Traust til Seðlabankans heldur áfram að minnka Atli Ísleifsson skrifar 28. febrúar 2024 08:40 Traust til Seðlabankans heldur áfram að minnka og niður um sjö prósentustig milli kannana. 32 prósent bera mikið traust til bankans. Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Traust almennings til Seðlabankans hefur minnkað og þá hefur traust til borgarstjórnar Reykjavíkur aukist. Annars mælist traust til flestra stofnana svipað og á síðasta ári. Þetta er meðal helstu breytinga í Þjóðarpúlsi Gallups þar sem mælt er traust almennings til nokkurra opinberra stofnana samfélagsins. Í nýjustu könnuninni kemur fram að traust til Seðlabankans fari niður um sjö prósentustig og traust til borgarstjórnar fari upp um sex prósentustig. Traust til Landhelgisgæslunnar mælist sem fyrr mest af öllum þeim stofnunum sem könnunin náði til, en liðlega níu af hverjum tíu bera mikið traust til hennar, álíka margir og á síðasta ári. „Háskóli Íslands, embætti forseta Íslands og lögreglan koma þar á eftir en 70-73% bera mikið traust til þeirra. Það er svipað hlutfall og í fyrra. Traust til heilbrigðiskerfisins er óbreytt frá í fyrra og mælist 57%. Traust til ríkissáttasemjara mælist 55% sem er örlitlu hærra en í fyrra þó breytingin sé ekki tölfræðilega marktæk. Traust til umboðsmanns Alþingis stendur í stað frá síðustu mælingu, en um 46% bera mikið traust til hans. Gallup Ríflega fjögur af hverjum tíu bera mikið traust til ríkissaksóknara sem er örlitlu hærra en í fyrra þó breytingin sé ekki tölfræðilega marktæk. Nær fjögur af hverjum tíu bera mikið traust til dómskerfisins sem er svipað hlutfall og í síðustu mælingu. Traust til Seðlabankans heldur áfram að minnka, fer niður um 7 prósentustig og bera nú 32% mikið traust til bankans. Traust til hans hefur minnkað samtals um 30 prósentustig á síðustu þremur árum en það jókst um 31 prósentustig á árunum tveimur þar á undan. Það er því komið á svipað ról og það var á árunum 2014 til 2019. Rúmlega fjórðungur ber mikið traust til Alþingis og þjóðkirkjunnar en það er svipað hlutfall og í fyrra. Borgarstjórn Reykjavíkur endurheimtir það traust sem hún missti árið á undan, en 19% bera nú mikið traust til hennar. Hlutfallið hækkar um sex prósentustig frá síðustu mælingu og er svipað og það var árin 2019 til 2022. Bankakerfið nýtur minnst trausts þeirra stofnana sem eru mældar í Þjóðarpúlsinum en 16% bera mikið traust til þess. Hlutfallið mælist svipað og í fyrra,“ segir í tilkynningunni frá Gallup. Skoðanakannanir Seðlabankinn Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Þetta er meðal helstu breytinga í Þjóðarpúlsi Gallups þar sem mælt er traust almennings til nokkurra opinberra stofnana samfélagsins. Í nýjustu könnuninni kemur fram að traust til Seðlabankans fari niður um sjö prósentustig og traust til borgarstjórnar fari upp um sex prósentustig. Traust til Landhelgisgæslunnar mælist sem fyrr mest af öllum þeim stofnunum sem könnunin náði til, en liðlega níu af hverjum tíu bera mikið traust til hennar, álíka margir og á síðasta ári. „Háskóli Íslands, embætti forseta Íslands og lögreglan koma þar á eftir en 70-73% bera mikið traust til þeirra. Það er svipað hlutfall og í fyrra. Traust til heilbrigðiskerfisins er óbreytt frá í fyrra og mælist 57%. Traust til ríkissáttasemjara mælist 55% sem er örlitlu hærra en í fyrra þó breytingin sé ekki tölfræðilega marktæk. Traust til umboðsmanns Alþingis stendur í stað frá síðustu mælingu, en um 46% bera mikið traust til hans. Gallup Ríflega fjögur af hverjum tíu bera mikið traust til ríkissaksóknara sem er örlitlu hærra en í fyrra þó breytingin sé ekki tölfræðilega marktæk. Nær fjögur af hverjum tíu bera mikið traust til dómskerfisins sem er svipað hlutfall og í síðustu mælingu. Traust til Seðlabankans heldur áfram að minnka, fer niður um 7 prósentustig og bera nú 32% mikið traust til bankans. Traust til hans hefur minnkað samtals um 30 prósentustig á síðustu þremur árum en það jókst um 31 prósentustig á árunum tveimur þar á undan. Það er því komið á svipað ról og það var á árunum 2014 til 2019. Rúmlega fjórðungur ber mikið traust til Alþingis og þjóðkirkjunnar en það er svipað hlutfall og í fyrra. Borgarstjórn Reykjavíkur endurheimtir það traust sem hún missti árið á undan, en 19% bera nú mikið traust til hennar. Hlutfallið hækkar um sex prósentustig frá síðustu mælingu og er svipað og það var árin 2019 til 2022. Bankakerfið nýtur minnst trausts þeirra stofnana sem eru mældar í Þjóðarpúlsinum en 16% bera mikið traust til þess. Hlutfallið mælist svipað og í fyrra,“ segir í tilkynningunni frá Gallup.
Skoðanakannanir Seðlabankinn Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira