Útlendingamál í ólestri Guðbergur Reynisson skrifar 26. febrúar 2024 08:30 Það hefur lengi verið vitað að útlendingamálin í Reykjanesbæ eru í algjörum ólestri. Samkvæmt nýjustu tölum, sem komu fram vegna fyrirspurnar minnar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar, kemur í ljós að í Reykjanesbæ dvelja samtals 1.383 hælisleitendur og flóttamenn. Reykjanesbær hefur verið í fremstu víglínu í þessum málaflokki og hreinlega óboðlegt að leggja slíkar byrgðar á eitt bæjarfélag. Nú hefur Samfylkingin áttað sig á því að fjöldi innflytjenda hefur farið úr 10% af mannfjölda í 20% á 6-7 árum og er nú fimmtungur landsmanna. Sami flokkur sem hefur verið í farabroddi fyrir því að hleypa öllum inn í landið er nú farin að hafa áhyggjur. En það er auðvitað engin stefnubreyting hjá þessum flokki sem hefur ráðist með hatrömmum hætti á alla þá sem hafa vogað sér að gagnrýna stjórnleysi í þessum málum.Svo erum við með Vinnumálastofnun sem sölsar undir sig eignir í sveitarfélaginu með því að leigja út íbúðarhúsnæði og gistiheimili fyrir umbjóðendur sína. Það sem verra er, stofnunin gerir þetta í skjóli róttæks ráðherra Vinstri grænna sem segir aðspurður að hér sé einfaldlega svo mikið af lausu húsnæði. Ég efast um að íbúar Reykjanesbæjar taki undir þá fullyrðingu, enda leiguverð utan höfuðborgarsvæðisins orðið hæst í Reykjanesbæ. Síðasta sumar urðu svo margir fyrir áfalli þegar bréf barst frá fyrirtæki sem sér um almenningssamgöngur hér í bæ þar sem lýst var yfir neyðarástandi t.d vegna þess að foreldrar þorðu ekki lengur að senda börnin sín í strætó. Skólar hér í bæ finna fyrir þessu mikla álagi og allir innviðir í sveitarfélaginu eru einfaldlega að sligast undan álaginu sem því fylgir að vera með allt of marga hælisleitendur og flóttamenn. Allt er gott í hófi en það er ekkert hóflegt við þessa stöðu. Vinstri meirihlutinn hér í bæ hefur ítrekað reynt að firra sig ábyrgð og bent á ríkið sem sökudólg. Það er ansi ómerkilegt að þeir sem stýra sveitarfélaginu og eiga að annast hagsmunagæslu þess gagnvart ríkinu telji ábyrgð sína enga vera. Sterkur meirihluti hefði aldrei leyft þessu að gerast. Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ hafa bent á þetta vandamál ótal sinnum en meirihlutinn hefur sofið á verðinum og bæjarbúar súpa nú seiðið af því. Við höfum séð sambærileg sveitarfélög stíga fram af hörku þegar þau sáu í hvað stefndi. Stofnanir ríkisins hættu að angra þau sveitarfélög, en af einhverjum ástæðum er eins og Reykjanesbær geti tekið endalaust við. Útlendingamálin á Íslandi eru orðin algjörlega stjórnlaus. Á síðasta ári varð beinn kostnaður við málaflokkinn rúmlega 20 milljarðar, sem er tæplega 5.000% útgjaldaaukning á 11 árum. Við sem höfum barist fyrir innviðauppbygginu á svæðinu um árabil vitum hvað hægt er að gera fyrir slíkar upphæðir. Auðvitað eigum við að taka á móti flóttamönnum eins og aðrar þjóðir en þessi mál mega ekki verða stjórnlaus. Við ættum að læra að reynslu nágrannaþjóða okkar í þeim efnum. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Sjálfstæðisflokkurinn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur lengi verið vitað að útlendingamálin í Reykjanesbæ eru í algjörum ólestri. Samkvæmt nýjustu tölum, sem komu fram vegna fyrirspurnar minnar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar, kemur í ljós að í Reykjanesbæ dvelja samtals 1.383 hælisleitendur og flóttamenn. Reykjanesbær hefur verið í fremstu víglínu í þessum málaflokki og hreinlega óboðlegt að leggja slíkar byrgðar á eitt bæjarfélag. Nú hefur Samfylkingin áttað sig á því að fjöldi innflytjenda hefur farið úr 10% af mannfjölda í 20% á 6-7 árum og er nú fimmtungur landsmanna. Sami flokkur sem hefur verið í farabroddi fyrir því að hleypa öllum inn í landið er nú farin að hafa áhyggjur. En það er auðvitað engin stefnubreyting hjá þessum flokki sem hefur ráðist með hatrömmum hætti á alla þá sem hafa vogað sér að gagnrýna stjórnleysi í þessum málum.Svo erum við með Vinnumálastofnun sem sölsar undir sig eignir í sveitarfélaginu með því að leigja út íbúðarhúsnæði og gistiheimili fyrir umbjóðendur sína. Það sem verra er, stofnunin gerir þetta í skjóli róttæks ráðherra Vinstri grænna sem segir aðspurður að hér sé einfaldlega svo mikið af lausu húsnæði. Ég efast um að íbúar Reykjanesbæjar taki undir þá fullyrðingu, enda leiguverð utan höfuðborgarsvæðisins orðið hæst í Reykjanesbæ. Síðasta sumar urðu svo margir fyrir áfalli þegar bréf barst frá fyrirtæki sem sér um almenningssamgöngur hér í bæ þar sem lýst var yfir neyðarástandi t.d vegna þess að foreldrar þorðu ekki lengur að senda börnin sín í strætó. Skólar hér í bæ finna fyrir þessu mikla álagi og allir innviðir í sveitarfélaginu eru einfaldlega að sligast undan álaginu sem því fylgir að vera með allt of marga hælisleitendur og flóttamenn. Allt er gott í hófi en það er ekkert hóflegt við þessa stöðu. Vinstri meirihlutinn hér í bæ hefur ítrekað reynt að firra sig ábyrgð og bent á ríkið sem sökudólg. Það er ansi ómerkilegt að þeir sem stýra sveitarfélaginu og eiga að annast hagsmunagæslu þess gagnvart ríkinu telji ábyrgð sína enga vera. Sterkur meirihluti hefði aldrei leyft þessu að gerast. Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ hafa bent á þetta vandamál ótal sinnum en meirihlutinn hefur sofið á verðinum og bæjarbúar súpa nú seiðið af því. Við höfum séð sambærileg sveitarfélög stíga fram af hörku þegar þau sáu í hvað stefndi. Stofnanir ríkisins hættu að angra þau sveitarfélög, en af einhverjum ástæðum er eins og Reykjanesbær geti tekið endalaust við. Útlendingamálin á Íslandi eru orðin algjörlega stjórnlaus. Á síðasta ári varð beinn kostnaður við málaflokkinn rúmlega 20 milljarðar, sem er tæplega 5.000% útgjaldaaukning á 11 árum. Við sem höfum barist fyrir innviðauppbygginu á svæðinu um árabil vitum hvað hægt er að gera fyrir slíkar upphæðir. Auðvitað eigum við að taka á móti flóttamönnum eins og aðrar þjóðir en þessi mál mega ekki verða stjórnlaus. Við ættum að læra að reynslu nágrannaþjóða okkar í þeim efnum. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun