Kvikumagn nærri átta milljón rúmmetrum og líkur á gosi að aukast Lovísa Arnardóttir skrifar 26. febrúar 2024 16:35 Frá eldgosi við Grindavík fyrr á árinu. Vísir/RAX Veðurstofan hefur uppfært hættumat sitt fyrir umbrotssvæðin við Svartsengi og Grindavík. Kvikumagn nálgast nú sömu mörk og í aðdraganda síðustu gosa. Jarðskjálftavirkni jókst um helgina. „Eldgos gæti hafist með mjög stuttum fyrirvara, jafnvel innan við 30 mínútur,“ segir í nýrri frétt á vef Veðurstofunnar. Þar kemur einnig fram að líklegast sé að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells Í frétt Veðurstofunnar segir að mögulegt sé að kvikuhlaup fari af stað án þess að til eldgoss komi. Nýjustu líkanreikningar Veðurstofunnar sýna nú að um 7.6 milljónir rúmmetra af kviku hafa safnast fyrir undir Svartsengi. Ef horft sé til aðdraganda fyrri eldgosa á Sundhnúksgígaröðinni aukist líkur á eldgosi þegar magnið hefur náð 8 til 13 milljón rúmmetrum. „Ef kvikusöfnun heldur áfram með sama hætti nást neðri mörk á morgun,“ segir í fréttinni. Þá kemur fram að skjálftavirkni hafi aukist örlítið um helgina og að mesta virknin hafi verið rétt austan við Sýlingarfell. Staðsetning skjálftavirkninnar er sögð á þeim slóðum þar sem talið er að austurendi kvikuinnskotsins undir Svartsengi liggi. Það sé sambærilegt þeirri skjálftavirkni sem sést hefur dagana fyrir eldgos. Uppfært hættumat Í ljósi þessa hefur Veðurstofan uppfært hættumat fyrir umbrotasvæðin. Auknar líkur á eldgosi og þar með eldgosavá því tengdu hefur áhrif á hættumatið. Hættustig hefur verið aukið á nokkrum svæðum. Óbreyttur litur er á svæði 4 – Grindavík – en engu að síður er aukin hætta innan þess svæðis vegna mögulegs hraunflæðis. Sama gildir um svæði 1 – Svartsengi. Nýtt hættumat þann 26.2.2024Veðurstofan Engar verulegar landbreytingar sjást innan Grindavíkur á GPS eða gervihnattagögnum. En líklegt er að nýjar sprungur komi í ljós á yfirborði þegar snjór bráðnar eða þegar jarðvegur hreyfist vegna úrkomu og fellur ofan í sprungur sem þegar hafa myndast. Líklegar sviðsmyndir Þá kemur fram að það sé áfram mat vísindamanna að ef til eldgoss kemur sé líklegast að kvikan leiti frá Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina og að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Merki um að kvika sé að brjóta sér leið upp til yfirborðs mun þá koma fram í skyndilegri, staðbundinni og ákafri smáskjálftavirkni. Ef horft sé til fyrri eldgosa á svæðinu gæti eldgos hafist með litlum fyrirvara, innan við 30 mínútur, allt eftir því hvar á Sundhnúksgígaröðinni kvika kemur upp. Eldgos milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells – Líkt og 18. desember 2023 og 8. febrúar 2024 Aðdragandi: Skyndileg, staðbundin og áköf smáskjálftavirkni. Aflögun yfir kvikuganginum. Mjög stuttur fyrirvari (innan við 30 mínútur) þar sem kvika á auðvelda leið til yfirborðs vegna fyrri umbrota. Hraun nær að Grindavíkurvegi innan við 4 klst. Eldgos við Hagafell – Líkt og 14. janúar 2024 Aðdragandi: Smáskjálftavirkni á Sundhnúksgígaröðinni sem byrjar við Sýlingarfell og færist suður. Aflögun yfir kvikuganginum. Líklegur fyrirvari um 1 – 3 klst. frá því að fyrstu skjálftar mælast og eldgos hefst. Hraun nær að varnargörðum við Grindavík á 1 klst. Kvikuinnskot sem nær suður fyrir Hagafell mun líklega valda verulegum sprunguhreyfingum í Grindavík. Eldgos innan varnargarða við Grindavík Aðdragandi: Smáskjálftavirkni á Sundhnúksgígaröðinni sem byrjar við Sýlingarfell og færist suður. Aflögun yfir kvikuganginum. Líklegur fyrirvari um 1 – 5 klst. frá því að fyrstu skjálftar mælast og eldgos hefst. Sá möguleiki er fyrir hendi að gossprunga opnist innan varnargarða án þess að gos sé hafið við Hagafell, eins og gerðist 14. janúar þegar ný gossprunga opnaðist rétt við bæjarmörkin um 4 klukkustundum eftir að gos hófst við Hagafell. Kvikuinnskot sem nær suður fyrir Hagafell mun líklega valda verulegum sprunguhreyfingum í Grindavík. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
„Eldgos gæti hafist með mjög stuttum fyrirvara, jafnvel innan við 30 mínútur,“ segir í nýrri frétt á vef Veðurstofunnar. Þar kemur einnig fram að líklegast sé að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells Í frétt Veðurstofunnar segir að mögulegt sé að kvikuhlaup fari af stað án þess að til eldgoss komi. Nýjustu líkanreikningar Veðurstofunnar sýna nú að um 7.6 milljónir rúmmetra af kviku hafa safnast fyrir undir Svartsengi. Ef horft sé til aðdraganda fyrri eldgosa á Sundhnúksgígaröðinni aukist líkur á eldgosi þegar magnið hefur náð 8 til 13 milljón rúmmetrum. „Ef kvikusöfnun heldur áfram með sama hætti nást neðri mörk á morgun,“ segir í fréttinni. Þá kemur fram að skjálftavirkni hafi aukist örlítið um helgina og að mesta virknin hafi verið rétt austan við Sýlingarfell. Staðsetning skjálftavirkninnar er sögð á þeim slóðum þar sem talið er að austurendi kvikuinnskotsins undir Svartsengi liggi. Það sé sambærilegt þeirri skjálftavirkni sem sést hefur dagana fyrir eldgos. Uppfært hættumat Í ljósi þessa hefur Veðurstofan uppfært hættumat fyrir umbrotasvæðin. Auknar líkur á eldgosi og þar með eldgosavá því tengdu hefur áhrif á hættumatið. Hættustig hefur verið aukið á nokkrum svæðum. Óbreyttur litur er á svæði 4 – Grindavík – en engu að síður er aukin hætta innan þess svæðis vegna mögulegs hraunflæðis. Sama gildir um svæði 1 – Svartsengi. Nýtt hættumat þann 26.2.2024Veðurstofan Engar verulegar landbreytingar sjást innan Grindavíkur á GPS eða gervihnattagögnum. En líklegt er að nýjar sprungur komi í ljós á yfirborði þegar snjór bráðnar eða þegar jarðvegur hreyfist vegna úrkomu og fellur ofan í sprungur sem þegar hafa myndast. Líklegar sviðsmyndir Þá kemur fram að það sé áfram mat vísindamanna að ef til eldgoss kemur sé líklegast að kvikan leiti frá Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina og að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Merki um að kvika sé að brjóta sér leið upp til yfirborðs mun þá koma fram í skyndilegri, staðbundinni og ákafri smáskjálftavirkni. Ef horft sé til fyrri eldgosa á svæðinu gæti eldgos hafist með litlum fyrirvara, innan við 30 mínútur, allt eftir því hvar á Sundhnúksgígaröðinni kvika kemur upp. Eldgos milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells – Líkt og 18. desember 2023 og 8. febrúar 2024 Aðdragandi: Skyndileg, staðbundin og áköf smáskjálftavirkni. Aflögun yfir kvikuganginum. Mjög stuttur fyrirvari (innan við 30 mínútur) þar sem kvika á auðvelda leið til yfirborðs vegna fyrri umbrota. Hraun nær að Grindavíkurvegi innan við 4 klst. Eldgos við Hagafell – Líkt og 14. janúar 2024 Aðdragandi: Smáskjálftavirkni á Sundhnúksgígaröðinni sem byrjar við Sýlingarfell og færist suður. Aflögun yfir kvikuganginum. Líklegur fyrirvari um 1 – 3 klst. frá því að fyrstu skjálftar mælast og eldgos hefst. Hraun nær að varnargörðum við Grindavík á 1 klst. Kvikuinnskot sem nær suður fyrir Hagafell mun líklega valda verulegum sprunguhreyfingum í Grindavík. Eldgos innan varnargarða við Grindavík Aðdragandi: Smáskjálftavirkni á Sundhnúksgígaröðinni sem byrjar við Sýlingarfell og færist suður. Aflögun yfir kvikuganginum. Líklegur fyrirvari um 1 – 5 klst. frá því að fyrstu skjálftar mælast og eldgos hefst. Sá möguleiki er fyrir hendi að gossprunga opnist innan varnargarða án þess að gos sé hafið við Hagafell, eins og gerðist 14. janúar þegar ný gossprunga opnaðist rétt við bæjarmörkin um 4 klukkustundum eftir að gos hófst við Hagafell. Kvikuinnskot sem nær suður fyrir Hagafell mun líklega valda verulegum sprunguhreyfingum í Grindavík.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira