Viðræður um fangaskipti og vopnahlé mjakast áfram Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. febrúar 2024 07:37 Um hundrað af gíslunum sem Hamas-liðar rændu 7. október síðastliðinn eru enn í haldi samtakanna. AP/Maya Alleruzzo Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist í gær telja að samkomulag um vopnahlé og lausn gísla í haldi Hamas myndi mögulega liggja fyrir eftir um það bil viku. „Við erum nálægt því. Við erum ekki búin ennþá. Ég vona að á mánudag verði vopnahlé í höfn,“ sagði forsetinn. Biden sagðist byggja vonir sínar á upplýsingum frá þjóðaröryggisráðgjafa sínum en á sama tíma hafa erlendir miðlar greint frá því að árangur hafi náðst í vopnahlésviðræðunum eftir að Ísraelar breyttu afstöðu sinni gagnvart því að láta lausa palestínska fanga dæmda fyrir alvarleg brot. Viðræðurnar hafa verið leiddar af embættismönnum frá Katar, Egyptalandi og Bandaríkjamönnum en New York Times segir þær hafa strandað á því að Ísraelsmenn hafi ekki viljað láta palestínumenn lausa sem hafa verið dæmdir fyrir morð né viljað semja um varanlegt vopnahlé. Nú ku það hins vegar hafa breyst, þar sem samningamenn Ísraels eru sagðir hafa fallist á tillögu Bandaríkjamanna sem kveður á um að Hamas sleppi fimm ísraelskum hermönnum, allt konum, gegn því að Ísraelsmenn láti lausa fimmtán einstaklinga sem sitja í fangelsi fyrir hryðjuverktengd brot. Hamas-samtökin hafa ekki tjáð sig um tillöguna, samkvæmt New York Times. Önnur atriði, á borð við lengd vopnahlésins, eru enn til umræðu. Um 100 gíslar eru enn í haldi Hamas og ofangreind tillaga Bandaríkjamanna er sagður þáttur í umfangsmeiri tillögu sem kveður á um lausn 40 fanga, þeirra á meðal veikra og særðra. Tillaga Bandaríkjanna er sögð ganga út á nokkurs konar reikniformúlu sem áður hefur verið notuð; fyrir hverja konu sem Hamas sleppir lætur Ísrael þrjá fanga lausa, sex fyrir hvern mann 50 ára og eldri og tólf fyrir hvern veikan eða særðan mann. Þá fæst einn „hátt skrifaður“ Palestínumaður í haldi Ísraels og fimmtán aðrir fyrir hvern og einn hermann sem Hamas sleppa. New York Times hefur eftir einum heimildarmanni að leiðtogi Hamas á Gasa, Yahya Sinwar, sé opnari fyrir því nú en áður að semja um tímabundið vopnahlé, í þeirri von um að það verði varanlegt. Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Ísrael Palestína Tengdar fréttir Mikil gleði við sameiningu fimm fjölskyldna frá Palestínu Seinnipartinn í dag komu til landsins í fylgd með Alþjóðlegu fólksflutningastofnuninni (IOM) ellefu Palestínubúar sem nýlega flúðu stríðsástand á Gasa. Fólkið komst allt yfir landamærin til Egyptalands með aðstoð íslenskra sjálfboðaliða. 26. febrúar 2024 17:27 Ríkisstjórn Palestínu segir af sér Mohammad Shtayyeh, forsætisráðherra Palestínu frá árinu 2018, greindi frá því á blaðamannafundi í morgun að hann hefði afhent forsetanum Mahmoud Abbas afsagnarbréf fyrir hönd ríkisstjórnar sinnar. 26. febrúar 2024 09:14 Vopnahlé gæti staðið í sex vikur Magnea Marínósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur segir skrið kominn í viðræður Ísraelsmanna og Hamasliða og að líklegt sé að fyrirhugað vopnahlé vari í allt að sex vikur eða framyfir ramadan. Á sama tíma undirbúa Ísraelsmenn að sækja inn í syðstu borg Gasa af auknum þunga. 25. febrúar 2024 19:49 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Sjá meira
Biden sagðist byggja vonir sínar á upplýsingum frá þjóðaröryggisráðgjafa sínum en á sama tíma hafa erlendir miðlar greint frá því að árangur hafi náðst í vopnahlésviðræðunum eftir að Ísraelar breyttu afstöðu sinni gagnvart því að láta lausa palestínska fanga dæmda fyrir alvarleg brot. Viðræðurnar hafa verið leiddar af embættismönnum frá Katar, Egyptalandi og Bandaríkjamönnum en New York Times segir þær hafa strandað á því að Ísraelsmenn hafi ekki viljað láta palestínumenn lausa sem hafa verið dæmdir fyrir morð né viljað semja um varanlegt vopnahlé. Nú ku það hins vegar hafa breyst, þar sem samningamenn Ísraels eru sagðir hafa fallist á tillögu Bandaríkjamanna sem kveður á um að Hamas sleppi fimm ísraelskum hermönnum, allt konum, gegn því að Ísraelsmenn láti lausa fimmtán einstaklinga sem sitja í fangelsi fyrir hryðjuverktengd brot. Hamas-samtökin hafa ekki tjáð sig um tillöguna, samkvæmt New York Times. Önnur atriði, á borð við lengd vopnahlésins, eru enn til umræðu. Um 100 gíslar eru enn í haldi Hamas og ofangreind tillaga Bandaríkjamanna er sagður þáttur í umfangsmeiri tillögu sem kveður á um lausn 40 fanga, þeirra á meðal veikra og særðra. Tillaga Bandaríkjanna er sögð ganga út á nokkurs konar reikniformúlu sem áður hefur verið notuð; fyrir hverja konu sem Hamas sleppir lætur Ísrael þrjá fanga lausa, sex fyrir hvern mann 50 ára og eldri og tólf fyrir hvern veikan eða særðan mann. Þá fæst einn „hátt skrifaður“ Palestínumaður í haldi Ísraels og fimmtán aðrir fyrir hvern og einn hermann sem Hamas sleppa. New York Times hefur eftir einum heimildarmanni að leiðtogi Hamas á Gasa, Yahya Sinwar, sé opnari fyrir því nú en áður að semja um tímabundið vopnahlé, í þeirri von um að það verði varanlegt.
Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Ísrael Palestína Tengdar fréttir Mikil gleði við sameiningu fimm fjölskyldna frá Palestínu Seinnipartinn í dag komu til landsins í fylgd með Alþjóðlegu fólksflutningastofnuninni (IOM) ellefu Palestínubúar sem nýlega flúðu stríðsástand á Gasa. Fólkið komst allt yfir landamærin til Egyptalands með aðstoð íslenskra sjálfboðaliða. 26. febrúar 2024 17:27 Ríkisstjórn Palestínu segir af sér Mohammad Shtayyeh, forsætisráðherra Palestínu frá árinu 2018, greindi frá því á blaðamannafundi í morgun að hann hefði afhent forsetanum Mahmoud Abbas afsagnarbréf fyrir hönd ríkisstjórnar sinnar. 26. febrúar 2024 09:14 Vopnahlé gæti staðið í sex vikur Magnea Marínósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur segir skrið kominn í viðræður Ísraelsmanna og Hamasliða og að líklegt sé að fyrirhugað vopnahlé vari í allt að sex vikur eða framyfir ramadan. Á sama tíma undirbúa Ísraelsmenn að sækja inn í syðstu borg Gasa af auknum þunga. 25. febrúar 2024 19:49 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Sjá meira
Mikil gleði við sameiningu fimm fjölskyldna frá Palestínu Seinnipartinn í dag komu til landsins í fylgd með Alþjóðlegu fólksflutningastofnuninni (IOM) ellefu Palestínubúar sem nýlega flúðu stríðsástand á Gasa. Fólkið komst allt yfir landamærin til Egyptalands með aðstoð íslenskra sjálfboðaliða. 26. febrúar 2024 17:27
Ríkisstjórn Palestínu segir af sér Mohammad Shtayyeh, forsætisráðherra Palestínu frá árinu 2018, greindi frá því á blaðamannafundi í morgun að hann hefði afhent forsetanum Mahmoud Abbas afsagnarbréf fyrir hönd ríkisstjórnar sinnar. 26. febrúar 2024 09:14
Vopnahlé gæti staðið í sex vikur Magnea Marínósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur segir skrið kominn í viðræður Ísraelsmanna og Hamasliða og að líklegt sé að fyrirhugað vopnahlé vari í allt að sex vikur eða framyfir ramadan. Á sama tíma undirbúa Ísraelsmenn að sækja inn í syðstu borg Gasa af auknum þunga. 25. febrúar 2024 19:49
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna