„Fyrir mér er meirihlutinn óstarfhæfur“ Bjarki Sigurðsson skrifar 28. febrúar 2024 11:45 Ragnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð, og Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, bæjarfulltrúi Fjarðarlistans. Fulltrúi Fjarðarlistans greiddi atkvæði gegn tillögu síns meirihluta á fundi bæjarstjórnar Fjarðarbyggðar í gær. Tillagan snerist um breytingar í skólamálum sveitarfélagsins en unnið er að því að sameina alla grunnskóla sveitarfélagsins í eina stofnun. Sama á við um leikskóla Fjarðabyggðar. Í gær kynnti Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, tillögu sem snýr að því að leikskólar innan Fjarðabyggðar verði sameinaðir innan nýrrar stofnunar sem heitir Leikskóli Fjarðabyggðar. Rekstur leikskóla innan byggðakjarnanna heldur áfram en einn leikskólastjóri verður yfir þeim öllum. Byggðakjarnarnir eru Breiðdalsvík, Stöðvarfjörður, Fáskrúðsfjörður, Reyðarfjörður, Eskifjörður, Neskaupstaður og Mjóifjörður. Svipuð útfærsla verður með grunnskóla sveitarfélagsins sem sameinast allir undir stofnuninni Grunnskóli Fjarðabyggðar. Skólastjórar verða í öllum grunnskólunum nema á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík. Þar munu deildarstjórar stýra málum með stuðningi skólastjóra á Fáskrúðsfirði. Neskaupstaður er fjölmennasti þéttbýliskjarni Fjarðabyggðar en þar búa um 1.500 manns.Vísir/Vilhelm Allir í minnihlutanum sammála meirihlutanum Jón Björn er oddviti Framsóknarflokksins í sveitarfélaginu en flokkurinn er í meirihlutasamstarfi með Fjarðarlistanum. Í minnihluta eru svo fulltrúar Sjálfstæðisflokksins. Allir bæjarfulltrúar minnihlutans greiddu atkvæði með tillögunni, sem og bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins. Oddviti Fjarðarlistans greiddi atkvæði með tillögunni en Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, bæjarfulltrúi Fjarðarlistans, greiddi atkvæði gegn henni. Jón Björn Hákonarson er forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og fyrrverandi bæjarstjóri.Vísir/Sigurjón Skortur á samráði Hún hafði tekið til máls á fundi bæjarstjórnar fyrir atkvæðagreiðsluna og sagði hún tillöguna ekki styrkja skólastarf í bæjarfélaginu. „Ég verð að fá að lýsa vonbrigðum mínum með skort á samstarfi við skóla- og fagfólk í menntamálum í mótun á þessari tillögu. Þegar verið er að fara í eins gríðarmiklar breytingar og þessa þá er algjörlega nauðsynlegt að hafa samstarf við alla aðila skólasamfélagsins, alla skólastjórnendur, starfsfólk og skóla- og foreldraráð skólanna,“ sagði Hjördís. Hún óttast að starfsfólk skóla og foreldrar nemenda muni upplifa óöryggi þegar breytingarnar gangi í gegn vegna skorts á samráði. Bæjarfulltrúar Fjarðabyggðar.Fjarðabyggð Geta ekki unnið með meirihlutanum Ragnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðarbyggð, segir að um sé að ræða trúnaðarbrest í máli sem hann taldi vera þverpólitísk samstaða í. „Þetta er vinna sem hefur átt sér stað frá því í október og þessi afstaða fulltrúans í meirihlutanum kom okkur í opna skjöldu þar sem að við höfum ekki heyrt þessi sjónarmið áður í allri þessari vinnu. Þetta gerir það að verkum að það kristallast í þessu að einingin innan meirihlutans er engin. Það er ekki hægt að ætlast til þess að meirihlutinn sé að vinna áfram með minnihluta í einhverri þverpólitískri vinnu í ljósi þessa,“ segir Ragnar. Óstarfhæfur meirihluti Hann segir fulltrúa Sjálfstæðisflokksins ætla að segja sig úr öllum starfshópum í málum sem unnin hafa verið í þverpólitískri sátt. „Fyrir mér er meirihlutinn óstarfhæfur. Getum ekki unnið með þeim. Meirihlutinn þarf bara að ráða ráðum sínum og finna út úr því hvort að þeir geti yfir höfuð unnið áfram. En fyrir okkur þá er boltinn hjá meirihlutanum og hvað þeir ætla að gera,“ segir Ragnar. Þau líta málið mjög alvarlegum augum. „Við vorum í góðri trú um að þetta væri einhugur um þessa breytingu og höfum starfað alla tíð með það fyrir augum að í svona veigamiklum breytingum þá yrði að vera þverpólitísk sátt um það og við horfðum þannig á það þegar við fórum til fundar í gær í bæjarstjórn að þetta væri niðurstaða sem allir væru sáttir við. Þess vegna kemur þetta okkur í opna skjöldu,“ segir Ragnar. Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Fjarðabyggð Sjálfstæðisflokkurinn Grunnskólar Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira
Í gær kynnti Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, tillögu sem snýr að því að leikskólar innan Fjarðabyggðar verði sameinaðir innan nýrrar stofnunar sem heitir Leikskóli Fjarðabyggðar. Rekstur leikskóla innan byggðakjarnanna heldur áfram en einn leikskólastjóri verður yfir þeim öllum. Byggðakjarnarnir eru Breiðdalsvík, Stöðvarfjörður, Fáskrúðsfjörður, Reyðarfjörður, Eskifjörður, Neskaupstaður og Mjóifjörður. Svipuð útfærsla verður með grunnskóla sveitarfélagsins sem sameinast allir undir stofnuninni Grunnskóli Fjarðabyggðar. Skólastjórar verða í öllum grunnskólunum nema á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík. Þar munu deildarstjórar stýra málum með stuðningi skólastjóra á Fáskrúðsfirði. Neskaupstaður er fjölmennasti þéttbýliskjarni Fjarðabyggðar en þar búa um 1.500 manns.Vísir/Vilhelm Allir í minnihlutanum sammála meirihlutanum Jón Björn er oddviti Framsóknarflokksins í sveitarfélaginu en flokkurinn er í meirihlutasamstarfi með Fjarðarlistanum. Í minnihluta eru svo fulltrúar Sjálfstæðisflokksins. Allir bæjarfulltrúar minnihlutans greiddu atkvæði með tillögunni, sem og bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins. Oddviti Fjarðarlistans greiddi atkvæði með tillögunni en Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, bæjarfulltrúi Fjarðarlistans, greiddi atkvæði gegn henni. Jón Björn Hákonarson er forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og fyrrverandi bæjarstjóri.Vísir/Sigurjón Skortur á samráði Hún hafði tekið til máls á fundi bæjarstjórnar fyrir atkvæðagreiðsluna og sagði hún tillöguna ekki styrkja skólastarf í bæjarfélaginu. „Ég verð að fá að lýsa vonbrigðum mínum með skort á samstarfi við skóla- og fagfólk í menntamálum í mótun á þessari tillögu. Þegar verið er að fara í eins gríðarmiklar breytingar og þessa þá er algjörlega nauðsynlegt að hafa samstarf við alla aðila skólasamfélagsins, alla skólastjórnendur, starfsfólk og skóla- og foreldraráð skólanna,“ sagði Hjördís. Hún óttast að starfsfólk skóla og foreldrar nemenda muni upplifa óöryggi þegar breytingarnar gangi í gegn vegna skorts á samráði. Bæjarfulltrúar Fjarðabyggðar.Fjarðabyggð Geta ekki unnið með meirihlutanum Ragnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðarbyggð, segir að um sé að ræða trúnaðarbrest í máli sem hann taldi vera þverpólitísk samstaða í. „Þetta er vinna sem hefur átt sér stað frá því í október og þessi afstaða fulltrúans í meirihlutanum kom okkur í opna skjöldu þar sem að við höfum ekki heyrt þessi sjónarmið áður í allri þessari vinnu. Þetta gerir það að verkum að það kristallast í þessu að einingin innan meirihlutans er engin. Það er ekki hægt að ætlast til þess að meirihlutinn sé að vinna áfram með minnihluta í einhverri þverpólitískri vinnu í ljósi þessa,“ segir Ragnar. Óstarfhæfur meirihluti Hann segir fulltrúa Sjálfstæðisflokksins ætla að segja sig úr öllum starfshópum í málum sem unnin hafa verið í þverpólitískri sátt. „Fyrir mér er meirihlutinn óstarfhæfur. Getum ekki unnið með þeim. Meirihlutinn þarf bara að ráða ráðum sínum og finna út úr því hvort að þeir geti yfir höfuð unnið áfram. En fyrir okkur þá er boltinn hjá meirihlutanum og hvað þeir ætla að gera,“ segir Ragnar. Þau líta málið mjög alvarlegum augum. „Við vorum í góðri trú um að þetta væri einhugur um þessa breytingu og höfum starfað alla tíð með það fyrir augum að í svona veigamiklum breytingum þá yrði að vera þverpólitísk sátt um það og við horfðum þannig á það þegar við fórum til fundar í gær í bæjarstjórn að þetta væri niðurstaða sem allir væru sáttir við. Þess vegna kemur þetta okkur í opna skjöldu,“ segir Ragnar.
Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Fjarðabyggð Sjálfstæðisflokkurinn Grunnskólar Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira