Gunni hvetur Baldur og Felix fram Jón Þór Stefánsson skrifar 4. mars 2024 23:28 „Ég vil fá Baldur Þórhallsson sem næsta forseta Íslands,“ skrifar Gunnar. Vísir/Arnar Gunnar Helgason skorar á stjórnmálafræðinginn Baldur Þórhallsson að bjóða sig fram til forseta. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-hópi sem ber heitið Baldur og Felix – alla leið. Þegar þessi frétt er skrifuð eru rúmlega sjö hundruð meðlimir í hópnum. Gunnar er náinn vinur parsins, en hann og fjölmiðlamaðurinn Felix Bergsson, eiginmaður Baldurs, mynda tvíeykið Gunni og Felix. Hann tekur fram að hann hafi rætt við Felix og Baldur sem séu tvístígandi með að taka skrefið og því hafi hann ákveðið að taka málin í sínar hendur og stofna stuðningsmannasíðu. „Ég ætla að blanda mér í baráttuna um Bessastaði. Nei. ég ætla ekki að bjóða mig fram. En ég er með áskorun. Áskorun til Baldurs og Felix. Ég vil fá Baldur Þórhallsson sem næsta forseta Íslands,“ skrifar Gunnar. „Á allri jarðarkringlunni finnst engin manneskja sem er meiri sérfræðingur í stöðu og réttindum smáríkja í heiminum en Baldur. Hann er maðurinn sem leitað er til þegar fjalla á um þetta málefni. Í samtölum mínum við hann í gegnum tíðina veit ég líka að hann hefur skýra sýn á forsetaembættið. Hann er af landsbyggðinni og hefur byggt upp heila fræðigrein frá grunni sem er nú kennd í háskólum víða um heim. Alltaf þegar hann talar leggur fólk við hlustir því við vitum að þegar gerir það hefur hann ígrundað málið vel og skoðað það frá öllum hliðum. Heilsteyptur, sannur, réttsýnn og framúrskarandi gáfaður maður. Það er ekki til betri maður í djobbið.“ Þá ræðir Gunnar líka sérstaklega Felix, sem hann segist þekkja betur en flestir aðrir. „Ég þekki enga manneskju sem er réttsýnni, skemmtilegri, víðsýnni, hlýlegri og heilsteyptari – nema kannski Baldur Þórhallsson.“ Á dögunum sagði Baldur við Mbl um mögulegt framboð: „Þetta kom líka til tals fyrir átta árum, þá vísuðum við þessu dálítið frá okkur. Núna höfum við sagt við alla þá sem hafa haft samband við okkur: „Við ætlum að hlusta“ og við erum bara í rauninni í þeim fasa.“ Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Gunnar er náinn vinur parsins, en hann og fjölmiðlamaðurinn Felix Bergsson, eiginmaður Baldurs, mynda tvíeykið Gunni og Felix. Hann tekur fram að hann hafi rætt við Felix og Baldur sem séu tvístígandi með að taka skrefið og því hafi hann ákveðið að taka málin í sínar hendur og stofna stuðningsmannasíðu. „Ég ætla að blanda mér í baráttuna um Bessastaði. Nei. ég ætla ekki að bjóða mig fram. En ég er með áskorun. Áskorun til Baldurs og Felix. Ég vil fá Baldur Þórhallsson sem næsta forseta Íslands,“ skrifar Gunnar. „Á allri jarðarkringlunni finnst engin manneskja sem er meiri sérfræðingur í stöðu og réttindum smáríkja í heiminum en Baldur. Hann er maðurinn sem leitað er til þegar fjalla á um þetta málefni. Í samtölum mínum við hann í gegnum tíðina veit ég líka að hann hefur skýra sýn á forsetaembættið. Hann er af landsbyggðinni og hefur byggt upp heila fræðigrein frá grunni sem er nú kennd í háskólum víða um heim. Alltaf þegar hann talar leggur fólk við hlustir því við vitum að þegar gerir það hefur hann ígrundað málið vel og skoðað það frá öllum hliðum. Heilsteyptur, sannur, réttsýnn og framúrskarandi gáfaður maður. Það er ekki til betri maður í djobbið.“ Þá ræðir Gunnar líka sérstaklega Felix, sem hann segist þekkja betur en flestir aðrir. „Ég þekki enga manneskju sem er réttsýnni, skemmtilegri, víðsýnni, hlýlegri og heilsteyptari – nema kannski Baldur Þórhallsson.“ Á dögunum sagði Baldur við Mbl um mögulegt framboð: „Þetta kom líka til tals fyrir átta árum, þá vísuðum við þessu dálítið frá okkur. Núna höfum við sagt við alla þá sem hafa haft samband við okkur: „Við ætlum að hlusta“ og við erum bara í rauninni í þeim fasa.“
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira