„Ný sýklalyf munu ekki bjarga okkur út úr þessu vandamáli“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. febrúar 2024 14:20 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Draga þarf úr notkun sýklalyfja eins og kostur er og gera hana skynsamlegri, bæði hjá mönnum og dýrum. Þetta er á meðal tillagna starfshóps um leiðir til að sporna gegn sýklalyfjaónæmi. Ný lyf munu ekki bjarga okkur úr þeim vanda sem blasir við vegna sýklalyfjaónæmra baktería að sögn fyrrverandi sóttvarnalæknis. Í skýrslu starfshópsins, sem heilbrigðisráðherra setti á laggirnar, segir að sýklalyfjaónæmi sé ein stærsta heilbrigðisógn sem heimurinn standi frammi fyrir í dag og að ógnin fari vaxandi með hverju ári. Í sumum löndum greinast sýkingar af völdum baktería sem engin sýklalyf vinna á sem skapar ástand sem minnir á tímann fyrir uppgötvun sýklalyfja. Þverfaglegur starfshópur hefur nú skilað skýrslu með aðgerðum til að sporna gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, sat í starfshópnum en tillögurnar eru viðamiklar og nálgunin heildstæð. „Þetta eru aðgerðir sem snúa að mönnum, dýrum, umhverfi, matvælum og fleira þannig að við reynum að hafa þetta eins viðamikið og við getum,“ segir Þórólfur. Verkefnum er forgangsraðað eftir mikilvægi. „Helstu atriðin sem skipta þarna máli er fræðsla um sýklalyfjanotkun; að grípa til aðgerða til að reyna að minnka sýklalyfjanotkun og gera hana skynsamlegri, bæði hjá mönnum og dýrum. Reyndar er sýklalyfjanotkun á dýrum í góðu horfi eins og er. Svo snýr þetta mikið að vöktun, að geta fylgst vel með hvað er að gerast.“ Draga þarf úr útbreiðslu sýkinga til að byrja með, til dæmis með bólusetningu, hreinlæti og sóttvörnum. „Það eru ýmsar bólusetningar sem koma í veg fyrir sýkingar hjá mönnum og börnum til dæmis, sem eru núna í gangi og gætu orðið þýðingamiklar á næstunni sem geta komið í veg fyrir alls konar sýkingar og komið þannig í veg fyrir sýklalyfjanotkun.“ Þórólfur segir ekki von á nýrri og öflugri sýklalyfjum sem geti bjargað okkur úr þessum vanda. „Það eru mjög fá sýklalyf í þróun og jafnvel þó þau kæmu á markað þá væru þau örugglega mjög dýr, mjög breiðvirk og yrðu örugglega ekki notuð nema í svona völdum tilvikum og það er einmitt þess vegna sem við erum að fram hefja það að það þurfi að grípa til svona aðgerða til að koma í veg fyrir svona hluti, útbreiðslu sýklalyfjaónæmis, því ný sýklalyf munu ekki bjarga okkur út úr þessu vandamáli.“ Lyf Heilsa Heilbrigðismál Tengdar fréttir Innkalla lyf vegna áhættu á sýkingum af völdum sýklalyfjaónæmrar bakteríu Lyfjastofnun hefur stöðvað sölu og ávísanir á sýklalyfið Staklox vegna áhættu á sýkingu af völdum sýklalyfjaónæmra baktería. Stofnunin hefur einnig innkallað lyfið frá þeim sjúklingum sem hafa fengið því ávísað. 10. febrúar 2023 07:38 Þórólfur leiðir starfshóp um sýklalyfjaónæmi Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, hefur verið skipaður formaður starfshóps sem móta á framtíðarsýn um áætlun við að sporna gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería. Hann hefur verið ráðinn tímabundið til heilbrigðisráðuneytisins til að leiða verkefni en það er unnið með matvælaráðuneyti og ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála. 24. nóvember 2022 15:30 Dauðsföllum af völdum sýklalyfjaónæmra baktería fjölgaði um 15 prósent Dauðsföllum af völdum sýklalyfjaónæmra baktería fjölgaði um 15 prósent í Bandaríkjunum árið 2020, á sama tíma og sýklalyfjum var ávísað til fjölda fólks vegna kórónuveirunnar og sýkinga hjá sjúklingum sem dvöldu langdvölum á heilbrigðisstofnunum. 13. júlí 2022 11:07 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Í skýrslu starfshópsins, sem heilbrigðisráðherra setti á laggirnar, segir að sýklalyfjaónæmi sé ein stærsta heilbrigðisógn sem heimurinn standi frammi fyrir í dag og að ógnin fari vaxandi með hverju ári. Í sumum löndum greinast sýkingar af völdum baktería sem engin sýklalyf vinna á sem skapar ástand sem minnir á tímann fyrir uppgötvun sýklalyfja. Þverfaglegur starfshópur hefur nú skilað skýrslu með aðgerðum til að sporna gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, sat í starfshópnum en tillögurnar eru viðamiklar og nálgunin heildstæð. „Þetta eru aðgerðir sem snúa að mönnum, dýrum, umhverfi, matvælum og fleira þannig að við reynum að hafa þetta eins viðamikið og við getum,“ segir Þórólfur. Verkefnum er forgangsraðað eftir mikilvægi. „Helstu atriðin sem skipta þarna máli er fræðsla um sýklalyfjanotkun; að grípa til aðgerða til að reyna að minnka sýklalyfjanotkun og gera hana skynsamlegri, bæði hjá mönnum og dýrum. Reyndar er sýklalyfjanotkun á dýrum í góðu horfi eins og er. Svo snýr þetta mikið að vöktun, að geta fylgst vel með hvað er að gerast.“ Draga þarf úr útbreiðslu sýkinga til að byrja með, til dæmis með bólusetningu, hreinlæti og sóttvörnum. „Það eru ýmsar bólusetningar sem koma í veg fyrir sýkingar hjá mönnum og börnum til dæmis, sem eru núna í gangi og gætu orðið þýðingamiklar á næstunni sem geta komið í veg fyrir alls konar sýkingar og komið þannig í veg fyrir sýklalyfjanotkun.“ Þórólfur segir ekki von á nýrri og öflugri sýklalyfjum sem geti bjargað okkur úr þessum vanda. „Það eru mjög fá sýklalyf í þróun og jafnvel þó þau kæmu á markað þá væru þau örugglega mjög dýr, mjög breiðvirk og yrðu örugglega ekki notuð nema í svona völdum tilvikum og það er einmitt þess vegna sem við erum að fram hefja það að það þurfi að grípa til svona aðgerða til að koma í veg fyrir svona hluti, útbreiðslu sýklalyfjaónæmis, því ný sýklalyf munu ekki bjarga okkur út úr þessu vandamáli.“
Lyf Heilsa Heilbrigðismál Tengdar fréttir Innkalla lyf vegna áhættu á sýkingum af völdum sýklalyfjaónæmrar bakteríu Lyfjastofnun hefur stöðvað sölu og ávísanir á sýklalyfið Staklox vegna áhættu á sýkingu af völdum sýklalyfjaónæmra baktería. Stofnunin hefur einnig innkallað lyfið frá þeim sjúklingum sem hafa fengið því ávísað. 10. febrúar 2023 07:38 Þórólfur leiðir starfshóp um sýklalyfjaónæmi Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, hefur verið skipaður formaður starfshóps sem móta á framtíðarsýn um áætlun við að sporna gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería. Hann hefur verið ráðinn tímabundið til heilbrigðisráðuneytisins til að leiða verkefni en það er unnið með matvælaráðuneyti og ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála. 24. nóvember 2022 15:30 Dauðsföllum af völdum sýklalyfjaónæmra baktería fjölgaði um 15 prósent Dauðsföllum af völdum sýklalyfjaónæmra baktería fjölgaði um 15 prósent í Bandaríkjunum árið 2020, á sama tíma og sýklalyfjum var ávísað til fjölda fólks vegna kórónuveirunnar og sýkinga hjá sjúklingum sem dvöldu langdvölum á heilbrigðisstofnunum. 13. júlí 2022 11:07 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Innkalla lyf vegna áhættu á sýkingum af völdum sýklalyfjaónæmrar bakteríu Lyfjastofnun hefur stöðvað sölu og ávísanir á sýklalyfið Staklox vegna áhættu á sýkingu af völdum sýklalyfjaónæmra baktería. Stofnunin hefur einnig innkallað lyfið frá þeim sjúklingum sem hafa fengið því ávísað. 10. febrúar 2023 07:38
Þórólfur leiðir starfshóp um sýklalyfjaónæmi Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, hefur verið skipaður formaður starfshóps sem móta á framtíðarsýn um áætlun við að sporna gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería. Hann hefur verið ráðinn tímabundið til heilbrigðisráðuneytisins til að leiða verkefni en það er unnið með matvælaráðuneyti og ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála. 24. nóvember 2022 15:30
Dauðsföllum af völdum sýklalyfjaónæmra baktería fjölgaði um 15 prósent Dauðsföllum af völdum sýklalyfjaónæmra baktería fjölgaði um 15 prósent í Bandaríkjunum árið 2020, á sama tíma og sýklalyfjum var ávísað til fjölda fólks vegna kórónuveirunnar og sýkinga hjá sjúklingum sem dvöldu langdvölum á heilbrigðisstofnunum. 13. júlí 2022 11:07