diego Gómez #beINSPORTS Via: @MLS pic.twitter.com/nBo7xtaNyk— beIN SPORTS USA (@beINSPORTSUSA) February 22, 2024 Það sem vakti hins vegar ekki síður athygli er þegar hinn 36 ára Messi sýndi töfrana í tánum undir lok fyrri hálfleiks, og vippaði boltanum snyrtilega yfir leikmann sem lá í vítateigsboga Real Salt Lake. Skotið sem á eftir fylgdi fór hins vegar beint í varnarmann eins og sjá má. Messi really chipped a player who was down injured pic.twitter.com/BN3fpsDjxy— B/R Football (@brfootball) February 22, 2024 Koma Messi til Miami síðasta sumar vakti auðvitað mikla athygli og hann vann norður-ameríska deildabikarinn með liðinu, en gengið í MLS-deildinni var afar dapurt og Inter Miami endaði í 14. og næstneðsta sæti, langt frá úrslitakeppninni. Nú hefur hinn 37 ára gamli Suárez bæst í hópinn, sem og þeir Sergio Busquets og Jordi Alba, sem allir léku með Barcelona líkt og Messi, og liðið því orðið að meistarakandídötum. David Beckham er einn af eigendum Inter Miami og næsti leikur liðsins er gegn gamla félaginu hans, LA Galaxy, á útivelli á sunnudaginn.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira