Tíðinda að vænta í kjaraviðræðum um miðja vikuna Heimir Már Pétursson skrifar 26. febrúar 2024 11:42 Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari heldur um fjölmarga þræði kjarasamninga á almenna- og opinbera markaðnum. Vísir/Vilhelm Vonir eru bundnar við að niðurstaða fáist í kjaraviðræður um eða upp úr miðri þessari viku. Brotthvarf VR og Landssambands verslunarmanna úr breiðfylkingu stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins hefur hins vegar flækt stöðuna. Fulltrúar Starfsgreinasambandsins og Eflingar komu saman til fundar við fulltrúa Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara klukkan níu í morgun eftir stíf fundarhöld undanfarna daga. Samkvæmt heimildum fréttastofu er góður andi í viðræðunum og samningsaðilar nánast í daglegu sambandi við stjórnvöld. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sitja enn við samnigaborið með Samtökum atvinnulífsins.Stöð 2/Einar Almennt hefur verið stefnt að hóflegum launahækkunum á næstu fjórum árum en að stjórnvöld komi ríkulega að samningum með eflingu tilfærslukerfanna svo kölluðu, svo sem með auknum framlögum til barna- og vaxtabóta og endurbótum á húsnæðiskerfinu. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB og Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM hafa setið við í Karphúsinu undanfarnar vikur.Vísir/Vilhelm Það flækir nokkuð stöðuna að VR og Landssamband verslunarmanna sagði sig frá breiðfylkingu stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins á föstudag vegna ágreinings um forsendur samninga hvað varðar þróun vaxta. Fulltrúar þeirra hafa ekki sést í húsakynnum ríkissáttasemjara eftir það. Hins vegar eru fulltrúar opinberu félaganna, BSRB, BHM og KÍ í Karphúsinu ásamt talsmanni Fagfélaganna. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru samningar almennt langt komnir og fer að líða að því að einhver heildarmynd verði lögð fyrir stjórnvöld. Það gæti gerst um eða upp úr miðri þessari viku og stjórnvöld sýni þá á spilin. Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað að halda meginvöxtum sínum óbreyttum í 9,25 prósentum hinn 20. mars. Fjórir fulltrúar nefndarinnar komust að þessari niðurstöðu en fimmti nefndarmaðurinn. Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, vildi lækka vextina um 0,25 prósentur. Ragnar Þór Ingólfsson dró VR út úr breiðfylkingunni á föstudag vegna deilna við SA um forsenduákvæði samninga.Stöð 2/Arnar Í fundargerð peningastefnunefndar kemur fram að hann hefði talið að nýjustu gögn sýndu að aðhald peningastefnunnar hefði verið nægjanlegt undanfarið enda hefði dregið jafnt og þétt úr umsvifum í þjóðarbúskapnum. Einnig fæli nýleg þróun efnahagsmála, verðbólguhorfa og raunvaxta í sér vísbendingar um að komið væri að því að lækka vexti. Margt bendir til að Gunnar hafi rétt fyrir sér. Þannig spáir hagfræðideild Landsbankans því að tólf mánaða verðbólga verði 6,1 prósent í febrúar og lækki þannig um 0,6 prósentustig frá fyrra mánuði. Forsendur allra kjarasamninga á almenna- og opinbera markaðnum sem nú er verið að semja um miða að því að verðbólga minnki og vextir lækki. Kjaraviðræður 2023-24 Verðlag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Atvinnurekendur Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Fundi hjá ríkissáttasemjara lokið og annar boðaður í fyrramálið Fundi breiðfylkingar stéttafélaga innan ASÍ og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara er lokið. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan níu í fyrramálið. 22. febrúar 2024 20:15 Hótar aðgerðum fari hjólin ekki að snúast fyrir helgi Formaður Rafiðnaðarsambands Íslands segir að Samtök atvinnulífsins hafi fram á föstudag til þess að koma með eitthvað að samningaborðinu. Ellegar neyðist Fagfélögin til þess að grípa til aðgerða í kjaradeilunni. 21. febrúar 2024 23:11 Ásgeir segir forsenduákvæði ekki hagga Seðlabankanum Seðlabankastjóri segir Seðlabankann ekki skipta sér af því hvernig samið er um laun á vinnumarkaði enda ekki aðili að samningunum. Í forsenduákvæðum samninga væri hins vegar eðlilegra að miða við þróun kaupmáttar og verðbólgu en vaxtastefnu bankans. 13. febrúar 2024 11:45 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Fulltrúar Starfsgreinasambandsins og Eflingar komu saman til fundar við fulltrúa Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara klukkan níu í morgun eftir stíf fundarhöld undanfarna daga. Samkvæmt heimildum fréttastofu er góður andi í viðræðunum og samningsaðilar nánast í daglegu sambandi við stjórnvöld. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sitja enn við samnigaborið með Samtökum atvinnulífsins.Stöð 2/Einar Almennt hefur verið stefnt að hóflegum launahækkunum á næstu fjórum árum en að stjórnvöld komi ríkulega að samningum með eflingu tilfærslukerfanna svo kölluðu, svo sem með auknum framlögum til barna- og vaxtabóta og endurbótum á húsnæðiskerfinu. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB og Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM hafa setið við í Karphúsinu undanfarnar vikur.Vísir/Vilhelm Það flækir nokkuð stöðuna að VR og Landssamband verslunarmanna sagði sig frá breiðfylkingu stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins á föstudag vegna ágreinings um forsendur samninga hvað varðar þróun vaxta. Fulltrúar þeirra hafa ekki sést í húsakynnum ríkissáttasemjara eftir það. Hins vegar eru fulltrúar opinberu félaganna, BSRB, BHM og KÍ í Karphúsinu ásamt talsmanni Fagfélaganna. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru samningar almennt langt komnir og fer að líða að því að einhver heildarmynd verði lögð fyrir stjórnvöld. Það gæti gerst um eða upp úr miðri þessari viku og stjórnvöld sýni þá á spilin. Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað að halda meginvöxtum sínum óbreyttum í 9,25 prósentum hinn 20. mars. Fjórir fulltrúar nefndarinnar komust að þessari niðurstöðu en fimmti nefndarmaðurinn. Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, vildi lækka vextina um 0,25 prósentur. Ragnar Þór Ingólfsson dró VR út úr breiðfylkingunni á föstudag vegna deilna við SA um forsenduákvæði samninga.Stöð 2/Arnar Í fundargerð peningastefnunefndar kemur fram að hann hefði talið að nýjustu gögn sýndu að aðhald peningastefnunnar hefði verið nægjanlegt undanfarið enda hefði dregið jafnt og þétt úr umsvifum í þjóðarbúskapnum. Einnig fæli nýleg þróun efnahagsmála, verðbólguhorfa og raunvaxta í sér vísbendingar um að komið væri að því að lækka vexti. Margt bendir til að Gunnar hafi rétt fyrir sér. Þannig spáir hagfræðideild Landsbankans því að tólf mánaða verðbólga verði 6,1 prósent í febrúar og lækki þannig um 0,6 prósentustig frá fyrra mánuði. Forsendur allra kjarasamninga á almenna- og opinbera markaðnum sem nú er verið að semja um miða að því að verðbólga minnki og vextir lækki.
Kjaraviðræður 2023-24 Verðlag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Atvinnurekendur Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Fundi hjá ríkissáttasemjara lokið og annar boðaður í fyrramálið Fundi breiðfylkingar stéttafélaga innan ASÍ og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara er lokið. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan níu í fyrramálið. 22. febrúar 2024 20:15 Hótar aðgerðum fari hjólin ekki að snúast fyrir helgi Formaður Rafiðnaðarsambands Íslands segir að Samtök atvinnulífsins hafi fram á föstudag til þess að koma með eitthvað að samningaborðinu. Ellegar neyðist Fagfélögin til þess að grípa til aðgerða í kjaradeilunni. 21. febrúar 2024 23:11 Ásgeir segir forsenduákvæði ekki hagga Seðlabankanum Seðlabankastjóri segir Seðlabankann ekki skipta sér af því hvernig samið er um laun á vinnumarkaði enda ekki aðili að samningunum. Í forsenduákvæðum samninga væri hins vegar eðlilegra að miða við þróun kaupmáttar og verðbólgu en vaxtastefnu bankans. 13. febrúar 2024 11:45 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Fundi hjá ríkissáttasemjara lokið og annar boðaður í fyrramálið Fundi breiðfylkingar stéttafélaga innan ASÍ og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara er lokið. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan níu í fyrramálið. 22. febrúar 2024 20:15
Hótar aðgerðum fari hjólin ekki að snúast fyrir helgi Formaður Rafiðnaðarsambands Íslands segir að Samtök atvinnulífsins hafi fram á föstudag til þess að koma með eitthvað að samningaborðinu. Ellegar neyðist Fagfélögin til þess að grípa til aðgerða í kjaradeilunni. 21. febrúar 2024 23:11
Ásgeir segir forsenduákvæði ekki hagga Seðlabankanum Seðlabankastjóri segir Seðlabankann ekki skipta sér af því hvernig samið er um laun á vinnumarkaði enda ekki aðili að samningunum. Í forsenduákvæðum samninga væri hins vegar eðlilegra að miða við þróun kaupmáttar og verðbólgu en vaxtastefnu bankans. 13. febrúar 2024 11:45