Blóð er ekki mjólk Rósa Líf Darradóttir skrifar 29. febrúar 2024 11:00 Framkvæmdastjóri Ísteka sagði í Kastljósi í gær að blóðtaka úr fylfullum hryssum væri ekkert annað en hefðbundinn landbúnaður. Þetta er rangt. Það liggur fyrir í ítarlegri niðurstöðu ESA, heilar 32 blaðsíður af rökstuðningi þess efnis hvers vegna blóðtakan er ekki og getur aldrei talist til landbúnaðar. Blóð er lífsnauðsynlegur vessi í hjarta og æðakerfi dýra. Hraðar breytingar á rúmmáli þess eru lífshættulegar. Mjólk, framleidd af kirtlum líkamans er á engan hátt sambærileg blóði. Blóðið er sótt með læknisverki með tilheyrandi lífshættu. Blóðtakan er inngrip í æðakerfi lifandi dýra sem krefst deyfingar og dýralæknar þeir einu sem mega framkvæma verknaðinn. Að líkja þessu við mjólkun kúa eða rúning kinda er fásinna. Áhættan og þjáningin sem blóðtakan veldur dýrunum er ástæða þess að reglugerð um notkun dýra í vísindaskyni gildir fyrir hryssurnar. Frá árinu 2002 til 2020 féll starfsemin undir þessa reglugerð. Þessu var breytt árið 2020 að ósk Ísteka til þess að þjóna hagsmunum fyrirtækisins. Mast féllst ranglega á þau rök að um væri að ræða framleiðslu en ekki notkun dýra í vísindaskyni og því ætti reglugerðin ekki við. Vissulega er um framleiðslu að ræða. Sökum eðli iðjunar og þjáningar dýranna verður starfsemin að falla undir reglugerð um notkun dýra í vísindaskyni. Með því að flokka starfsemina ranglega sem hefðbundinn landbúnað hlífði MAST blóðsuguiðnaðinnum við þeim skilyrðum sem reglugerð um notkun dýra í vísindaskyni felur í sér. Með þessu rændi stofnunin hryssurnar réttindum sínum. Stofnunin lét undan áfergju fyrirtækisins og skaut hryssunum undan þeirri vernd sem reglugerðin veitir þeim. Það virðist vera ásetningur Matvælastofnunnar að standa vörð um fjárhagslegan ávinning fyrirtækja en ekki velferð dýra. Þetta viðhorf eftirlitsstofnunarinnar birtist okkur ítrekað og sýnir glöggt að eftirlit með velferð dýra og matvælaframleiðslu getur ekki verið sinnt af sömu stofnun. Fjölmörg dæmi sýna að hagur dýra lítur jafnan í lægra haldi fyrir hag framleiðenda við núverandi skipulag. Höfundur er læknir og situr í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Ísteka sagði í Kastljósi í gær að blóðtaka úr fylfullum hryssum væri ekkert annað en hefðbundinn landbúnaður. Þetta er rangt. Það liggur fyrir í ítarlegri niðurstöðu ESA, heilar 32 blaðsíður af rökstuðningi þess efnis hvers vegna blóðtakan er ekki og getur aldrei talist til landbúnaðar. Blóð er lífsnauðsynlegur vessi í hjarta og æðakerfi dýra. Hraðar breytingar á rúmmáli þess eru lífshættulegar. Mjólk, framleidd af kirtlum líkamans er á engan hátt sambærileg blóði. Blóðið er sótt með læknisverki með tilheyrandi lífshættu. Blóðtakan er inngrip í æðakerfi lifandi dýra sem krefst deyfingar og dýralæknar þeir einu sem mega framkvæma verknaðinn. Að líkja þessu við mjólkun kúa eða rúning kinda er fásinna. Áhættan og þjáningin sem blóðtakan veldur dýrunum er ástæða þess að reglugerð um notkun dýra í vísindaskyni gildir fyrir hryssurnar. Frá árinu 2002 til 2020 féll starfsemin undir þessa reglugerð. Þessu var breytt árið 2020 að ósk Ísteka til þess að þjóna hagsmunum fyrirtækisins. Mast féllst ranglega á þau rök að um væri að ræða framleiðslu en ekki notkun dýra í vísindaskyni og því ætti reglugerðin ekki við. Vissulega er um framleiðslu að ræða. Sökum eðli iðjunar og þjáningar dýranna verður starfsemin að falla undir reglugerð um notkun dýra í vísindaskyni. Með því að flokka starfsemina ranglega sem hefðbundinn landbúnað hlífði MAST blóðsuguiðnaðinnum við þeim skilyrðum sem reglugerð um notkun dýra í vísindaskyni felur í sér. Með þessu rændi stofnunin hryssurnar réttindum sínum. Stofnunin lét undan áfergju fyrirtækisins og skaut hryssunum undan þeirri vernd sem reglugerðin veitir þeim. Það virðist vera ásetningur Matvælastofnunnar að standa vörð um fjárhagslegan ávinning fyrirtækja en ekki velferð dýra. Þetta viðhorf eftirlitsstofnunarinnar birtist okkur ítrekað og sýnir glöggt að eftirlit með velferð dýra og matvælaframleiðslu getur ekki verið sinnt af sömu stofnun. Fjölmörg dæmi sýna að hagur dýra lítur jafnan í lægra haldi fyrir hag framleiðenda við núverandi skipulag. Höfundur er læknir og situr í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun