Tíðinda að vænta í kjaraviðræðum um miðja vikuna Heimir Már Pétursson skrifar 26. febrúar 2024 11:42 Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari heldur um fjölmarga þræði kjarasamninga á almenna- og opinbera markaðnum. Vísir/Vilhelm Vonir eru bundnar við að niðurstaða fáist í kjaraviðræður um eða upp úr miðri þessari viku. Brotthvarf VR og Landssambands verslunarmanna úr breiðfylkingu stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins hefur hins vegar flækt stöðuna. Fulltrúar Starfsgreinasambandsins og Eflingar komu saman til fundar við fulltrúa Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara klukkan níu í morgun eftir stíf fundarhöld undanfarna daga. Samkvæmt heimildum fréttastofu er góður andi í viðræðunum og samningsaðilar nánast í daglegu sambandi við stjórnvöld. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sitja enn við samnigaborið með Samtökum atvinnulífsins.Stöð 2/Einar Almennt hefur verið stefnt að hóflegum launahækkunum á næstu fjórum árum en að stjórnvöld komi ríkulega að samningum með eflingu tilfærslukerfanna svo kölluðu, svo sem með auknum framlögum til barna- og vaxtabóta og endurbótum á húsnæðiskerfinu. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB og Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM hafa setið við í Karphúsinu undanfarnar vikur.Vísir/Vilhelm Það flækir nokkuð stöðuna að VR og Landssamband verslunarmanna sagði sig frá breiðfylkingu stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins á föstudag vegna ágreinings um forsendur samninga hvað varðar þróun vaxta. Fulltrúar þeirra hafa ekki sést í húsakynnum ríkissáttasemjara eftir það. Hins vegar eru fulltrúar opinberu félaganna, BSRB, BHM og KÍ í Karphúsinu ásamt talsmanni Fagfélaganna. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru samningar almennt langt komnir og fer að líða að því að einhver heildarmynd verði lögð fyrir stjórnvöld. Það gæti gerst um eða upp úr miðri þessari viku og stjórnvöld sýni þá á spilin. Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað að halda meginvöxtum sínum óbreyttum í 9,25 prósentum hinn 20. mars. Fjórir fulltrúar nefndarinnar komust að þessari niðurstöðu en fimmti nefndarmaðurinn. Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, vildi lækka vextina um 0,25 prósentur. Ragnar Þór Ingólfsson dró VR út úr breiðfylkingunni á föstudag vegna deilna við SA um forsenduákvæði samninga.Stöð 2/Arnar Í fundargerð peningastefnunefndar kemur fram að hann hefði talið að nýjustu gögn sýndu að aðhald peningastefnunnar hefði verið nægjanlegt undanfarið enda hefði dregið jafnt og þétt úr umsvifum í þjóðarbúskapnum. Einnig fæli nýleg þróun efnahagsmála, verðbólguhorfa og raunvaxta í sér vísbendingar um að komið væri að því að lækka vexti. Margt bendir til að Gunnar hafi rétt fyrir sér. Þannig spáir hagfræðideild Landsbankans því að tólf mánaða verðbólga verði 6,1 prósent í febrúar og lækki þannig um 0,6 prósentustig frá fyrra mánuði. Forsendur allra kjarasamninga á almenna- og opinbera markaðnum sem nú er verið að semja um miða að því að verðbólga minnki og vextir lækki. Kjaraviðræður 2023-24 Verðlag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Atvinnurekendur Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Fundi hjá ríkissáttasemjara lokið og annar boðaður í fyrramálið Fundi breiðfylkingar stéttafélaga innan ASÍ og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara er lokið. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan níu í fyrramálið. 22. febrúar 2024 20:15 Hótar aðgerðum fari hjólin ekki að snúast fyrir helgi Formaður Rafiðnaðarsambands Íslands segir að Samtök atvinnulífsins hafi fram á föstudag til þess að koma með eitthvað að samningaborðinu. Ellegar neyðist Fagfélögin til þess að grípa til aðgerða í kjaradeilunni. 21. febrúar 2024 23:11 Ásgeir segir forsenduákvæði ekki hagga Seðlabankanum Seðlabankastjóri segir Seðlabankann ekki skipta sér af því hvernig samið er um laun á vinnumarkaði enda ekki aðili að samningunum. Í forsenduákvæðum samninga væri hins vegar eðlilegra að miða við þróun kaupmáttar og verðbólgu en vaxtastefnu bankans. 13. febrúar 2024 11:45 Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Fulltrúar Starfsgreinasambandsins og Eflingar komu saman til fundar við fulltrúa Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara klukkan níu í morgun eftir stíf fundarhöld undanfarna daga. Samkvæmt heimildum fréttastofu er góður andi í viðræðunum og samningsaðilar nánast í daglegu sambandi við stjórnvöld. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sitja enn við samnigaborið með Samtökum atvinnulífsins.Stöð 2/Einar Almennt hefur verið stefnt að hóflegum launahækkunum á næstu fjórum árum en að stjórnvöld komi ríkulega að samningum með eflingu tilfærslukerfanna svo kölluðu, svo sem með auknum framlögum til barna- og vaxtabóta og endurbótum á húsnæðiskerfinu. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB og Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM hafa setið við í Karphúsinu undanfarnar vikur.Vísir/Vilhelm Það flækir nokkuð stöðuna að VR og Landssamband verslunarmanna sagði sig frá breiðfylkingu stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins á föstudag vegna ágreinings um forsendur samninga hvað varðar þróun vaxta. Fulltrúar þeirra hafa ekki sést í húsakynnum ríkissáttasemjara eftir það. Hins vegar eru fulltrúar opinberu félaganna, BSRB, BHM og KÍ í Karphúsinu ásamt talsmanni Fagfélaganna. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru samningar almennt langt komnir og fer að líða að því að einhver heildarmynd verði lögð fyrir stjórnvöld. Það gæti gerst um eða upp úr miðri þessari viku og stjórnvöld sýni þá á spilin. Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað að halda meginvöxtum sínum óbreyttum í 9,25 prósentum hinn 20. mars. Fjórir fulltrúar nefndarinnar komust að þessari niðurstöðu en fimmti nefndarmaðurinn. Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, vildi lækka vextina um 0,25 prósentur. Ragnar Þór Ingólfsson dró VR út úr breiðfylkingunni á föstudag vegna deilna við SA um forsenduákvæði samninga.Stöð 2/Arnar Í fundargerð peningastefnunefndar kemur fram að hann hefði talið að nýjustu gögn sýndu að aðhald peningastefnunnar hefði verið nægjanlegt undanfarið enda hefði dregið jafnt og þétt úr umsvifum í þjóðarbúskapnum. Einnig fæli nýleg þróun efnahagsmála, verðbólguhorfa og raunvaxta í sér vísbendingar um að komið væri að því að lækka vexti. Margt bendir til að Gunnar hafi rétt fyrir sér. Þannig spáir hagfræðideild Landsbankans því að tólf mánaða verðbólga verði 6,1 prósent í febrúar og lækki þannig um 0,6 prósentustig frá fyrra mánuði. Forsendur allra kjarasamninga á almenna- og opinbera markaðnum sem nú er verið að semja um miða að því að verðbólga minnki og vextir lækki.
Kjaraviðræður 2023-24 Verðlag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Atvinnurekendur Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Fundi hjá ríkissáttasemjara lokið og annar boðaður í fyrramálið Fundi breiðfylkingar stéttafélaga innan ASÍ og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara er lokið. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan níu í fyrramálið. 22. febrúar 2024 20:15 Hótar aðgerðum fari hjólin ekki að snúast fyrir helgi Formaður Rafiðnaðarsambands Íslands segir að Samtök atvinnulífsins hafi fram á föstudag til þess að koma með eitthvað að samningaborðinu. Ellegar neyðist Fagfélögin til þess að grípa til aðgerða í kjaradeilunni. 21. febrúar 2024 23:11 Ásgeir segir forsenduákvæði ekki hagga Seðlabankanum Seðlabankastjóri segir Seðlabankann ekki skipta sér af því hvernig samið er um laun á vinnumarkaði enda ekki aðili að samningunum. Í forsenduákvæðum samninga væri hins vegar eðlilegra að miða við þróun kaupmáttar og verðbólgu en vaxtastefnu bankans. 13. febrúar 2024 11:45 Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Fundi hjá ríkissáttasemjara lokið og annar boðaður í fyrramálið Fundi breiðfylkingar stéttafélaga innan ASÍ og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara er lokið. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan níu í fyrramálið. 22. febrúar 2024 20:15
Hótar aðgerðum fari hjólin ekki að snúast fyrir helgi Formaður Rafiðnaðarsambands Íslands segir að Samtök atvinnulífsins hafi fram á föstudag til þess að koma með eitthvað að samningaborðinu. Ellegar neyðist Fagfélögin til þess að grípa til aðgerða í kjaradeilunni. 21. febrúar 2024 23:11
Ásgeir segir forsenduákvæði ekki hagga Seðlabankanum Seðlabankastjóri segir Seðlabankann ekki skipta sér af því hvernig samið er um laun á vinnumarkaði enda ekki aðili að samningunum. Í forsenduákvæðum samninga væri hins vegar eðlilegra að miða við þróun kaupmáttar og verðbólgu en vaxtastefnu bankans. 13. febrúar 2024 11:45
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels