Það er dýrt að spara orkuna fyrir ríkið Gísli Stefánsson skrifar 23. febrúar 2024 11:00 Nú hafa Orkumálaráðherra, Landsnet, Vestmannaeyjabær, HS Veitur og atvinnulífið í Vestmannaeyjum skrifað undir viljayfirlýsingu um að lagðir verði tveir nýjir rafstrengir milli lands og eyja. Lagning strengjanna mun án efa styrkja atvinnulíf og auka gæði búsetu í Eyjum enn frekar… ef…tekst að búa til orkuna sem sem nú er skortur á í landinu. Gaddavírinn kemur í veg fyrir leyfin Leyfisveitingakerfinu má líkja við ókleifar gaddavírsgirðingar sem tekur mörg ár að klippa sig í gegnum og þjónar engum öðrum tilgangi en að vernda umhverfið sem brennsla jarðefnaeldsneytisins fær á meðan að skaða. Á meðan er grunnt á orkunni sem þörf er á víða um land. Orkunni ekki sóað í Eyjum Í orkuskorti má færa rök fyrir því jafnt sem í eðlilegu árferði að orkunni skal ekki sóa. Hér í Eyjum er varmadælustöð sem er frábært tæki til orkusparnaðar, en hún breytir 3MW af raforku yfir í 9MW af varmaorku til húshitunar. Þetta er mjög umhverfisvænt og á að koma í veg fyrir brennslu jarðefnaeldsneytis sem annars þyrfti að grípa til þegar kemur til skerðinga á raforku til fjarvarmaveitunnar í Eyjum. Á að vera dýrt að spara? En nú vandast málið. Með því að spara 6 MW af rafmagni hækkar flutningskostnaður raforkunar hjá Landsneti upp úr öllu valdi því gjaldskráin gerir ekki ráð fyrir því að orka sé spöruð. Þetta er einn helsti þátturinn í því að nú hafa hitaveitureikningar Vestmannaeyinga hækkað um 25% á innan við ári. Það er eðlilegt þegar næg orka er til skiptana að verðlauna þá sem kaupa meira með lægra verði en það skýtur skökku við í orkuskorti að refsa þeim sem spara. Hvati gegn orkuskiptum Hér er ríkið með módel sem hvetur til hækkunnar gjalda óháð orkuskorti, verðbólgu og háu vaxtastigi. Við erum semsagt með kerfi sem þjónar öðrum tilgangi en það þarf að gera í aðstæðum dagsins í dag og vinnur gegn þeim sem þurfa að nýta þjónustuna. Til að vinna á móti þróuninni hefur ríkið svo valið að auka niðurgreiðslu til Vestmannaeyinga úr Orkusjóði sem kemur ekki á móti hækkuninn nema að hluta. Ríkið færir því fjármagn á milli vasa sem er heldur ekki frítt því það kostar mannafla til útreikninga og eftirlits. Rekstrarhæf verð á orku til innviða Nú væri nær að hætta þessu vasatilfærslum sem eru ekkert annað en plástrar og tryggja að hvatar séu í kerfinu til þess að spara orkuna. Sér í lagi þegar orkuframleiðandinn, sem er líka ríkið, hefur lýst yfir orkuskorti á Íslandi. Þeir sem halda uppi innviðum í samfélögum um allt land þurfa að hafa aðgengi að orku til þeirra innviða á rekstrarhæfu verði. Nýleg skýrsla ÍSOR um hitaveitur á Íslandi sýnir að 2/3 hitaveitna á landinu eru í vanda. Ekki er hægt að útiloka það að einhver af þeim veitum þurfi í framtíðinni að nýta raforku til húshitunar líkt. Þörfin á lagfæringu í þessum málaflokki er því augljós og því megum við engan tíma missa. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vestmannaeyjar Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Gísli Stefánsson Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nú hafa Orkumálaráðherra, Landsnet, Vestmannaeyjabær, HS Veitur og atvinnulífið í Vestmannaeyjum skrifað undir viljayfirlýsingu um að lagðir verði tveir nýjir rafstrengir milli lands og eyja. Lagning strengjanna mun án efa styrkja atvinnulíf og auka gæði búsetu í Eyjum enn frekar… ef…tekst að búa til orkuna sem sem nú er skortur á í landinu. Gaddavírinn kemur í veg fyrir leyfin Leyfisveitingakerfinu má líkja við ókleifar gaddavírsgirðingar sem tekur mörg ár að klippa sig í gegnum og þjónar engum öðrum tilgangi en að vernda umhverfið sem brennsla jarðefnaeldsneytisins fær á meðan að skaða. Á meðan er grunnt á orkunni sem þörf er á víða um land. Orkunni ekki sóað í Eyjum Í orkuskorti má færa rök fyrir því jafnt sem í eðlilegu árferði að orkunni skal ekki sóa. Hér í Eyjum er varmadælustöð sem er frábært tæki til orkusparnaðar, en hún breytir 3MW af raforku yfir í 9MW af varmaorku til húshitunar. Þetta er mjög umhverfisvænt og á að koma í veg fyrir brennslu jarðefnaeldsneytis sem annars þyrfti að grípa til þegar kemur til skerðinga á raforku til fjarvarmaveitunnar í Eyjum. Á að vera dýrt að spara? En nú vandast málið. Með því að spara 6 MW af rafmagni hækkar flutningskostnaður raforkunar hjá Landsneti upp úr öllu valdi því gjaldskráin gerir ekki ráð fyrir því að orka sé spöruð. Þetta er einn helsti þátturinn í því að nú hafa hitaveitureikningar Vestmannaeyinga hækkað um 25% á innan við ári. Það er eðlilegt þegar næg orka er til skiptana að verðlauna þá sem kaupa meira með lægra verði en það skýtur skökku við í orkuskorti að refsa þeim sem spara. Hvati gegn orkuskiptum Hér er ríkið með módel sem hvetur til hækkunnar gjalda óháð orkuskorti, verðbólgu og háu vaxtastigi. Við erum semsagt með kerfi sem þjónar öðrum tilgangi en það þarf að gera í aðstæðum dagsins í dag og vinnur gegn þeim sem þurfa að nýta þjónustuna. Til að vinna á móti þróuninni hefur ríkið svo valið að auka niðurgreiðslu til Vestmannaeyinga úr Orkusjóði sem kemur ekki á móti hækkuninn nema að hluta. Ríkið færir því fjármagn á milli vasa sem er heldur ekki frítt því það kostar mannafla til útreikninga og eftirlits. Rekstrarhæf verð á orku til innviða Nú væri nær að hætta þessu vasatilfærslum sem eru ekkert annað en plástrar og tryggja að hvatar séu í kerfinu til þess að spara orkuna. Sér í lagi þegar orkuframleiðandinn, sem er líka ríkið, hefur lýst yfir orkuskorti á Íslandi. Þeir sem halda uppi innviðum í samfélögum um allt land þurfa að hafa aðgengi að orku til þeirra innviða á rekstrarhæfu verði. Nýleg skýrsla ÍSOR um hitaveitur á Íslandi sýnir að 2/3 hitaveitna á landinu eru í vanda. Ekki er hægt að útiloka það að einhver af þeim veitum þurfi í framtíðinni að nýta raforku til húshitunar líkt. Þörfin á lagfæringu í þessum málaflokki er því augljós og því megum við engan tíma missa. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar