Töldu stangirnar týndar á Íslandi og fengu Véstein í málið Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2024 14:30 Mondo Duplantis með eina af nýju stöngunum sem hann nýtti til að verða heimsmeistari. Vésteinn Hafsteinsson var á meðal þeirra sem tóku þátt í leit að stöngunum þegar þær týndust. Getty/Alex Pantling og Vísir/Sigurjón Sænski stangastökkvarinn Mondo Duplantis þurfti að plokka plastið af nýju stöngunum sínum rétt áður en hann hóf keppni á HM í frjálsum íþróttum í gær, eftir skrautlega atburðarás sem meðal annars tengdist Íslandi. Duplantis vann heimsmeistaratitilinn eins og búist var við, en það stóð mun tæpar en búist var við og hann felldi til að mynda 5,85 tvisvar sinnum, og 5,95 einu sinni. Duplantis var hins vegar sá eini sem fór yfir sex metra, eða 6,05 metra, og átti tilraunir við enn eitt heimsmetið en felldi 6,24 metra í þrígang. Aftonbladet í Svíþjóð greinir frá því að það sé kannski ekki skrýtið að Duplantis hafi lent í vandræðum í keppninni, því hann fékk nýju keppnisstangirnar sínar í hendurnar svo til rétt fyrir keppni. Duplantis og hans fólk leitaði meðal annars aðstoðar Vésteins Hafsteinssonar, afreksstjóra ÍSÍ og fyrrverandi frjálsíþróttaþjálfara í Svíþjóð, þegar talið var að stangirnar væru á Íslandi. „Já, þetta voru frekar æsilegar klukkustundir áður en að þær bárust loksins,“ sagði Daniel Wessfeldt, umboðsmaður Duplantis, sem sá um að stangirnar kæmust í réttar hendur fyrir tæka tíð. Fengu rangar upplýsingar og hringdu í Véstein Þær áttu að berast á Heathrow-flugvöll í London, frá framleiðanda í Bandaríkjunum, þremur dögum fyrir keppni. Þegar ekkert bólaði á þeim bárust þau skilaboð frá Heathrow að stangirnar væru á Keflavíkurflugvelli „Við vissum að það hlytu að vera mistök en til öryggis höfðum við samband við Véstein Hafsteinsson og báðum hann að kanna hvort að það væri nokkuð pakki af stöngum einhvers staðar á flugvellinum, sem enginn hefði óskað eftir,“ sagði Wessfeldt. Vésteinn fór strax í málið en engar stangir fundust á Keflavíkurflugvelli. Hafa ber í huga að stangirnar eru yfir fimm metra langar og því ætti að vera að erfitt að týna þeim. Þær reyndust svo vera í fraktbyggingu á Heathrow, þar sem þær áttu alls ekki að vera, en þar skapaðist enn vandamál því það var bara einn lyftari í byggingunni nógu stór fyrir stangirnar og sá var bilaður. Steve Chapell, eigandi UCS Spirit sem framleiddi stangirnar, tók bílaleigubíl frá Glasgow til að ná í stangirnar og þurfti svo að bíða í þrjár klukkustundir á meðan að gert var við lyftarann. Það tókst þó á endanum og stangirnar komust til Duplantis sem náði að taka umbúðirnar utan af þeim og nýta þær til að verða heimsmeistari innanhúss í annað sinn. Frjálsar íþróttir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Brighton - Spurs | Heldur gott gengi gestanna áfram? Í beinni: Fram - Valur | Lífróður hjá heimakonum Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Í beinni: Þróttur - Stjarnan | Eltast við Evrópusæti Í beinni: Tindastóll - FH | Bæði lið þurfa nauðsynlega stig Í beinni: Víkingur - FHL | Geta tryggt sæti sitt með fimmta sigri í röð Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Sjá meira
Duplantis vann heimsmeistaratitilinn eins og búist var við, en það stóð mun tæpar en búist var við og hann felldi til að mynda 5,85 tvisvar sinnum, og 5,95 einu sinni. Duplantis var hins vegar sá eini sem fór yfir sex metra, eða 6,05 metra, og átti tilraunir við enn eitt heimsmetið en felldi 6,24 metra í þrígang. Aftonbladet í Svíþjóð greinir frá því að það sé kannski ekki skrýtið að Duplantis hafi lent í vandræðum í keppninni, því hann fékk nýju keppnisstangirnar sínar í hendurnar svo til rétt fyrir keppni. Duplantis og hans fólk leitaði meðal annars aðstoðar Vésteins Hafsteinssonar, afreksstjóra ÍSÍ og fyrrverandi frjálsíþróttaþjálfara í Svíþjóð, þegar talið var að stangirnar væru á Íslandi. „Já, þetta voru frekar æsilegar klukkustundir áður en að þær bárust loksins,“ sagði Daniel Wessfeldt, umboðsmaður Duplantis, sem sá um að stangirnar kæmust í réttar hendur fyrir tæka tíð. Fengu rangar upplýsingar og hringdu í Véstein Þær áttu að berast á Heathrow-flugvöll í London, frá framleiðanda í Bandaríkjunum, þremur dögum fyrir keppni. Þegar ekkert bólaði á þeim bárust þau skilaboð frá Heathrow að stangirnar væru á Keflavíkurflugvelli „Við vissum að það hlytu að vera mistök en til öryggis höfðum við samband við Véstein Hafsteinsson og báðum hann að kanna hvort að það væri nokkuð pakki af stöngum einhvers staðar á flugvellinum, sem enginn hefði óskað eftir,“ sagði Wessfeldt. Vésteinn fór strax í málið en engar stangir fundust á Keflavíkurflugvelli. Hafa ber í huga að stangirnar eru yfir fimm metra langar og því ætti að vera að erfitt að týna þeim. Þær reyndust svo vera í fraktbyggingu á Heathrow, þar sem þær áttu alls ekki að vera, en þar skapaðist enn vandamál því það var bara einn lyftari í byggingunni nógu stór fyrir stangirnar og sá var bilaður. Steve Chapell, eigandi UCS Spirit sem framleiddi stangirnar, tók bílaleigubíl frá Glasgow til að ná í stangirnar og þurfti svo að bíða í þrjár klukkustundir á meðan að gert var við lyftarann. Það tókst þó á endanum og stangirnar komust til Duplantis sem náði að taka umbúðirnar utan af þeim og nýta þær til að verða heimsmeistari innanhúss í annað sinn.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Brighton - Spurs | Heldur gott gengi gestanna áfram? Í beinni: Fram - Valur | Lífróður hjá heimakonum Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Í beinni: Þróttur - Stjarnan | Eltast við Evrópusæti Í beinni: Tindastóll - FH | Bæði lið þurfa nauðsynlega stig Í beinni: Víkingur - FHL | Geta tryggt sæti sitt með fimmta sigri í röð Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Sjá meira