Greinir í fyrsta sinn opinberlega frá mannfalli Lovísa Arnardóttir skrifar 25. febrúar 2024 16:55 Selenskíj hefur aldrei áður greint frá fjölda látinna hermanna. Vísir/EPA Um það bil 31 þúsund hermenn hafa fallið í átökum eftir að innrás Rússa hófst í Úkraínu. Frá því greindi forseti landsins, Volodmír Selenskíj, á viðburði í Kænugarði í dag þar sem þess var minnst að tvö ár eru frá upphafi stríðsins. „Andlát hvers og eins er mikill missir fyrir okkur. 31 þúsund úkraínskir hermenn hafa dáið í þessu stríði,“ sagði Selenskíj á viðburðinum sem kallast „Úkraína. Árið 2024“ og var haldinn í Kænugarði í dag. Selenskíj hefur aldrei áður sagt frá því opinberlega nákvæmlega hversu margir hermenn hafi dáið frá því að stríðið hófst. Hann tók ekki fram hvort að þessi tala ætti við síðustu tvö ár eða hvort þetta ætti við síðustu tíu ár, frá því að innrás Rússa hófst í Úkraínu. Í erindi sínu sagði Selenskíj að 180 þúsund rússneskir hermenn hafi verið drepnir í stríðinu og að um 320 þúsund hafi látist eftir að hafa særst. Þannig hafi alls hálf milljón rússneskra hermanna dáið frá því að stríðið hófst. Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, forsætisráðherra Ítalíu Giorgia Meloni, Selenskíj, Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og forsætisráðherra Belgíu Alexander De Croo voru öll á blaðamannafundi eftir að tilkynnt var um aukinn stuðning. Vísir/EPA „Ég segi ekki hversu margir [Úkraínumenn] eru særðir af því að þá mun Rússland vita hversu margir eru ekki lengur á vígvellinum.“ Selenskíj sagði óljóst hversu margir almennir borgarar hefðu verið drepnir og að í raun væri ómögulegt að komast að því. Það yrði ekki hægt að gera það fyrr en öll svæði yrðu frelsuð frá hernámi Rússa. Töf á hjálpargögnun kosti mannslíf og landsvæði Selenskíj greindi frá þessu stuttu eftir að varnarmálaráðherra Úkraínu, Rustam Umerov, greindi frá því í sjónvarpsávarpi að töf væri á helmingi allra hjálpargagna sem hefur verið send til Úkraínu frá vestrænum ríkjum. Það hafi kostað þau mannslíf og landsvæði. Hann sagði í ávarpinu að loforð væri ekki það sama og afhending. Í umfjöllun BBC um málið segir að undanfarið hafi verið bakslag í baráttu Úkraínumanna gegn Rússum og að skortur á gögnum skipti þar verulegu máli. Vestrænir leiðtogar minntust þess að tvö ár eru frá því að stríðið hófst. Vísir/EPA Þar segir einnig að varnarmálaráðherra Þýskalands, Boris Pistorius, hafi varað við því í nóvember að áætlanir um að senda milljón byssukúlur í fallbyssur fyrir lok marsmánaðar myndi líklega ekki ganga upp og í janúar sagði í tilkynningu frá Evrópusambandinu að helmingur yrði kominn í mars en að líklega myndi ekki nást að senda allt fyrr en við árslok þessa árs. Selenskíj hefur sagt að ástæða þess að herinn hafi ekki getað hafið gagnsókn sína fyrr sé skortur á vopnum. Lofa auknum stuðningi Fjölmargir vestrænir leiðtogar ferðuðust til Kænugarðs um helgina til að minnast þess að tvö ár eru frá því að stríðið hófst og mikill fjöldi lagði á flótta. Tilkynnt var á viðburðinum í dag að Ítalir og Kanadamenn hefðu skrifað undir samninga við Úkraínu um meiri stuðning þar til Úkraína getur gengið til liðs við NATO. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Evrópusambandið Belgía Ítalía Kanada NATO Tengdar fréttir Úkraína í erfiðri stöðu á viðsjárverðum tímamótum Úkraínuforseti hvatti í dag þjóð sína til að halda áfram að berjast í stríðinu við Rússa, sem nú hefur staðið yfir í nákvæmlega tvö ár. Úkraínumenn eru í afar erfiðri stöðu í upphafi þriðja árs innrásar; vopn eru af skornum skammti og forsetinn berst fyrir framtíðarfjármögnun að utan. 24. febrúar 2024 21:46 Áfrýjun Rússa hafnað og útilokun staðfest Áfrýjun Ólympíunefndar Rússlands gegn ákvörðun Alþjóða Ólympíunefndarinnar um aðildarbann var hafnað af áfrýjunardómstóli íþrótta. 24. febrúar 2024 11:29 Í Kænugarði til að sýna Úkraínu samstöðu eftir nær tvö ár af stríði Á morgun eru tvö ár síðan Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu sem leitt hefur til stærstu öryggiskrísu í Evrópu í nokkra áratugi. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis er af þessu tilefni stödd í Kænugarði en hún segir baráttuvilja- og þrek Úkraínumanna mikið og að Evrópa þurfi að standa betur með þeim. 23. febrúar 2024 14:35 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjá meira
„Andlát hvers og eins er mikill missir fyrir okkur. 31 þúsund úkraínskir hermenn hafa dáið í þessu stríði,“ sagði Selenskíj á viðburðinum sem kallast „Úkraína. Árið 2024“ og var haldinn í Kænugarði í dag. Selenskíj hefur aldrei áður sagt frá því opinberlega nákvæmlega hversu margir hermenn hafi dáið frá því að stríðið hófst. Hann tók ekki fram hvort að þessi tala ætti við síðustu tvö ár eða hvort þetta ætti við síðustu tíu ár, frá því að innrás Rússa hófst í Úkraínu. Í erindi sínu sagði Selenskíj að 180 þúsund rússneskir hermenn hafi verið drepnir í stríðinu og að um 320 þúsund hafi látist eftir að hafa særst. Þannig hafi alls hálf milljón rússneskra hermanna dáið frá því að stríðið hófst. Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, forsætisráðherra Ítalíu Giorgia Meloni, Selenskíj, Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og forsætisráðherra Belgíu Alexander De Croo voru öll á blaðamannafundi eftir að tilkynnt var um aukinn stuðning. Vísir/EPA „Ég segi ekki hversu margir [Úkraínumenn] eru særðir af því að þá mun Rússland vita hversu margir eru ekki lengur á vígvellinum.“ Selenskíj sagði óljóst hversu margir almennir borgarar hefðu verið drepnir og að í raun væri ómögulegt að komast að því. Það yrði ekki hægt að gera það fyrr en öll svæði yrðu frelsuð frá hernámi Rússa. Töf á hjálpargögnun kosti mannslíf og landsvæði Selenskíj greindi frá þessu stuttu eftir að varnarmálaráðherra Úkraínu, Rustam Umerov, greindi frá því í sjónvarpsávarpi að töf væri á helmingi allra hjálpargagna sem hefur verið send til Úkraínu frá vestrænum ríkjum. Það hafi kostað þau mannslíf og landsvæði. Hann sagði í ávarpinu að loforð væri ekki það sama og afhending. Í umfjöllun BBC um málið segir að undanfarið hafi verið bakslag í baráttu Úkraínumanna gegn Rússum og að skortur á gögnum skipti þar verulegu máli. Vestrænir leiðtogar minntust þess að tvö ár eru frá því að stríðið hófst. Vísir/EPA Þar segir einnig að varnarmálaráðherra Þýskalands, Boris Pistorius, hafi varað við því í nóvember að áætlanir um að senda milljón byssukúlur í fallbyssur fyrir lok marsmánaðar myndi líklega ekki ganga upp og í janúar sagði í tilkynningu frá Evrópusambandinu að helmingur yrði kominn í mars en að líklega myndi ekki nást að senda allt fyrr en við árslok þessa árs. Selenskíj hefur sagt að ástæða þess að herinn hafi ekki getað hafið gagnsókn sína fyrr sé skortur á vopnum. Lofa auknum stuðningi Fjölmargir vestrænir leiðtogar ferðuðust til Kænugarðs um helgina til að minnast þess að tvö ár eru frá því að stríðið hófst og mikill fjöldi lagði á flótta. Tilkynnt var á viðburðinum í dag að Ítalir og Kanadamenn hefðu skrifað undir samninga við Úkraínu um meiri stuðning þar til Úkraína getur gengið til liðs við NATO.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Evrópusambandið Belgía Ítalía Kanada NATO Tengdar fréttir Úkraína í erfiðri stöðu á viðsjárverðum tímamótum Úkraínuforseti hvatti í dag þjóð sína til að halda áfram að berjast í stríðinu við Rússa, sem nú hefur staðið yfir í nákvæmlega tvö ár. Úkraínumenn eru í afar erfiðri stöðu í upphafi þriðja árs innrásar; vopn eru af skornum skammti og forsetinn berst fyrir framtíðarfjármögnun að utan. 24. febrúar 2024 21:46 Áfrýjun Rússa hafnað og útilokun staðfest Áfrýjun Ólympíunefndar Rússlands gegn ákvörðun Alþjóða Ólympíunefndarinnar um aðildarbann var hafnað af áfrýjunardómstóli íþrótta. 24. febrúar 2024 11:29 Í Kænugarði til að sýna Úkraínu samstöðu eftir nær tvö ár af stríði Á morgun eru tvö ár síðan Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu sem leitt hefur til stærstu öryggiskrísu í Evrópu í nokkra áratugi. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis er af þessu tilefni stödd í Kænugarði en hún segir baráttuvilja- og þrek Úkraínumanna mikið og að Evrópa þurfi að standa betur með þeim. 23. febrúar 2024 14:35 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjá meira
Úkraína í erfiðri stöðu á viðsjárverðum tímamótum Úkraínuforseti hvatti í dag þjóð sína til að halda áfram að berjast í stríðinu við Rússa, sem nú hefur staðið yfir í nákvæmlega tvö ár. Úkraínumenn eru í afar erfiðri stöðu í upphafi þriðja árs innrásar; vopn eru af skornum skammti og forsetinn berst fyrir framtíðarfjármögnun að utan. 24. febrúar 2024 21:46
Áfrýjun Rússa hafnað og útilokun staðfest Áfrýjun Ólympíunefndar Rússlands gegn ákvörðun Alþjóða Ólympíunefndarinnar um aðildarbann var hafnað af áfrýjunardómstóli íþrótta. 24. febrúar 2024 11:29
Í Kænugarði til að sýna Úkraínu samstöðu eftir nær tvö ár af stríði Á morgun eru tvö ár síðan Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu sem leitt hefur til stærstu öryggiskrísu í Evrópu í nokkra áratugi. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis er af þessu tilefni stödd í Kænugarði en hún segir baráttuvilja- og þrek Úkraínumanna mikið og að Evrópa þurfi að standa betur með þeim. 23. febrúar 2024 14:35