Beittu vatnsfallbyssum til að stöðva birgðaflutninga Samúel Karl Ólason skrifar 5. mars 2024 13:35 Filippseyskir sjóliðar nota belgi til að koma í veg fyrir skemmdir. AP/Strandgæsla Filippseyja Yfirvöld á Filippseyjum segja fjóra sjóliða hafa slasast lítillega þegar kínversku strandgæsluskipi var siglt utan í skip frá Filippseyjum og vatnsfallbyssum beitt gegn sjóliðum. Kínverjar voru þá að reyna að koma í veg fyrir siglingu skipanna frá Filippseyjum. Ráðamenn í Manilla saka Kínverja um ólöglegar og hættulegar aðgerðir. Þeir segja atvikið gefa til kynna að Kínverjar hafi lítinn áhuga á viðræðum og því að reyna að draga úr spennu á svæðinu, samkvæmt frétt Reuters. Verið var að flytja birgðir til hermanna sem halda til í flaki skips við Second Thomas-grynningarnar í Suður-Kínahafi, þegar kínverska strandgæslan reyndi að koma í veg fyrir það. Umræddu skipi var siglt í strand við grynningarnar árið 1999 til að festa tilkall Filippseyja til grynninganna. Þær eru innan tvö hundruð sjómílna efnahagslögsögu Filippseyja. Sambærilegt atvik átti sér stað í október. Þá voru Filippseyingar einni að flytja birgðir til hermannanna. Kínverjar gerðu fyrir nokkrum árum ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og er þar á meðal hafsvæði Filippseyja, Taívan, Víetnam, Malasíu og Brúnei. Alþjóðagerðadóminn í Haag, sem komst árið 2016 að þeirri niðurstöður að tilkall Kína væri ólöglegt. Þrátt fyrir það hafa Kínverjar haldið áfram hernaðaruppbyggingu á svæðinu og hafa þeir aldrei viðurkennt úrskurðinn. Meðal annars hafa þeir byggt heilu eyjurnar, flotastöðvar og flugvelli og komið eldflaugum fyrir á svæðinu. Forsvarsmenn kínversku strandgæslunnar segja að gripið hafi verið til eðlilegra viðbragða við „ólöglegri“ siglingu skipa inn á yfirráðasvæði þeirra. Ráðamenn í Kína hafa krafist þess að strandaða skipið við Second Thomas-grynningarnar verði dregið á brott. Filippseyingar segjast hins vegar ekki ætla að gefa eftir undan þrýstingi frá Kína. Ferdinand Marcos Jr., sem varð forseti Filippseyja í fyrra, hefur leitað eftir betri tengslum við Bandaríkin en forveri sinn og reynt að standa í hárinu á Kínverjum. Ríkisstjórn hans hefur ítrekað lagt fram kvartanir vegna framferðis Kínverja í Suður-Kínahafi. Suður-Kínahaf Filippseyjar Kína Tengdar fréttir Kennir erlendum hryðjuverkamönnum um Ferdinand Marcos yngri, forseti Filippseyja vill meina að erlendir hryðjuverkamenn beri ábyrgð á sprengingu sem varð í borginni Marawi. 3. desember 2023 09:24 Flaug þotu þremur metrum frá sprengjuflugvél Kínverskri orrustuþotu var flogið minna en þremur metrum upp að bandarískri sprengjuflugvél yfir Suður-Kínahafi í vikunni. Forsvarsmenn bandaríska heraflans segja kínverska flugmanninn hafa sýnt mikið gáleysi og að næstum því hafi orðið slys. 28. október 2023 11:10 Fjarlægðu flotgirðingu í Suður-Kínahafi Yfirvöld á Filippseyjum segjast hafa fjarlægt flotgirðingu sem Kínverjar komu fyrir við vinsælar fiskislóðir í Suður-Kínahafi. Kínverjar höfðu komið girðingunni fyrir til að koma í veg fyrir að sjómenn frá Filippseyjum kæmust að Scarborough-rifi. 25. september 2023 15:29 Óttast kínverskar eldflaugar Æðstu menn herafla Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að herstöðvar ríkisins í Kyrrahafinu séu berskjaldaðar gagnvart kínverskum eldflaugum. Unnið er að því að dreifa úr vopnum, vistaverum hermanna, stjórnstöðvum og öðrum hergögnum til að gera eldflaugaárásir erfiðari. 1. júní 2023 22:30 Saka kínverskan flugmann um „óþarflega ágenga“ hegðun Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna í Indlands- og Kyrrahafi sökuðu kínverskan flugmann í dag um „óþarflega ágenga“ hegðun yfir Suður-Kínahafi. Kínverskur flugmaður flaug herþotu af gerðinni J-16 í veg bandarískrar eftirlitsvélar af gerðinni RC-135. 30. maí 2023 22:35 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Ráðamenn í Manilla saka Kínverja um ólöglegar og hættulegar aðgerðir. Þeir segja atvikið gefa til kynna að Kínverjar hafi lítinn áhuga á viðræðum og því að reyna að draga úr spennu á svæðinu, samkvæmt frétt Reuters. Verið var að flytja birgðir til hermanna sem halda til í flaki skips við Second Thomas-grynningarnar í Suður-Kínahafi, þegar kínverska strandgæslan reyndi að koma í veg fyrir það. Umræddu skipi var siglt í strand við grynningarnar árið 1999 til að festa tilkall Filippseyja til grynninganna. Þær eru innan tvö hundruð sjómílna efnahagslögsögu Filippseyja. Sambærilegt atvik átti sér stað í október. Þá voru Filippseyingar einni að flytja birgðir til hermannanna. Kínverjar gerðu fyrir nokkrum árum ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og er þar á meðal hafsvæði Filippseyja, Taívan, Víetnam, Malasíu og Brúnei. Alþjóðagerðadóminn í Haag, sem komst árið 2016 að þeirri niðurstöður að tilkall Kína væri ólöglegt. Þrátt fyrir það hafa Kínverjar haldið áfram hernaðaruppbyggingu á svæðinu og hafa þeir aldrei viðurkennt úrskurðinn. Meðal annars hafa þeir byggt heilu eyjurnar, flotastöðvar og flugvelli og komið eldflaugum fyrir á svæðinu. Forsvarsmenn kínversku strandgæslunnar segja að gripið hafi verið til eðlilegra viðbragða við „ólöglegri“ siglingu skipa inn á yfirráðasvæði þeirra. Ráðamenn í Kína hafa krafist þess að strandaða skipið við Second Thomas-grynningarnar verði dregið á brott. Filippseyingar segjast hins vegar ekki ætla að gefa eftir undan þrýstingi frá Kína. Ferdinand Marcos Jr., sem varð forseti Filippseyja í fyrra, hefur leitað eftir betri tengslum við Bandaríkin en forveri sinn og reynt að standa í hárinu á Kínverjum. Ríkisstjórn hans hefur ítrekað lagt fram kvartanir vegna framferðis Kínverja í Suður-Kínahafi.
Suður-Kínahaf Filippseyjar Kína Tengdar fréttir Kennir erlendum hryðjuverkamönnum um Ferdinand Marcos yngri, forseti Filippseyja vill meina að erlendir hryðjuverkamenn beri ábyrgð á sprengingu sem varð í borginni Marawi. 3. desember 2023 09:24 Flaug þotu þremur metrum frá sprengjuflugvél Kínverskri orrustuþotu var flogið minna en þremur metrum upp að bandarískri sprengjuflugvél yfir Suður-Kínahafi í vikunni. Forsvarsmenn bandaríska heraflans segja kínverska flugmanninn hafa sýnt mikið gáleysi og að næstum því hafi orðið slys. 28. október 2023 11:10 Fjarlægðu flotgirðingu í Suður-Kínahafi Yfirvöld á Filippseyjum segjast hafa fjarlægt flotgirðingu sem Kínverjar komu fyrir við vinsælar fiskislóðir í Suður-Kínahafi. Kínverjar höfðu komið girðingunni fyrir til að koma í veg fyrir að sjómenn frá Filippseyjum kæmust að Scarborough-rifi. 25. september 2023 15:29 Óttast kínverskar eldflaugar Æðstu menn herafla Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að herstöðvar ríkisins í Kyrrahafinu séu berskjaldaðar gagnvart kínverskum eldflaugum. Unnið er að því að dreifa úr vopnum, vistaverum hermanna, stjórnstöðvum og öðrum hergögnum til að gera eldflaugaárásir erfiðari. 1. júní 2023 22:30 Saka kínverskan flugmann um „óþarflega ágenga“ hegðun Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna í Indlands- og Kyrrahafi sökuðu kínverskan flugmann í dag um „óþarflega ágenga“ hegðun yfir Suður-Kínahafi. Kínverskur flugmaður flaug herþotu af gerðinni J-16 í veg bandarískrar eftirlitsvélar af gerðinni RC-135. 30. maí 2023 22:35 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Kennir erlendum hryðjuverkamönnum um Ferdinand Marcos yngri, forseti Filippseyja vill meina að erlendir hryðjuverkamenn beri ábyrgð á sprengingu sem varð í borginni Marawi. 3. desember 2023 09:24
Flaug þotu þremur metrum frá sprengjuflugvél Kínverskri orrustuþotu var flogið minna en þremur metrum upp að bandarískri sprengjuflugvél yfir Suður-Kínahafi í vikunni. Forsvarsmenn bandaríska heraflans segja kínverska flugmanninn hafa sýnt mikið gáleysi og að næstum því hafi orðið slys. 28. október 2023 11:10
Fjarlægðu flotgirðingu í Suður-Kínahafi Yfirvöld á Filippseyjum segjast hafa fjarlægt flotgirðingu sem Kínverjar komu fyrir við vinsælar fiskislóðir í Suður-Kínahafi. Kínverjar höfðu komið girðingunni fyrir til að koma í veg fyrir að sjómenn frá Filippseyjum kæmust að Scarborough-rifi. 25. september 2023 15:29
Óttast kínverskar eldflaugar Æðstu menn herafla Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að herstöðvar ríkisins í Kyrrahafinu séu berskjaldaðar gagnvart kínverskum eldflaugum. Unnið er að því að dreifa úr vopnum, vistaverum hermanna, stjórnstöðvum og öðrum hergögnum til að gera eldflaugaárásir erfiðari. 1. júní 2023 22:30
Saka kínverskan flugmann um „óþarflega ágenga“ hegðun Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna í Indlands- og Kyrrahafi sökuðu kínverskan flugmann í dag um „óþarflega ágenga“ hegðun yfir Suður-Kínahafi. Kínverskur flugmaður flaug herþotu af gerðinni J-16 í veg bandarískrar eftirlitsvélar af gerðinni RC-135. 30. maí 2023 22:35