„Gerði mig sterkari“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. febrúar 2024 08:31 Luis Rubiales kyssir hér Jennifer Hermoso í verðlaunaafhendingunni á HM í fyrrasumar. Getty/Noemi Llamas Spænska knattspyrnukonan Jenni Hermoso segir það hafi verið sárt að vera sett út úr landsliðinu eftir að hún kærði fyrrum forseta spænska knattspyrnusambandsins fyrir kynferðislegt áreiti í verðlaunaafhendingunni á HM í Ástralíu . Landsliðsþjálfarinn Montse Tomé valdi hana ekki í fyrsta verkefnið eftir HM og sagði ástæðuna vera að hún hafi viljað hlífa Hermoso enda var mikið í gangi á þeim tíma. Luis Rubiales, þá forseti spænska sambandsins, hafði kysst hana í verðlaunaafhendingunni og haldið því síðan fram að það hafi verið samþykktur koss. Hermoso hefur alla tíð neitað slíku og sagt að kosinn hafi verið algjörlega óumbeðinn. Rubiales sagði á endanum af sér sem forseti sambandsins og málið hefur síðan farið fyrir dómstóla. Hermoso var komin aftur í landsliðið í október og skoraði þá sigurmark á 89. mínútu á móti Ítalíu í sínum fyrsta leik eftir endurkomuna. Hún hefur haldið sæti sínu síðan. Hermoso faz forte desabafo e revela mágoa na seleção espanhola após caso Rubiales: 'Nunca vou entender'https://t.co/cEtIqNMeIY— ESPN Brasil (@ESPNBrasil) February 28, 2024 „Ég skildi ekki þessa ákvörðun og mun aldrei skilja hana,“ sagði hin 33 ára gamla Jenni Hermoso um að hafa ekki verið valin í fyrsta hóp eftir HM. „Þetta særði mig og er enn sárt. Þetta er samt eitthvað sem er búið og gert og það besta fyrir mig er að vera aftur með landsliðinu og að fá að spila annan úrslitaleik með landsliðinu,“ sagði Hermoso. „Síðasti blaðamannafundurinn minn var fyrir undanúrslitaleikinn á HM. Það hefur mikið breyst síðan þá og ég veit varla hvað ég á að segja,“ sagði Hermoso. „Ég hef breyst mikið, bæði persónulega en líka hvað varðar fótboltann. Allt þetta gerði mig sterkari. Ég hef lært mikið af þessu öllu saman og ég er heppin að fá að taka þátt í öðrum úrslitaleik sex mánuðum síðar,“ sagði Hermoso. „Það er mikilvægt mig að spila annan úrslitaleik og halda áfram með landsliðinu. Mér líður vel, fótboltinn heldur áfram að gefa í mínu lífi og ég held áfram að njóta íþróttarinnar,“ sagði Hermoso. Hermoso unnu fyrstu Þjóðadeild kvenna í gær með 2-0 sigri á Frakklandi í úrslitaleiknum. Spain striker Jenni Hermoso reflects on the support she felt from around the football world in the aftermath of last year s World Cup final and the assault by disgraced former Spanish Football Association president Luis Rubiales. pic.twitter.com/SHGPjXtDHF— The Women's Game (@WomensGameMIB) February 22, 2024 Spænski boltinn Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Montse Tomé valdi hana ekki í fyrsta verkefnið eftir HM og sagði ástæðuna vera að hún hafi viljað hlífa Hermoso enda var mikið í gangi á þeim tíma. Luis Rubiales, þá forseti spænska sambandsins, hafði kysst hana í verðlaunaafhendingunni og haldið því síðan fram að það hafi verið samþykktur koss. Hermoso hefur alla tíð neitað slíku og sagt að kosinn hafi verið algjörlega óumbeðinn. Rubiales sagði á endanum af sér sem forseti sambandsins og málið hefur síðan farið fyrir dómstóla. Hermoso var komin aftur í landsliðið í október og skoraði þá sigurmark á 89. mínútu á móti Ítalíu í sínum fyrsta leik eftir endurkomuna. Hún hefur haldið sæti sínu síðan. Hermoso faz forte desabafo e revela mágoa na seleção espanhola após caso Rubiales: 'Nunca vou entender'https://t.co/cEtIqNMeIY— ESPN Brasil (@ESPNBrasil) February 28, 2024 „Ég skildi ekki þessa ákvörðun og mun aldrei skilja hana,“ sagði hin 33 ára gamla Jenni Hermoso um að hafa ekki verið valin í fyrsta hóp eftir HM. „Þetta særði mig og er enn sárt. Þetta er samt eitthvað sem er búið og gert og það besta fyrir mig er að vera aftur með landsliðinu og að fá að spila annan úrslitaleik með landsliðinu,“ sagði Hermoso. „Síðasti blaðamannafundurinn minn var fyrir undanúrslitaleikinn á HM. Það hefur mikið breyst síðan þá og ég veit varla hvað ég á að segja,“ sagði Hermoso. „Ég hef breyst mikið, bæði persónulega en líka hvað varðar fótboltann. Allt þetta gerði mig sterkari. Ég hef lært mikið af þessu öllu saman og ég er heppin að fá að taka þátt í öðrum úrslitaleik sex mánuðum síðar,“ sagði Hermoso. „Það er mikilvægt mig að spila annan úrslitaleik og halda áfram með landsliðinu. Mér líður vel, fótboltinn heldur áfram að gefa í mínu lífi og ég held áfram að njóta íþróttarinnar,“ sagði Hermoso. Hermoso unnu fyrstu Þjóðadeild kvenna í gær með 2-0 sigri á Frakklandi í úrslitaleiknum. Spain striker Jenni Hermoso reflects on the support she felt from around the football world in the aftermath of last year s World Cup final and the assault by disgraced former Spanish Football Association president Luis Rubiales. pic.twitter.com/SHGPjXtDHF— The Women's Game (@WomensGameMIB) February 22, 2024
Spænski boltinn Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Sjá meira