Virkjum krafta frjálsra félagasamtaka Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 27. febrúar 2024 08:30 Í dag, 27. febrúar, er alþjóðlegur dagur frjálsra félagasamtaka. Við erum mörg sem höfum tekið þátt í starfi félagasamtaka einhvern tímann á ævinni. Störf félagasamtaka mynda verðmætan félagsauð fyrir samfélagið, fólk með sambærileg lífsgildi og áhugamál. Það að vera í félagi er þroskandi og gefandi fyrir einstaklinginn en ekki síður gegna frjáls félagasamtök lykilhlutverki í gangverki lýðræðis og almannaheillastarfsemi. Í gegnum grasrótarstarf er hægt að hafa mótandi áhrif á samfélagið og láta gott af sér leiða. Starfsemi frjálsra félagasamtaka ómetanleg samfélaginu Frjáls félagasamtök vinna ómælda og verðmæta vinnu í þágu samfélags okkar og almannahagsmuna, drifin áfram af hugsjónum um réttlátari og betri heim. Oft fylla þau í skörð í þjónustu þar sem stjórnvöld hafa enn ekki komið að, eða byrja á nýjungum sem síðar eiga eftir að skila sér inn í „kerfið“. Almannaheillasamtök koma málum á dagskrá og veita stjórnvöldum og fyrirtækjum afar þýðingarmikið aðhald. Hef mætt ákalli um aukinn stuðning og styrkara rekstrarumhverfi Mörg félagasamtök búa ekki við nægan fyrirsjáanleika í rekstri því nauðsynlegir styrkir eru veittir til skamms tíma í senn, oft ekki lengur en til eins árs. Ég hef lagt áherslu á það sem ráðherra að mæta óskum um samninga til lengri tíma. Sem umhverfis- og auðlindaráðherra jók ég einnig rekstrarstyrki til frjálsra félagasamtaka úr 13 m.kr. árlega í 50 m.kr. sem fór til um 20-25 félagasamtaka. Sem félags- og vinnumarkaðsráðherra tók ég þá ákvörðun að skipta velferðarstyrkjum sem veittir hafa verið til margra ára upp í verkefnastyrki og rekstrarstyrki og hefur það mælst vel fyrir. Ég hef tvöfaldað fjármagn til velferðarstyrkja á þessu kjörtímabili, úr 107 milljónum króna árið 2022 í 220 milljónir króna í ár, auk þess sem samningum við frjáls félagasamtök sem sinna margvíslegri velferðarþjónustu utan þessara styrkja hefur fjölgað. Skattaafsláttur vegna framlaga til almannaheillafélaga Það er rík hefð fyrir því á Íslandi að almenningur styðji við frjáls félagasamtök sem starfa að almannaheillum með fjárframlögum. Til að hvetja til frekari styrkja voru gerðar breytingar á skattaumhverfi frjálsra félagasamtaka af ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Breytingarnar fólu í sér að einstaklingar geti fengið skattaafslátt upp á allt að 350.000 krónur á ári vegna framlaga til almannaheillafélaga. Með þessu er fólki gert auðveldara um vik til að styrkja almannaheillastarfsemi. Árið 2022 nýttu 96.000 einstaklingar sér þetta úrræði en samanlagt styrktu einstaklingar og fyrirtæki almannaheillasamtök um 6,6 milljarða króna. Frjáls félagasamtök eru driffjöður framfara – tökum þátt Ég hvet öll til þess að nýta sér lýðræðislegan rétt sinn til að ganga í og taka þátt í starfi frjálsra félagasamtaka, sama hvort það er björgunarsveit, góðgerðasamtök, líknarfélög, náttúruverndarsamtök, stjórnmálasamtök eða önnur, allt eftir áhuga og aðstæðum hvers og eins. Þannig virkjum við kraftinn sem í frjálsum félagasamtökum býr og í okkur sjálfum. Til hamingju með alþjóðlegan dag frjálsra félagasamtaka. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra og þingmaður Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagasamtök Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Í dag, 27. febrúar, er alþjóðlegur dagur frjálsra félagasamtaka. Við erum mörg sem höfum tekið þátt í starfi félagasamtaka einhvern tímann á ævinni. Störf félagasamtaka mynda verðmætan félagsauð fyrir samfélagið, fólk með sambærileg lífsgildi og áhugamál. Það að vera í félagi er þroskandi og gefandi fyrir einstaklinginn en ekki síður gegna frjáls félagasamtök lykilhlutverki í gangverki lýðræðis og almannaheillastarfsemi. Í gegnum grasrótarstarf er hægt að hafa mótandi áhrif á samfélagið og láta gott af sér leiða. Starfsemi frjálsra félagasamtaka ómetanleg samfélaginu Frjáls félagasamtök vinna ómælda og verðmæta vinnu í þágu samfélags okkar og almannahagsmuna, drifin áfram af hugsjónum um réttlátari og betri heim. Oft fylla þau í skörð í þjónustu þar sem stjórnvöld hafa enn ekki komið að, eða byrja á nýjungum sem síðar eiga eftir að skila sér inn í „kerfið“. Almannaheillasamtök koma málum á dagskrá og veita stjórnvöldum og fyrirtækjum afar þýðingarmikið aðhald. Hef mætt ákalli um aukinn stuðning og styrkara rekstrarumhverfi Mörg félagasamtök búa ekki við nægan fyrirsjáanleika í rekstri því nauðsynlegir styrkir eru veittir til skamms tíma í senn, oft ekki lengur en til eins árs. Ég hef lagt áherslu á það sem ráðherra að mæta óskum um samninga til lengri tíma. Sem umhverfis- og auðlindaráðherra jók ég einnig rekstrarstyrki til frjálsra félagasamtaka úr 13 m.kr. árlega í 50 m.kr. sem fór til um 20-25 félagasamtaka. Sem félags- og vinnumarkaðsráðherra tók ég þá ákvörðun að skipta velferðarstyrkjum sem veittir hafa verið til margra ára upp í verkefnastyrki og rekstrarstyrki og hefur það mælst vel fyrir. Ég hef tvöfaldað fjármagn til velferðarstyrkja á þessu kjörtímabili, úr 107 milljónum króna árið 2022 í 220 milljónir króna í ár, auk þess sem samningum við frjáls félagasamtök sem sinna margvíslegri velferðarþjónustu utan þessara styrkja hefur fjölgað. Skattaafsláttur vegna framlaga til almannaheillafélaga Það er rík hefð fyrir því á Íslandi að almenningur styðji við frjáls félagasamtök sem starfa að almannaheillum með fjárframlögum. Til að hvetja til frekari styrkja voru gerðar breytingar á skattaumhverfi frjálsra félagasamtaka af ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Breytingarnar fólu í sér að einstaklingar geti fengið skattaafslátt upp á allt að 350.000 krónur á ári vegna framlaga til almannaheillafélaga. Með þessu er fólki gert auðveldara um vik til að styrkja almannaheillastarfsemi. Árið 2022 nýttu 96.000 einstaklingar sér þetta úrræði en samanlagt styrktu einstaklingar og fyrirtæki almannaheillasamtök um 6,6 milljarða króna. Frjáls félagasamtök eru driffjöður framfara – tökum þátt Ég hvet öll til þess að nýta sér lýðræðislegan rétt sinn til að ganga í og taka þátt í starfi frjálsra félagasamtaka, sama hvort það er björgunarsveit, góðgerðasamtök, líknarfélög, náttúruverndarsamtök, stjórnmálasamtök eða önnur, allt eftir áhuga og aðstæðum hvers og eins. Þannig virkjum við kraftinn sem í frjálsum félagasamtökum býr og í okkur sjálfum. Til hamingju með alþjóðlegan dag frjálsra félagasamtaka. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra og þingmaður Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar