Tveir frambjóðendur myrtir á sama deginum Samúel Karl Ólason skrifar 27. febrúar 2024 23:05 Lögregluþjónn stendur vörð í Maravatio í Mexíkó, eftir að tveir frambjóðendur til borgarstjóra voru skotnir til bana í gær. AP/Fernando Llano Tveir frambjóðendur til borgarstjóra í Vestur-Mexíkó voru skotnir til bana í gær. Morð eru mjög tíð víða í Mexíkó í aðdraganda kosninga en morðin voru framin í borginni Maravatio í héraðinu Michoacan, sem er eitt af hættulegri héruðum Mexíkó. Kosningabaráttan hefst ekki fyrr en á föstudaginn. Annar mannanna, Miguel Angel Reyes Zavala, var skotinn fyrir utan vinnustað hans í gær. Tveir menn eru sagðir hafa ekið upp að bíl hans, skotið hann til bana og keyrt á brot. Hann var í framboði fyrir Morena flokkinn, flokk Andres Manuel Lopez Opradors, forseta Mexíkó. Hinn hét Armando Perez Luna og var hann í framboði fyrir stærsta stjórnarandstöðuflokk landsins (PAN). Luna fannst einnig í bíl sínum, þar sem hann hafði verið skotinn, nokkrum klukkustundum eftir að Zavala var myrtur, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Forsvarsmenn PAN hafa fordæmt morðin og segjast hafa varað við þörf á aukinni öryggisgæslu í marga mánuði. AFP segir að frá því í júní í fyrra hafi að minnsta kosti þrjátíu manns verði myrtir í tengslum við kosningar í Mexíkó. Þar af minnst sextán frambjóðendur. Fyrir kosningar vorið 2021 voru fjölmargir frambjóðendur myrtir og sagði Obrador þá að glæpagengi vildu hræða fólk frá því að taka þátt í kosningum. Sjá einnig: Frambjóðendur myrtir í massavís í aðdraganda kosninga í Mexíkó Glæpagengi eru mjög valdamikil í Mexíkó og glæpamenn oftar en ekki þungvopnaðir. Gengi þessi afla ekki eingöngu tekna með sölu og smygli fíkniefna heldur kúga þau fé af almenningi og eigendum fyrirtækja. Áhrif í borgarstjórnum skipta því miklu máli. Opinberar tölur segja að frá því yfirvöld í Mexíkó hófu átak gegn gengjum árið 2006 hafi fleiri en 420 þúsund morð verið framin í ríkinu. Í frétt CBS segir að átök milli tveggja mismunandi gengja hafi valdið miklum usla í Michoacan að undanförnu. Talið er að pólitískt ofbeldi hafi náð nýjum hæðum í fyrra og allt bendi til þess að þetta ár verði jafnvel verra. Mexíkó Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Kosningabaráttan hefst ekki fyrr en á föstudaginn. Annar mannanna, Miguel Angel Reyes Zavala, var skotinn fyrir utan vinnustað hans í gær. Tveir menn eru sagðir hafa ekið upp að bíl hans, skotið hann til bana og keyrt á brot. Hann var í framboði fyrir Morena flokkinn, flokk Andres Manuel Lopez Opradors, forseta Mexíkó. Hinn hét Armando Perez Luna og var hann í framboði fyrir stærsta stjórnarandstöðuflokk landsins (PAN). Luna fannst einnig í bíl sínum, þar sem hann hafði verið skotinn, nokkrum klukkustundum eftir að Zavala var myrtur, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Forsvarsmenn PAN hafa fordæmt morðin og segjast hafa varað við þörf á aukinni öryggisgæslu í marga mánuði. AFP segir að frá því í júní í fyrra hafi að minnsta kosti þrjátíu manns verði myrtir í tengslum við kosningar í Mexíkó. Þar af minnst sextán frambjóðendur. Fyrir kosningar vorið 2021 voru fjölmargir frambjóðendur myrtir og sagði Obrador þá að glæpagengi vildu hræða fólk frá því að taka þátt í kosningum. Sjá einnig: Frambjóðendur myrtir í massavís í aðdraganda kosninga í Mexíkó Glæpagengi eru mjög valdamikil í Mexíkó og glæpamenn oftar en ekki þungvopnaðir. Gengi þessi afla ekki eingöngu tekna með sölu og smygli fíkniefna heldur kúga þau fé af almenningi og eigendum fyrirtækja. Áhrif í borgarstjórnum skipta því miklu máli. Opinberar tölur segja að frá því yfirvöld í Mexíkó hófu átak gegn gengjum árið 2006 hafi fleiri en 420 þúsund morð verið framin í ríkinu. Í frétt CBS segir að átök milli tveggja mismunandi gengja hafi valdið miklum usla í Michoacan að undanförnu. Talið er að pólitískt ofbeldi hafi náð nýjum hæðum í fyrra og allt bendi til þess að þetta ár verði jafnvel verra.
Mexíkó Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira