Navalní borinn til grafar Bjarki Sigurðsson skrifar 1. mars 2024 11:34 Starfsmenn kirkjunnar bera líkkistu Navalnís inn. AP Jarðarför helsta andstæðings Rússlandsforseta Vladimírs Pútín fer fram í Moskvu höfuðborg Rússlands í dag. Fjöldi fólks hefur safnast saman fyrir utan kirkjuna þar sem athöfnin fer fram í suðausturhluta Moskvu í hverfinu Maryino, þar sem Navalní átti áður heima. Alexei Navalní lést í fangelsi í Síberíu fyrr í þessum mánuði. Um árabil var hann helsti andstæðingur forseta Rússlands, Vladimír Pútín. Eiginkona Navalní hefur kennt Pútín um dauða hans. Greint var frá því í gær að samkomulag um fangaskipti hafi verið á lokametrunum og hann nálægt því að verða frjáls maður þegar hann lést þann 16. febrúar. Búið er að setja upp girðingar í kringum kirkjuna svo þeir sem mættir eru til að votta Navalní virðingu sína trufli ekki athöfnina. Vestrænir sendiherrar og fleiri starfsmenn sendiráðanna eru mættir ásamt fjölmörgum Rússum sem studdu Navalní í baráttu sinni. Kirkjan þar sem jarðarförin fer fram.AP Klappað var fyrir Navalní þegar kistan var borin inn í kirkjuna en það hafði tekið lengri tíma en ætlað var að ferja hana í kirkjuna. Illa gekk að finna líkbíl til að keyra með kistuna þangað. Lögreglumenn vakta svæðið í kringum kirkjuna.AP Athöfnin átti að hefjast klukkan ellefu á íslenskum tíma og kistan síðan grafin klukkan eitt. Ljóst er að þær tímasetningar munu ekki halda og ætti athöfnin að byrja rétt eftir klukkan hálf tólf. Gröf Navalnís.AP Vestrænir diplómatar mættu með blóm.AP Rússland Mál Alexei Navalní Tengdar fréttir Segir Pútín hafa hætt við yfirvofandi fangaskipti og látið myrða Navalní Andófsmaðurinn Alexei Navalní var í þann mund að verða frjáls maður þegar hann lést skyndilega í fangelsi í Rússlandi 15. febrúar síðastliðinn. 26. febrúar 2024 12:56 Biden kallar Pútín „tíkarson“ og furðar sig á ummælum Trump Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði Vladimir Pútín Rússlandsforseta „brjálaðan tíkarson“ á fjáröflunarviðburði í San Francisco í gær, auk þess sem hann skaut á forvera sinn Donald Trump fyrir að bera sig saman við rússneska andófsmanninn Alexei Navalní. 22. febrúar 2024 07:37 Bjarni lét fulltrúa Rússa heyra það vegna Navalnís Forstöðumaður sendiráðs Rússlands í Reykjavík var kallaður í utanríkisráðuneytið í dag þar sem honum var gerð grein fyrir afstöðu Íslands vegna dauða Alexei Navalní. Afstaðan er einföld; Ísland fordæmir meðferð rússneskra stjórnvalda á stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní, sem leiddi til andláts hans í síðustu viku. 21. febrúar 2024 17:56 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Alexei Navalní lést í fangelsi í Síberíu fyrr í þessum mánuði. Um árabil var hann helsti andstæðingur forseta Rússlands, Vladimír Pútín. Eiginkona Navalní hefur kennt Pútín um dauða hans. Greint var frá því í gær að samkomulag um fangaskipti hafi verið á lokametrunum og hann nálægt því að verða frjáls maður þegar hann lést þann 16. febrúar. Búið er að setja upp girðingar í kringum kirkjuna svo þeir sem mættir eru til að votta Navalní virðingu sína trufli ekki athöfnina. Vestrænir sendiherrar og fleiri starfsmenn sendiráðanna eru mættir ásamt fjölmörgum Rússum sem studdu Navalní í baráttu sinni. Kirkjan þar sem jarðarförin fer fram.AP Klappað var fyrir Navalní þegar kistan var borin inn í kirkjuna en það hafði tekið lengri tíma en ætlað var að ferja hana í kirkjuna. Illa gekk að finna líkbíl til að keyra með kistuna þangað. Lögreglumenn vakta svæðið í kringum kirkjuna.AP Athöfnin átti að hefjast klukkan ellefu á íslenskum tíma og kistan síðan grafin klukkan eitt. Ljóst er að þær tímasetningar munu ekki halda og ætti athöfnin að byrja rétt eftir klukkan hálf tólf. Gröf Navalnís.AP Vestrænir diplómatar mættu með blóm.AP
Rússland Mál Alexei Navalní Tengdar fréttir Segir Pútín hafa hætt við yfirvofandi fangaskipti og látið myrða Navalní Andófsmaðurinn Alexei Navalní var í þann mund að verða frjáls maður þegar hann lést skyndilega í fangelsi í Rússlandi 15. febrúar síðastliðinn. 26. febrúar 2024 12:56 Biden kallar Pútín „tíkarson“ og furðar sig á ummælum Trump Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði Vladimir Pútín Rússlandsforseta „brjálaðan tíkarson“ á fjáröflunarviðburði í San Francisco í gær, auk þess sem hann skaut á forvera sinn Donald Trump fyrir að bera sig saman við rússneska andófsmanninn Alexei Navalní. 22. febrúar 2024 07:37 Bjarni lét fulltrúa Rússa heyra það vegna Navalnís Forstöðumaður sendiráðs Rússlands í Reykjavík var kallaður í utanríkisráðuneytið í dag þar sem honum var gerð grein fyrir afstöðu Íslands vegna dauða Alexei Navalní. Afstaðan er einföld; Ísland fordæmir meðferð rússneskra stjórnvalda á stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní, sem leiddi til andláts hans í síðustu viku. 21. febrúar 2024 17:56 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Segir Pútín hafa hætt við yfirvofandi fangaskipti og látið myrða Navalní Andófsmaðurinn Alexei Navalní var í þann mund að verða frjáls maður þegar hann lést skyndilega í fangelsi í Rússlandi 15. febrúar síðastliðinn. 26. febrúar 2024 12:56
Biden kallar Pútín „tíkarson“ og furðar sig á ummælum Trump Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði Vladimir Pútín Rússlandsforseta „brjálaðan tíkarson“ á fjáröflunarviðburði í San Francisco í gær, auk þess sem hann skaut á forvera sinn Donald Trump fyrir að bera sig saman við rússneska andófsmanninn Alexei Navalní. 22. febrúar 2024 07:37
Bjarni lét fulltrúa Rússa heyra það vegna Navalnís Forstöðumaður sendiráðs Rússlands í Reykjavík var kallaður í utanríkisráðuneytið í dag þar sem honum var gerð grein fyrir afstöðu Íslands vegna dauða Alexei Navalní. Afstaðan er einföld; Ísland fordæmir meðferð rússneskra stjórnvalda á stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní, sem leiddi til andláts hans í síðustu viku. 21. febrúar 2024 17:56