Sakar yfirvöld um andvaraleysi gagnvart kókaínneyslu millistéttarinnar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. febrúar 2024 07:01 Borgarstjórar Rotterdam, Antwerpen og Hamborgar heimsóttu Ekvador á dögunum til að ræða fíkniefnasmygl við þarlend yfirvöld. epa/Jose Jacome Borgarstjóri Rotterdam í Hollandi sakar yfirvöld í Evrópu um að hafa sofnað á verðinum gagnvart notkun fíkniefna, sem hefði leitt til spillingar, ofbeldis og eymdar. Rotterdam er einn helsti farvegur eiturlyfja inn í Evrópu og borgarstjórinn Ahmed Aboutaleb segir andvaraleysi yfirvalda gagnvart notkun þeirra, þá ekki síst þegjandi samkomulag um að horfa framhjá kókaínnotkun millistéttarinnar, hafa leitt til ófremdarástands í fátækari hverfum Evrópu. Aboutaleb vill að yfirvöld taki harðar á notkun kókaíns en tilefni ummæla hans voru þrír lífstíðardómar sem kveðnir voru upp á dögunum í máli fíkniefnabarónsins Ridouan Taghi og samstarfsmanna hans. Borgarstjóri Amsterdam hefur kallað eftir því að reglur verði settar um sölu og notkun kókaíns til að grafa undan tekjum fíkniefnasala en Aboutaleb vill að yfirvöld einbeiti sér að því að koma í veg fyrir „tómstundanotkun“ millistéttarinnar. Aboutaleb segir yfirvöld hafa horft í gegnum fingur sér varðandi neyslu kókaíns, þar sem efnið sé meira notað af þeim sem séu hærra í samfélagsstiganum. „Og það er álitið minna alvarlegt, alveg eins og glæpir meðal þeirra hærra settu eru oft álitnir minna alvarlegir,“ segir hann. Einhvers konar sátt virðist ríkja um notkun kókaíns. Aboutaleb segir „föstudagsnotkun“ yfirstéttarinnar á efninu koma hart niður á ungu fólki í lægri stéttum samfélagsins. Borgaryfirvöld í Rotterdam réðust í fyrra í átak þar sem vakin var athygli á tengslum fíkniefnaneyslu og ofbeldis af hálfu og milli gengja. Lógó átaksins var líkkista skreytt krossi úr tveimur línum af kókaíni og slagorðið: „Þitt fix, hans dauði“. Aboutaleb segist ekki lengur getað lokað augunum gagnvart vandamálinu. Hann sé ekki að andmæla því að vissulega séu ýmsar kenningar uppi um hvaða leiðir skuli fara. „En ég vil ekki setja banana og epli og línu af kóki á sömu hillu, öll stimpluð af stjórnvöldum: „Allt í góðu“. Þá varar borgarstjórinn við þeirri stefnubreytingu að heimila notkun kannabis. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Holland Fíkn Fíkniefnabrot Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Rotterdam er einn helsti farvegur eiturlyfja inn í Evrópu og borgarstjórinn Ahmed Aboutaleb segir andvaraleysi yfirvalda gagnvart notkun þeirra, þá ekki síst þegjandi samkomulag um að horfa framhjá kókaínnotkun millistéttarinnar, hafa leitt til ófremdarástands í fátækari hverfum Evrópu. Aboutaleb vill að yfirvöld taki harðar á notkun kókaíns en tilefni ummæla hans voru þrír lífstíðardómar sem kveðnir voru upp á dögunum í máli fíkniefnabarónsins Ridouan Taghi og samstarfsmanna hans. Borgarstjóri Amsterdam hefur kallað eftir því að reglur verði settar um sölu og notkun kókaíns til að grafa undan tekjum fíkniefnasala en Aboutaleb vill að yfirvöld einbeiti sér að því að koma í veg fyrir „tómstundanotkun“ millistéttarinnar. Aboutaleb segir yfirvöld hafa horft í gegnum fingur sér varðandi neyslu kókaíns, þar sem efnið sé meira notað af þeim sem séu hærra í samfélagsstiganum. „Og það er álitið minna alvarlegt, alveg eins og glæpir meðal þeirra hærra settu eru oft álitnir minna alvarlegir,“ segir hann. Einhvers konar sátt virðist ríkja um notkun kókaíns. Aboutaleb segir „föstudagsnotkun“ yfirstéttarinnar á efninu koma hart niður á ungu fólki í lægri stéttum samfélagsins. Borgaryfirvöld í Rotterdam réðust í fyrra í átak þar sem vakin var athygli á tengslum fíkniefnaneyslu og ofbeldis af hálfu og milli gengja. Lógó átaksins var líkkista skreytt krossi úr tveimur línum af kókaíni og slagorðið: „Þitt fix, hans dauði“. Aboutaleb segist ekki lengur getað lokað augunum gagnvart vandamálinu. Hann sé ekki að andmæla því að vissulega séu ýmsar kenningar uppi um hvaða leiðir skuli fara. „En ég vil ekki setja banana og epli og línu af kóki á sömu hillu, öll stimpluð af stjórnvöldum: „Allt í góðu“. Þá varar borgarstjórinn við þeirri stefnubreytingu að heimila notkun kannabis. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Holland Fíkn Fíkniefnabrot Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira